Síða 1 af 1
Er að leita að Hljóðlátum aflgjafa
Sent: Fim 10. Mar 2011 15:34
af Skaribj
Sælir,
Ég var að velta því fyrir mér að fá mér annan aflgjafa til að draga úr hávaða. Eruð þið til í að koma með tillögur að nýjum hljóðlátum aflgjafa. Hann þarf að vera 500W+ og helst sem ódýrastur. Það er samt aðal málið að hafa hann sem hljóðlátastan.
Ég geri mér grein fyrir því að þetta tvennt fer oftast ekki saman. Það eru þó til undantekningar að þeim er ég að leita.
Með fyrirfram þökk,
Óskar
Re: Er að leita að Hljóðlátum aflgjafa
Sent: Fim 10. Mar 2011 15:49
af Benzmann
Thermaltake aflgjafarnir eru mjög hljóðlátir, er nokkuð sáttur með minn, annars mæli ég með ToughPower línunni frá Thermaltake, heyrist ekkert í mínum
Re: Er að leita að Hljóðlátum aflgjafa
Sent: Fim 10. Mar 2011 16:47
af Skaribj
Þakka þér fyrir ábendinguna.
Ég athugaði hvað Thermaltake aflgjafarnir kostuðu og þeir hljóta að vera í dýrari kantinum. Ég Gugglaði þá og fann að það eru nokkrar verslanir að selja þá hér en verðið fyrir 500+ aflgjafa sýnist mér vera ca 30.000 sem er alltof dýrt fyrir mig.
Takk samt.
Óskar
Re: Er að leita að Hljóðlátum aflgjafa
Sent: Fim 10. Mar 2011 16:51
af Skaribj
Heyrðu þetta er rangt hjá mér ég fann Thermaltake aflgjafa á ca 15.000 sem er ok verð
Re: Er að leita að Hljóðlátum aflgjafa
Sent: Fim 10. Mar 2011 16:54
af Nördaklessa
ég mæli með Tacens sem fást hjá Kísildal
Re: Er að leita að Hljóðlátum aflgjafa
Sent: Fim 10. Mar 2011 16:58
af Glazier
Nördaklessa skrifaði:ég mæli með Tacens sem fást hjá Kísildal
Tacens eru magnaðir aflgjafar.. !
Þessir tveir eru báðir mjög góðir og hljóðlátir:
http://kisildalur.is/?p=2&id=1434http://kisildalur.is/?p=2&id=1605
Re: Er að leita að Hljóðlátum aflgjafa
Sent: Fim 10. Mar 2011 17:06
af Skaribj
Takk fyrir ábendinguna Nördaklessa og Glazier,
Tacens Valeo III 600W virðist vera málið.
Re: Er að leita að Hljóðlátum aflgjafa
Sent: Fim 10. Mar 2011 17:16
af Nördaklessa
ekkert mál ;D er sjálfur með Radix 720W, heyrist ekkert í honum ;D
Re: Er að leita að Hljóðlátum aflgjafa
Sent: Lau 02. Apr 2011 18:57
af krukkur_dog
Sælir
Ég er mjög spenntur fyrir þessum, ég vil helst ekkert heyra í þessu
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7422Hvað segið þið um hann?
Re: Er að leita að Hljóðlátum aflgjafa
Sent: Lau 02. Apr 2011 19:35
af gardar