Síða 1 af 4

[Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 00:46
af Tiger
Jæja, ég var að fá nýja Case Labs turninn minn og er ekki hægt að segja annað en að hann olli mér ekki neinum vonbrigðum. Hef ekki séð neinn kassa sem kemst í líkingu við þetta, og greinilegt að hugsað hefur verið fyrir öllu og hannað og smíðað af fólki með metnað og þekkingu.

Ég ætla nú að hafa þetta sem svona build þráð, en þar sem þetta verður svona langtíma build þá kem ég bara með smá sýnishorn hérna í byrjun. Bæti svo við þráðinn og kem með betri myndir í framtíðinni.

Það sem planið er að hafa í þessum turn er:

EVGA SR-2 móðurborð (vatnskælt)
2x Intel Xeon örgjörvar (vatnskælt)
24GB af minni
2-3 EVGA GTX 580 hydro copper SLI (vatnskæld)
OZC Vertex 3 SSD
2x Corsair AX-1200W aflgjafar

Og svo auðvitað vatnskælingar systemið allt, verð með tvöfalda loopu á þessu, eina sem sér um örgjörvana og chipsettið og hin sér um skjákortin. Ekki alveg búinn að velja alla partana í þetta, en verða allvegana 2 x 480 radiatorar ofl góðgæti.

Smá sýnishorn á stærðina á kvikindinu, HAF-X er bara smábarn og litla Gigabyte P67A-UD7 móðurborðið mitt bara eins og krækiber þarna inni

Kassinn af CaseLabs og kassinn af HAF-X bornir saman
Mynd

Turnanir hlið við hlið
Mynd

Og litla móðurborðið mitt einmanna með víðáttubrjálæði þarna inni.
Mynd

Hérna sést inní hina hliðina á kassanum, þar sem afgjafarnir, hörðu diskanir og vatnskælingarar verða.... þannig að mesti hitinn í kassanum verður þarna megin í fjarlægð frá móðurborðinu. Ekkert að marka cable management þarna, allt bráðabirgða ennþá.
Mynd

Hérna sést framan á hann með grillið á
Mynd

Hérna sést framan á hann með grillið af, kem 16 HDD þarna með 120mm viftu fyrir framan hver 4stk (er með 4stk þarna neðst hægra megin og sést smá í þá), eða bara stakar viftur eða radiator
Mynd

Náði að verða mér útum 6stk af Gentle Typhoon 1850 viftum sem eru svo til ófánanlegar í dag. Held áfram að kaupa þar sem ég finn þær, þar sem ég þarf allavegana 10 í viðbót. Og síðan fékk ég mér 120GB Vertex3 disk.
Mynd

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 00:47
af Tiger
*Frátekið fyrir myndir og framhald*

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 00:47
af Tiger
*Frátekið fyrir myndir og framhald*

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 00:49
af bAZik
Holy batman! Verður gaman að fylgjast með þessu.

lol móðurborðið :lol:

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 00:49
af Hj0llz
úfff hvað þetta á eftir að verða awesome!!

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 00:53
af Klaufi
:beer

Er eitthvað búið að plana hvað á að nota í að kæla þetta? Hvaða dælur og blokkir?

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 00:55
af GullMoli
Hahaha móðurborðið týnist bara þarna í kassanum :lol:


Til hamingju með þetta! :happy

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 01:00
af Tiger
klaufi skrifaði::beer

Er eitthvað búið að plana hvað á að nota í að kæla þetta? Hvaða dælur og blokkir?


Já já búinn að grúska endalaust og skipta um skoðanir oftar en ég veit ekki hvað. Líklega tek ég nýju Koolance 370 blockinar og Koolance RP-452x2 tank með tveimur PMP 450 dælum frá þeim líka. Síðan 2 stykki af Black Ice SR1 480 vatnskössum

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 01:03
af halli7
váá stærðin á þessu :shock:

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 01:06
af djvietice
Wt.... eins og skápur hahaha flottur kassa

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 01:07
af Black
sweet.. snilld á lanið, á hjólum og þú getur sofið inní honum :) til hamingju með Gríðarlegan kassa =D>

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 01:17
af dori
Hvaða Xeon ætlarðu að fá þér?

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 01:26
af Tiger
dori skrifaði:Hvaða Xeon ætlarðu að fá þér?


Buddan verður eiginlega að fá að ráða því þegar að því kemur :) Draumurinn er nátturulega að hafa tvo X-5690 en ætli ég láti ekki einhvern pínu ódýrari duga samt....Hann verður allavegana 6kjarna samt.

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 01:57
af dori
Snuddi skrifaði:
dori skrifaði:Hvaða Xeon ætlarðu að fá þér?


Buddan verður eiginlega að fá að ráða því þegar að því kemur :) Draumurinn er nátturulega að hafa tvo X-5690 en ætli ég láti ekki einhvern pínu ódýrari duga samt....Hann verður allavegana 6kjarna samt.

Hehe... Datt það í hug svosem. Ég fór eitthvað að skoða þetta þegar þú settir fyrst inn að þú værir að fara að fá þér sr2. Gleymdi mér í að setja í körfur í einhverjum netverslunum og sá að þetta gæti alveg farið veeel yfir 7 stafa mörkin. Sérstaklega ef það er hægt að setja 96GB í þetta eins og ég sá menn einhversstaðar tala um...

En gangi þér vel með þetta. Ég vona okkar sem dáumst að þessi buildi vegna að buddan þín lendi ekki í einhverjum óhöppum :lol:

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 01:59
af Tiger
dori skrifaði:
Snuddi skrifaði:
dori skrifaði:Hvaða Xeon ætlarðu að fá þér?


Buddan verður eiginlega að fá að ráða því þegar að því kemur :) Draumurinn er nátturulega að hafa tvo X-5690 en ætli ég láti ekki einhvern pínu ódýrari duga samt....Hann verður allavegana 6kjarna samt.

Hehe... Datt það í hug svosem. Ég fór eitthvað að skoða þetta þegar þú settir fyrst inn að þú værir að fara að fá þér sr2. Gleymdi mér í að setja í körfur í einhverjum netverslunum og sá að þetta gæti alveg farið veeel yfir 7 stafa mörkin. Sérstaklega ef það er hægt að setja 96GB í þetta eins og ég sá menn einhversstaðar tala um...

En gangi þér vel með þetta. Ég vona okkar sem dáumst að þessi buildi vegna að buddan þín lendi ekki í einhverjum óhöppum :lol:


Já þetta er ekki ódýraasta setupið. En svo er alveg hægt að byrja bara með einn örgjörva fyrst og bæta svo öðrum við seinna.

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 02:32
af mercury
2 spurningar
1. hvað hefur maður að gera með svona fáránlega stóran kassa. Verður alltaf svakalegt pláss þarna sem eru engin not fyrir.
2. hvað á að gera við sandy bridge setupið ? eða það sem eftir verður að því ?

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 05:16
af division
Þetta er aðeins of svallt, mig hlakkar bara til að sjá fleiri myndir af þessu. :P

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 08:03
af Tiger
mercury skrifaði:2 spurningar
1. hvað hefur maður að gera með svona fáránlega stóran kassa. Verður alltaf svakalegt pláss þarna sem eru engin not fyrir.
2. hvað á að gera við sandy bridge setupið ? eða það sem eftir verður að því ?


1. Svarið við þessu er líklega svipað og hvað hefur maður að gera við 500fm hús eða Porsche....Ég mun aldrei lenda í vandræðum með plássleysi, ég kem t.d. ekki tveimur 360 radiators fyrir í HAF-X turninum en þarna kem ég leikandi fyrir 3-4 480 radiatorum og tveimur afgjöfum og hef enn nóg pláss fyrir flott cable management ofl ofl. Aldrei vandamál með fleirri harða diska heldur (held að upphaflega komi ég 32stk þarna fyrir). Get haft stóra vatnskassa og því keyrt viftunar á lægsta snúning og því verður þetta monster svo til hljóðlaust ásamt því að vera gríðarlega öflug.....

2. Það verður selt, reyndar get ég sett móðurborðið uppí SR-2 móðurborðið þar sem Friðjón hjá BUY.is er soddan öðlingur, en örgjörvin, minnið, kælingin og SSD diskanir verða seldir hérna þegar hlutinir fara að koma í hús. (HAF-X þegar kominn í sölu)

@division, takk fyrir það. Já þetta verður spennandi :)

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 12:05
af mercury
All righty ;) þetta er náttúrlega bara geðveiki! haha en vel gert og ég bíð bara spentur eftir því að þetta fari í sölu ;)

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 16:00
af chaplin
Ætti ekki 1 x AX-1200W að ráða við þetta system, sérstaklega ef þú tekur "bara" 2 x 580..

Og ætlaru að yfirklukka eða spila þetta öruggt?

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 16:05
af bulldog
djöfull er þetta brutal og flottur kassi :) Hvað kostar svona kvikindi ?

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 16:20
af BjarkiB
Stærðin á þessu skrímsli!

Til hamingju með gripinn.

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 16:48
af Tiger
@ danieelin: Nehhh ég efa það, 2x vatnsdælur, 2x örgjörvar, 2x 580, 6-8 HDD + ansi mikið magn af viftum ofl. Ef þú þekkir mig rétt þá tek ég frekar aðeins meira en minna :). Kannski einn 1200W og inn 850W myndi duga, ekki að það muni rosa í verði hvort eð er. Þetta verður eitthvað yfirklukkað, fer eftir hvaða örgjörvi verður fyrir valinu.

@ bulldog: He he hann kostar slatta, grunnverðið fyrir kassann er 500$ svo tók ég smá af aukahlutum ofl + fluttningur. En það er ólíklegt að ég þurfi á næstu 10 árum nýjan kassa :happy (konan mín vildi reyndar fá það skriflegt en ég veitti henni ekki þá ánægju)

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 17:28
af Ulli
Snuddi skrifaði: (konan mín vildi reyndar fá það skriflegt en ég veitti henni ekki þá ánægju)

Haha snild

Re: [Build log] Nýji Case Labs TH10

Sent: Sun 10. Apr 2011 21:55
af tdog
Hvaða OS ætlaru að keyra á þessum dreka?