Síða 1 af 1

[project] Tölvuborðið.

Sent: Fim 03. Mar 2011 15:49
af Gunnar
Sæl/ir. núna hefst smá lestur. \:D/
Ætla að deila aðeins með ykkur hugmynd sem ég er að reyna að framkvæma en vantar smá aðstoð og hugmyndir við. ;)
Eftir að hafa horft á myndbönd NR1 &NR2 eftir UnknownLobster þá langaði mig að losna við turninn minn og búa mér til mitt eigið tölvuborð.
Ég vissi að ég þyrfti að hafa einverja teikningu því ekki var ég að fara að ráðast á þetta með engar mælingar og kaupa bara helling af efni.
byrjaði á því að downloada forritinu SketchUp frá google því það er auðvelt að læra á það og það er í 3D og er frítt.
Er kominn með grunninn af borðinu. Kem með myndi og lýsi þeim og segji hvað ég vill gera og hvað ég er búinn að gera.

Hérna er grunnmynd af borðinu. Það vantar lappir á það en ég á eftir að ákveða hversu hátt það verður.
Rammarnir 3 fyrir ofan eru 3x 24" og er borðið hannað í hug með það. Á mjög líklega eftir að minnka það miða við 2x24" útaf annars verður þetta of dýrt. og geri svo hitt borðið þá seinna þegar maður hefur lokið skóla.
Borðið er 18cm*1,8m*74cm. ss. HæðxLengdxBreidd
Stangirnar sem borðið mun vera gert úr er 2cm*2cm eða 2,5cm*2,5cm. 2,5cm er ódýrar þar sem ég er búinn að leita. meterinn af 20*20 kostar 1650 kr og meterinn af 25*25 kostar 1300kr hjá háborg.
svo hef ég 15cm bil fyrir kapla á endanum
Grunnmynd1.JPG
Grunnurinn af borðinu
Grunnmynd1.JPG (153.36 KiB) Skoðað 3535 sinnum


Grunnmynd2.JPG
annað sjónarhorn af grunninum
Grunnmynd2.JPG (96.89 KiB) Skoðað 3565 sinnum


hérna er mynd close up af aflgjöfunum, á bakhliðinni er ég búinn að teikna gat fyrir 120mm viftu.
hugsaði lengi hvernig ég ætlaði að snúa aflgjöfunum og ég ákvað að hafa þá svona. útaf ég fann bracket fyrir 2 aflgjafa LINKY LINKY 2
Aflgjafarnir1.JPG
Aflgjafarnir sem eru komnir ofaní borðið
Aflgjafarnir1.JPG (66.32 KiB) Skoðað 3565 sinnum

Aflgjafarnir2.JPG
annað sjónarhorn af aflgjöfunum
Aflgjafarnir2.JPG (26.32 KiB) Skoðað 3563 sinnum

Nokkrar útfærslur af aflgjöfum.JPG
nokkrar útfærslur af aflgjöfunum
Nokkrar útfærslur af aflgjöfum.JPG (23.29 KiB) Skoðað 3563 sinnum


Svo fann ég á netinu móðurborðsbakka sem hentar vel í þetta project og ég teiknaði hann upp. LINKY
Móðurborðsbakkinn1.JPG
móðurborðsbakki
Móðurborðsbakkinn1.JPG (20.57 KiB) Skoðað 3563 sinnum


svo er hérna gömul grunnmynd sem ég var búinn að byrja aðeins á en fattaði að ég vildi hafa stangir sem grunn og svo eitthvað til að hlífa því
Gömulgrunnmynd1.JPG
Gömul grunnmynd
Gömulgrunnmynd1.JPG (59.9 KiB) Skoðað 3563 sinnum


utaná stangirnar ætlaði ég svo að setja kannski 1mm-3mm þykka stál eða járnplötu, láta hana fara kannski 2 mm uppfyrir kanntin að ofan og setja svo 2mm plexigler ofaná allt svo það hægt sé að sjá ofaní.
nokkrar pælingar eru hvort ég ætti að hafa 2cm*2cm holrúms álstangir eða 2,5cm*2,5cm holrúms álstangir sagaðar niður og skrúfaðar saman eða kaupa vinkla og setja það til að halda saman eða ætti ég að nota einhvern annan málm fyrir grunninn?
og hvað ætti ég að setja utaná allt? riflað járn? og er 2mm þykkt plexigler nóg of þykkt. hljóðeinangar það eitthvað vifturnar sem munu koma ofaní?
ætti ég að stytta borðið mikið svo það komist bara 2x 24" skjáir og hátalar á borðið.
ætlaði svo að setja aftaná stöng upp sem skjárinn mun festast á. skjárinn/skjáirnir munu ekki snerta borðið heldur vera á einhverskonar veggfestingu sem mun vera föst við borðið.

Veriði dugleg/ir að commenta og koma með hugmyndir. ætla að hafa þetta borð eins clean og hægt er svo það kemur engir svaka drekaeldar eða álíka á þetta. allveg nóg of flókið og dýrt fyrir. ;)
þegar teikningin er tilbúin getur velverið að ég dreifi henni á netið og þá gætuð þið bætt við eða breytt. eða bara mælt allt út og gert allveg eins. ;)
ps endilega látið mig vita ef þið sjáið villur eða stórgalla við projectið. ;)

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Fim 03. Mar 2011 16:07
af Frantic
Ég sá þetta líka á youtube um daginn og var strax byrjaður að plana svona project. Þetta er geðveik hugmynd.
Ég hef bara ekki peninginn í að framkvæma þetta.
En hafðu plexigler og feldu snúrunar betur en gaurinn í myndbandinu.
Þá verður þetta geðveikt. :happy

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Fim 03. Mar 2011 16:12
af dori
Hafðu tinted borðplötu. Og ekki vera að gera í því að vera með ljós ofaní borðinu. Þannig verður þetta svona stemmning þannig að þú sérð allt. En þú verður síður þreyttur á að vera alltaf að horfa ofan í það mess sem þetta mun klárlega þróast útí.

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Fim 03. Mar 2011 16:28
af Gunnar
dori skrifaði:Hafðu tinted borðplötu. Og ekki vera að gera í því að vera með ljós ofaní borðinu. Þannig verður þetta svona stemmning þannig að þú sérð allt. En þú verður síður þreyttur á að vera alltaf að horfa ofan í það mess sem þetta mun klárlega þróast útí.

ja en kostar það ekki hönd? eða kaupi ég bara filmu eins og er í bílnum og skelli þannig á plexíið?
annars hafði ég í hug að skella 2x 40cm löngum túpum sitthvorumegin undir ramman vinstra og hægramegin.
og já ætla að hafa mikið betra cable manangement.

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Fim 03. Mar 2011 16:40
af dori
Gunnar skrifaði:
dori skrifaði:Hafðu tinted borðplötu. Og ekki vera að gera í því að vera með ljós ofaní borðinu. Þannig verður þetta svona stemmning þannig að þú sérð allt. En þú verður síður þreyttur á að vera alltaf að horfa ofan í það mess sem þetta mun klárlega þróast útí.

ja en kostar það ekki hönd? eða kaupi ég bara filmu eins og er í bílnum og skelli þannig á plexíið?
annars hafði ég í hug að skella 2x 40cm löngum túpum sitthvorumegin undir ramman vinstra og hægramegin.
og já ætla að hafa mikið betra cable manangement.

Ég veit ekki, ég er ekki að plana svona verkefni :-({|=

En já, þetta er spurning um smekk fólks, ég er alveg búinn að fá ógeð af miklum ljósum.

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Fim 03. Mar 2011 20:06
af nerd0bot
Gangi þér vel með þetta.

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Fös 04. Mar 2011 00:07
af andribolla
er ekki málið að fara bara í 10mm Gler plötu
ódýrari en plexy, svegist ekki eins mikið þegar hún er orðin svona stór og rispast ekki eins mikið

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Fös 04. Mar 2011 00:15
af sveik
http://www.xtremesystems.org/forums/sho ... p?t=256952

Hér geturu séð alvöru borð project! Líklega eitt það mest töff sem ég hef séð. Reyndar er maðurinn líklega pro en það er önnur saga.
Geturu alveg örugglega fengið einhverjar hugmyndir þaðan.

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Fös 04. Mar 2011 00:18
af rapport
Ég mundi hafa ljós í borðinu, plexý á annarri hliðinni og ál á hinni... hafa borðið svo á snúningshjörum og snúa plötunni við til að sýna innihaldið plexýmegin (hafa jafnvel skjáinn innbygggðann og USB plöggin oþh. í hliðunum sem hreyfast ekki við snúninginn og hafa jarirnar tómar að innan = kaplarnir komast út...

er ég eitthvað að ná að segja almennilega frá hugmyndinni?

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Fös 04. Mar 2011 01:02
af kubbur
myndi frekar nota "harðari" efni, þar að segja, gler í staðin fyrir plexi og stál í staðin fyrir ál, ég hef unnið mikið með ál og þetta er málmur sem rispast mjög auðveldlega vegna þess hve mjúkur hann er

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Fös 04. Mar 2011 01:07
af Klaufi
6-10mm reyklitað gler. Pottó.

http://scc.jezmckean.com/remote
Hérna geturðu fundið alla mögulega tölvuhluti í sketchup formi þannig að þú getur raðað í borðið, móðurborð, minni, harðir diskar, aflgjafar, vatnskassar hvað sem er!

Lýst vel á þetta!

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Mán 07. Mar 2011 18:07
af Gunnar
kubbur skrifaði:myndi frekar nota "harðari" efni, þar að segja, gler í staðin fyrir plexi og stál í staðin fyrir ál, ég hef unnið mikið með ál og þetta er málmur sem rispast mjög auðveldlega vegna þess hve mjúkur hann er

Ég var búinn að pæla í að nota sterkari málm en þá verður borðið svo helviti þungt er það ekki? ef ég fer úr ál í stál hvað heldurðu að borðið muni vigta?
enda líklega á að nota reyklitað gler svo það sjáist i gegn ef það er ljós en svo sést ekki þegar það er slökkt.

@rapport ég held að það sé aðeins of flókið, ég vill hafa þetta bara clean.

@sveik takk fyrir linkinn

@klaufi þessi linkur er SNILLD mun koma til með að nota hann mjög mikið takk.

og ef þið fáið fleiri hugmyndir eða rekist á flotta linka endilega deilið þeim. :)
held svo áfram að dæla inn myndum

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Mán 07. Mar 2011 18:27
af Black
hmm það verður gaman að fylgjast með þessu :japsmile

hverning verður að fara með þetta á lan :lol:

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Mán 07. Mar 2011 18:29
af Klaufi
Black skrifaði:hmm það verður gaman að fylgjast með þessu :japsmile

hverning verður að fara með þetta á lan :lol:


Easy case, kaupa sendibíl, ekekrt ves, planta bara borðinu og hafa stólin með :lol:

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Mán 07. Mar 2011 18:39
af Gunnar
Black skrifaði:hmm það verður gaman að fylgjast með þessu :japsmile

hverning verður að fara með þetta á lan :lol:

það er nefnilega ástæðan fyrir að ég vill hafa grindina úr áli og svo eitthvað utaná það til að hlífa álinu. en er annars búinn að stytta borðið niður í 1,3m úr 1,8m. svo ætlaði ég að hafa skrúfanlegar lappir og á eftir að plana hvernig skjáirnir munu festast á bakhliðina.

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Mið 09. Mar 2011 04:03
af DJOli
ég veit að þetta eru ekki miklar hugmyndir hjá mér, en ég myndi taka coverin af hörðu diskinum (ef þú værir t.d. með venjulega, ekki ssd) og taka utan af geisladrifunum til að sýna smá fancýheit á þessu...

svo væri náttúrulega heitt að hafa hörðu diskana í svona föstum tenglum (eins og plötu eða einhvurnveginn þannig löguðu, svo hægt væri að ýta á takka, þá kæmi harði diskurinn upp úr borðinu (MJÖG þægilegt ef um t.d. dauðan harðan disk er að ræða).

svo væri náttúrulega að hafa led ljósin í borðinu/kassanum tengd til að pikka upp db, og blikka þá í takt við tónlist, fáir myndu eflaust neita svoleiðis kassa :sleezyjoe

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Mið 09. Mar 2011 20:17
af Klaufi
Gunnar skrifaði:
Black skrifaði:hmm það verður gaman að fylgjast með þessu :japsmile

hverning verður að fara með þetta á lan :lol:

það er nefnilega ástæðan fyrir að ég vill hafa grindina úr áli og svo eitthvað utaná það til að hlífa álinu. en er annars búinn að stytta borðið niður í 1,3m úr 1,8m. svo ætlaði ég að hafa skrúfanlegar lappir og á eftir að plana hvernig skjáirnir munu festast á bakhliðina.


Hlífa álinu fyrir hverju?? :?

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Mið 09. Mar 2011 21:28
af Gunnar
DJOli skrifaði:ég veit að þetta eru ekki miklar hugmyndir hjá mér, en ég myndi taka coverin af hörðu diskinum (ef þú værir t.d. með venjulega, ekki ssd) og taka utan af geisladrifunum til að sýna smá fancýheit á þessu...

svo væri náttúrulega heitt að hafa hörðu diskana í svona föstum tenglum (eins og plötu eða einhvurnveginn þannig löguðu, svo hægt væri að ýta á takka, þá kæmi harði diskurinn upp úr borðinu (MJÖG þægilegt ef um t.d. dauðan harðan disk er að ræða).

svo væri náttúrulega að hafa led ljósin í borðinu/kassanum tengd til að pikka upp db, og blikka þá í takt við tónlist, fáir myndu eflaust neita svoleiðis kassa :sleezyjoe

var búinn að hugsa þetta með hörðudiskann en gleymdi því útaf það voru svo mikið af hugmyndu að skjótast inn og út. en þetta er annars frábær hugmynd. og eins og þú bendir á þægilegt ef að einn diskur myndi hrynja.
var að enda við að búa til plötu með merkingum fyrir göt sem myndi halda 5x hörðum diskum og myndi hafa 2 þannig svo 10 hdd's.

@klaufi til að hlífa ál-stöngunum sem munu halda borðinu saman. ss. allar stangirnar.

búinn að vera að vinna svolítið í þessu og kem með myndir á næstunni.

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Fim 10. Mar 2011 13:05
af dodzy
ég mundi nota dragbönd til að snúrurnar verði ekki í jafn mikilli óreiðu og hjá honum :happy :beer

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Fim 10. Mar 2011 13:31
af Gunnar
dodzy skrifaði:ég mundi nota dragbönd til að snúrurnar verði ekki í jafn mikilli óreiðu og hjá honum :happy :beer

ja ætla að nota eitthvað aðeins hentugra svo ég þurfi ekki alltaf að vera að klippa dragböndin ef ég breyti. en byrja líklega á dragböndum.
enda í einhverju svona: http://www.performance-pcs.com/catalog/ ... s_id=26021
eða http://www.performance-pcs.com/catalog/ ... ts_id=3926
reyna að hafa vírana eins snyrtilega og hægt er.

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Fim 10. Mar 2011 17:52
af andribolla
Svo eru líka til svona dragbönd sem eru úr frönskum rennilás :p

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Fim 10. Mar 2011 18:37
af Gunnar
Miklar pælingar eru hvort ég eigi að skipta úr ál grind í stál grind. Borðið verður sterkara og ekki jafn auðvelt að rispa grindina EN borðið verður margfalt þyngra. eða hvað?
og þá mun ég nota 2cm*2cm en ekki 2,5cm*2,5cm þar sem álið er mýkra.

ps kannski noti maður bara dragbönd inní borðinu en þar sem allt tengist notist ég við http://www.performance-pcs.com/catalog/ ... s_id=26021

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Lau 12. Mar 2011 23:54
af Gunnar
Jæja búinn að breyta mikið og uppfæra smá en það eru mikið af pælingum í gangi.
stytti borðið úr 1,8m í 1,3m. og er að nota 25mm*25mm álstangir sem viðmið.
nokkrar myndir af heildinni.
Borðið.JPG
Borðið.JPG (83.67 KiB) Skoðað 1905 sinnum


Borðið2.JPG
Borðið2.JPG (204.55 KiB) Skoðað 1890 sinnum


Borðið3.JPG
Borðið3.JPG (211.23 KiB) Skoðað 1890 sinnum


Borðið4.JPG
Borðið4.JPG (82.81 KiB) Skoðað 1904 sinnum


svo dundaði ég mér við að búa til móðurborðsgrind. á eftir að klára hana.
Móðurborðsplatan.JPG
Móðurborðsplatan.JPG (135.67 KiB) Skoðað 1890 sinnum


svo koma aflgjafirnar hlið við hlið á hlið :lol: . þar að segja ef ég fæ mér 2 aflgjafa. en ætla allarveganna að gera borðið ready fyrir 2 aflgjafa.PS
PS. ef þið sjáið eitthvað í tækninni sem er að breytast. Ss. önnur móðurborðastærð (stærra/öðruísi en ATX) þá megið þið endilega láta mig vita. Þá get ég kannski gert borðið ready fyrir það. :)
Aflgjafaplatan.JPG
Aflgjafaplatan.JPG (173.3 KiB) Skoðað 1904 sinnum


Svo þarf að vera eitthvað loftflæði inní borðið svo ég henti inn 4x120mm viftum í hliðina og bjó til smá loftgöng. á endanum gæti ég þá sett 2x 80mm ryksíur. og jafnvel 2x 80mm viftur.
Viftugöng.JPG
Viftugöng.JPG (113.04 KiB) Skoðað 1906 sinnum


eitthvað af aukahlutum
auka.JPG
auka.JPG (143.15 KiB) Skoðað 1889 sinnum


Svo í endann var ég búinn að gera tvö harðadiska-standa. Annaðhvort á móti hvort öðrum og þá myndu SATA + powertengin koma á milli diskanna(bláu strikin). Eða hlið við hlið og þá myndi allt klabbið koma að aftan(bláu strikin) eða í svona box eins og sést á efstu myndunum. 2 þannig box og hvert box myndi vera hot swappable fyrir 4-5 harða diska.
hörðudiskastandar.JPG
hörðudiskastandar.JPG (64.43 KiB) Skoðað 1905 sinnum

en og aftur látið hugmyndirnar fljóta inn :)
ps var að flýta mér aðeins. svo ef þið langar að fá betri útskýringu biddu um það og ég skrifa betri útskýringu seinna þegar ég hef þolinmæði til.

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Sun 13. Mar 2011 00:44
af Klaufi
Varðandi cable management:
Keypti snilldar kit á frozencpu.com sem inniheldur allt sem þú þarft..

Klemmur sem krækir saman búnt, tappar sem límast á botninn og dragbönd koma í gegnum, dragbönd og allur andskotinn, finn ekki linkinn eins og er -.-

Edit
Fann þetta í sleeve kitti, sama drasl og er þarna á myndinni
http://www.frozencpu.com/products/8964/ ... &mv_pc=154

Re: [project] Tölvuborðið.

Sent: Sun 13. Mar 2011 01:19
af Gunnar
þetta er snilld þá get ég dundað mér við að fá alla víra í rétta lengdir, lengt og stytt víra með lóðbolta og svo sleave-að svo það sjáist ekki. ;)
en er samt ekki kominn á þetta stig í projectinu svo. það bíður aðeins.
Svo er annað project í gangi reyndar ekki tengt tölvu en það hefur allann forgang yfir öllum peningareyðslu projectum. Þangað til mun ég halda áfram í teikningunni og vona að hitt projectið fari að klárast þegar maður klárar teikninguna.