Síða 1 af 1

Þrífa kælikrem

Sent: Fös 25. Mar 2011 20:31
af zdndz
Þá er komið að skipta um örgjörvakælingu hjá mér (í fyrsta skipti).

1. Það er eitt sem böggar tilhugsun mína um að skipta er hvernig ég fer að því að taka gamla kælikremið af og með hverju, ég sá að fólk notaði margar aðferðir þegar ég googlaði þetta en hvað er svona solid leið í þessu þar sem eru ekki miklar líkur að ég eyðileggi e-ð?
Og á ég nokkuð að taka örgjörvann úr? Má hann ekki bara vera fastur í móbóinu

2. Hvernig er svo nýja kremið sett á, set ég bara smá á kantinn og nota eitthvað til að dreifa kreminu svo það sé bara þunnt lag? Og set ég það á kælinguna sjálfa eða á örgjörvann?

3. Eitthvað önnur atriði sem ég ætti að vera vakandi fyrir?

Með fyrirfram þökkum :)

Re: Þrífa kælikrem

Sent: Fös 25. Mar 2011 20:32
af biturk
aceton, bensín, rúðusprey, terpentína og svoleiðis virkar fínt

bara setja smá í tusku og þurrka af, passabara vel að kælikremið og þrif vökvinn fari ekki á sjálfann örgjörvann og þá ertu good to go. :happy

þetta er bara smá sem þarf, minnir að það sé miðað við stærð á einu eða 3 hrísgrjónum og það er yfirleitt sett á örgjörvann sjálfann

edit í annað sinn

hann má alveg vera fastur en ég myndi takann úr.......það auðveldar allt hjá þér og minnkar líkur á að eitthvað skemmist, tekur ekki nema kannski 5 sek að taka hann úr þegar kælingin er farin :happy

Re: Þrífa kælikrem

Sent: Fös 25. Mar 2011 21:02
af SolidFeather
Hreinsað bensín og eyrnapinnar.

Re: Þrífa kælikrem

Sent: Fös 25. Mar 2011 22:08
af zdndz
biturk skrifaði:aceton, bensín, rúðusprey, terpentína og svoleiðis virkar fínt

bara setja smá í tusku og þurrka af, passabara vel að kælikremið og þrif vökvinn fari ekki á sjálfann örgjörvann og þá ertu good to go. :happy

þetta er bara smá sem þarf, minnir að það sé miðað við stærð á einu eða 3 hrísgrjónum og það er yfirleitt sett á örgjörvann sjálfann

edit í annað sinn

hann má alveg vera fastur en ég myndi takann úr.......það auðveldar allt hjá þér og minnkar líkur á að eitthvað skemmist, tekur ekki nema kannski 5 sek að taka hann úr þegar kælingin er farin :happy


Takk fyrir góðar upplýsingar,
en þyrfti kannski smá betri lýsingu á hvað meinarðu með að vökvinn fari ekki á sjálfan örgjörvann? Er kremið ekki yfir allan örgjörvann? Eða hvað er örgjörvinn sjálfur ](*,)
Og annað með kælikremið er ekki bara hægt að nota eitthvað kort til að dreifa kreminu? Og er það þá ekki dreift yfir allan örgjörvann?

EDIT: Og má nota venjulegt sprit í þetta?

Re: Þrífa kælikrem

Sent: Fös 25. Mar 2011 22:09
af BjarkiB
SolidFeather skrifaði:Hreinsað bensín og eyrnapinnar.


x2.

Hef alltaf bara keypt hreint bensín í apóteki tld.
Ég byrja bara að þurka mest af með þurrum eyrnapinna og bleyti svo eyrnapinnan til að taka það sem orðið smá fast.
Og já það er alltílagi að hafa hann bara í móðurborðinu, bara passa sig og taka sér tíma í þetta.
Sjálfur set ég svo bara smá(á stærð við 2-4 hrísgrjón) kælikrem í miðjuna, mismunandi hvernig fólk gerir þetta.

Re: Þrífa kælikrem

Sent: Fös 25. Mar 2011 22:23
af BjarniTS
Keyptu þér gott kælikrem.

Taktu gamla kremið af með eyrnapinna og notaðu hreinsað bensín til að taka af gamla kremið (Færð það í öllum apótekum)

Settu svo bara já , eins og 2 - 3 hrísgrjón af nýju kremi í miðjuna :)

Re: Þrífa kælikrem

Sent: Fös 25. Mar 2011 22:30
af zdndz
BjarniTS skrifaði:Keyptu þér gott kælikrem.

Taktu gamla kremið af með eyrnapinna og notaðu hreinsað bensín til að taka af gamla kremið (Færð það í öllum apótekum)

Settu svo bara já , eins og 2 - 3 hrísgrjón af nýju kremi í miðjuna :)


En á ég sjálfur að dreifa nýja kreminu eitthvað eða bara láta það kremjast undir kælingunni og láta það þannig dreifa sér?

Re: Þrífa kælikrem

Sent: Fös 25. Mar 2011 22:33
af BjarkiB
zdndz skrifaði:
BjarniTS skrifaði:Keyptu þér gott kælikrem.

Taktu gamla kremið af með eyrnapinna og notaðu hreinsað bensín til að taka af gamla kremið (Færð það í öllum apótekum)

Settu svo bara já , eins og 2 - 3 hrísgrjón af nýju kremi í miðjuna :)


En á ég sjálfur að dreifa nýja kreminu eitthvað eða bara láta það kremjast undir kælingunni og láta það þannig dreifa sér?


Settu bara sirka 3 hrísgrjón yfir miðjuna. Mun dreifast ágætlega útfrá því.

Re: Þrífa kælikrem

Sent: Fös 25. Mar 2011 22:36
af BjarniTS
zdndz skrifaði:
BjarniTS skrifaði:Keyptu þér gott kælikrem.

Taktu gamla kremið af með eyrnapinna og notaðu hreinsað bensín til að taka af gamla kremið (Færð það í öllum apótekum)

Settu svo bara já , eins og 2 - 3 hrísgrjón af nýju kremi í miðjuna :)


En á ég sjálfur að dreifa nýja kreminu eitthvað eða bara láta það kremjast undir kælingunni og láta það þannig dreifa sér?


Þegar ég hef gert þetta hef ég bara sett smá í miðjuna og kannski jújú eitthvað hrært þarna smá í þessu og dreyft en passa bara að það fari ekkert út fyrir kassann sjálfan sem þú ert að dreyfa á (örgjafan) , svo veistu að þú setur kremið á toppinn á honum undir kælinguna.

Þú getur séð fullt af youtube video's um hvernig þetta er gert og dreyfist um cpu-inn
dæmi : http://www.youtube.com/watch?v=EyXLu1Ms ... re=related

Svo skaltu bara mæla hitann á örgjafanum eftir að þú ert búinn að skripta um krem og þá kemur í ljós hvort að þú hafir gert þetta rétt :)

Re: Þrífa kælikrem

Sent: Fös 25. Mar 2011 22:47
af Haxdal
biturk skrifaði:aceton, bensín, rúðusprey, terpentína og svoleiðis virkar fínt

vá .. allt hlutir sem á akkúrat ekki að nota til að hreinsa kælikrem í tölvum
Aceton, bensín og terpentína étur sig í PCB, og rúðusprey skilur eftir sig allskyns jukk á snertifletinum.

Notaðu hreint spritt eða ísóprópyl, forðastu lausnir af þessu sem er með allskonar aukadrasli, einsog t.d. litað spritt.
Ég nota sjálfur sótthreinsunarspritt en það er bara af því að ég fann hvergi própylið (allir staðir sem ég heimsótti vissu ekki einu sinni hvað ég var að tala um, þurfti að stafa þetta ofaní liðið). Bæði gufar tiltölulega fljótt upp og skilur ekkert eftir sig.
http://www.pharma.is/is/page/vorulisti Pharma er með 100% Isoprópyl og sótthreinsispritt.

mæli með þessu kremi http://www.tolvutek.is/product_info.php?manufacturers_id=5&products_id=23348
og svo fremur sem heatsinkið og örgjörvinn eru ekki rispaðir þá ætti 1-2 "hrísgrjón" að duga, ef þú setur of mikið kælikrem þá hefur það þveröfug áhrif þar sem þú vilt að málmurinn leiði hitann en ekki kremið. Kremið er bara til að fylla uppí skörðin sem myndast á snertifletinum.

Re: Þrífa kælikrem

Sent: Fös 25. Mar 2011 22:57
af zdndz
Haxdal skrifaði:
biturk skrifaði:aceton, bensín, rúðusprey, terpentína og svoleiðis virkar fínt

vá .. allt hlutir sem á akkúrat ekki að nota til að hreinsa kælikrem í tölvum
Aceton, bensín og terpentína étur sig í PCB, og rúðusprey skilur eftir sig allskyns jukk á snertifletinum.

Notaðu hreint spritt eða ísóprópyl, forðastu lausnir af þessu sem er með allskonar aukadrasli, einsog t.d. litað spritt.
Ég nota sjálfur sótthreinsunarspritt en það er bara af því að ég fann hvergi própylið (allir staðir sem ég heimsótti vissu ekki einu sinni hvað ég var að tala um, þurfti að stafa þetta ofaní liðið). Bæði gufar tiltölulega fljótt upp og skilur ekkert eftir sig.
http://www.pharma.is/is/page/vorulisti Pharma er með 100% Isoprópyl og sótthreinsispritt.

mæli með þessu kremi http://www.tolvutek.is/product_info.php?manufacturers_id=5&products_id=23348
og svo fremur sem heatsinkið og örgjörvinn eru ekki rispaðir þá ætti 1-2 "hrísgrjón" að duga, ef þú setur of mikið kælikrem þá hefur það þveröfug áhrif þar sem þú vilt að málmurinn leiði hitann en ekki kremið. Kremið er bara til að fylla uppí skörðin sem myndast á snertifletinum.


Mætti ég þá nota Handspritt frá Gamla Apótekinu

Innihald:
Ethanolum, aqua, glycerolum 85%, propanolum, lavandulae aetheroleum


??

Er að pæla því þá get ég sleppt því að versla mér þetta Pharma efni.

Re: Þrífa kælikrem

Sent: Fös 25. Mar 2011 23:12
af Haxdal
zdndz skrifaði:Mætti ég þá nota Handspritt frá Gamla Apótekinu
Innihald:
Ethanolum, aqua, glycerolum 85%, propanolum, lavandulae aetheroleum

Myndi ekki nota þetta, nema þú þrífur þetta vel á eftir með vatni.
Þú getur fengið hreint sótthreinsunarspritt í apóteki.

Samkvæmt google þá er glycerolum bara glycerin, fann ekkert um hvernig þetta gufar upp en þetta er eitt af einkennunum á þessu : "Aspect: syrupy liquid, unctuous to the touch, colourless or almost colourless, clear, very hygroscopic." hygroscopic = "absorbing moisture (as from the air)" svo þetta á ekki eftir að þorna og gufa upp fljótlega og ef ég skil þetta syrupy rétt þá á þetta eftir að skilja eitthvað gums eftir sig.

Hvað þetta lavandulae aetheroleum varðar þá er þetta olía unnið úr einhverju blómi, notað sem lyktarefni. (lavandulae aetheroleum is the volatile oil obtained from Lavandula angustifolia)
Mynd