Síða 1 af 1

[CASE-MOD Keppnin] - Túpuskjárinn - 2. Sætið

Sent: Lau 26. Feb 2011 21:11
af zdndz
jæja, þarf ekki að gera einhvern svona þráð um hvernig þetta var gert allt saman :)
Ég og vinur minn "smíðuðum" tölvu inní túpuskjá sem við höfðum hreinsað inn úr og hampaði það mod í 2. sæti í kepninni. Við skiluðum inn þessum 4 myndum inní keppnina:





Mynd

Mynd

Mynd

Mynd




Hugmyndin kom eiginlega þannig að ég sá þráðinn um að halda ætti mod-keppni en ég vildi ekki fara eyða morðfjár í það, svo næsta sólarhringinn leit ég í kringum mig og reyndi að finna einhvern kúúl hlut sem ég gæti troðið tölvu inní og tók þá eftir gömlu túpunni heima hjá okkur og fannst að allavega mætti prófa að setja tölvu þar inn. Ég fékk vin minn í lið með mér og hélt ferð okkar í góða hirðinn þar sem við versluðum okkur cirka 18" túpu frá 1998 á 300 kr. Túpan reyndist hins vegar vera ÞVÍLÍKT lóð og varð maður kófsveittur að bera hann að búðarkassanum. Þegar túpan var komin inní skottið á bílnum get ég svarið það, að við fundum fyrir því að bíllinn hallaði aftur á bak! En nóg um það, hér er sem sagt túpan komin ásamt eld gamalli tölvu (kringum 7-10 ára) en við skiptum út harða disknum og settum annan aðeins minna gamlan í staðinn (120gb).




Mynd

Mynd



Þá varð það bara að rífa túpuna í sundur. Við vorum algjörlega að henda okkur út í djúpulaugina þar sem við vissum varla hvað leyndist þarna inn fyrir. Ég verð að segja að það sem var þarna inni var hreint og beint subbulegt! það hafði safnast saman þarna ryk í 13 ár án þess að vera rykhreinsað. Við gerðum okkur þær vonir um að ná glerina í túpuskjánum en náðum því ekki eins og þið getið séð hér aðeins neðar. Ég læt hér nokkrar myndir fylgja með "túpuhreinsuninni" :lol:


Mynd

Mynd

Mynd



Hér duga engin vetlingatök!

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Hér reyndum við að ná glerinu en án árangurs.
Mynd

Hér sjáiði hversu ógeðslegt þetta var.
Mynd

Svo við brugðum á það ráð að rykhreinsa :twisted:
Mynd

Okkur langaði að sjá inní sjálfa túpuna og brutum bara dótið á endanum af
Mynd

Og hér séns ógreinilega inní lampann
Mynd

Mynd

Mynd

Hér var "turn on" takkinn á túpunni en við framlengdum einmitt start takkann á tölvunni þangað
Mynd

allar leiðir voru notaðar til að komast að skrúfunum
Mynd

og vann hamarinn þá viðureign :evillaugh
Mynd

Mynd

enn ein myndin sem sýnir hversu vibbalegt þetta var orðið
Mynd

nammi namm!, síðan skrúbbuðum við túpuna eftir þetta.
Mynd





Síðan var að taka tölvuna úr kassanum og festa hana á grindina sem við vorum með:


Mynd

og byrjað að máta "nýju" grindina
Mynd

og var þetta kirfilega bint svo ekkert hreyfðist
Mynd

og varð maður aðeins að máta :megasmile
Mynd

var móðurborðið á grindinni sett á hlið á aðra grind og festum við þessar grindur saman
Mynd

Mynd

Aflgjafinn festur
Mynd

Enn og aftur stóðst maður ekki að máta aðeins meir :sleezyjoe
Mynd

Mynd



Jæja þá var að setja gler á þetta og var það límt með tonnataki og varð pikkfast
Mynd

Mynd

Settum við bækur ofan á til að fá þrýsting meðan límið harðnaði
Mynd

start-takinn sem við lengdum síðan
Mynd

festum járn stykki fyrir harða diska og kemst þá 3 harðir diskar
Mynd

Mynd

harði diskurinn tengdur
Mynd

lentum við í veseni að instala ubuntu í gegnum usb kubb og tengdum því tryllitækið við annan turn
Mynd

skárum göt til að koma snúrunum út fyrir usb-ið
Mynd

skjásnúran tengd og einnig sést í power snúruna úr afljafanum en báðar snúrurnar fara út að aftan
Mynd

næst var að festa viftuna inní
Mynd




Við lentum síðan í furðu-vandamáli og virtist á tíma við vera búnir að eyðileggja vélbúnaðinn en var það þannig að við kveiktum á tölvunni og ef komið var við kassann, sem er úr plasti eða eitthvað af járnplötunum þá slökkti tölvan bara á sér og hafði bara afl til að kveikja á sér í örfáar sekúndur. Við jarðtengdum okkur og prófuðum aftur en sama gerðist bara, við prófuðum að taka aflgjafann úr og starta vélinni og virkaði það, því einangruðum við aflgjafann alveg frá járnbotninum og festum hann síðan kyrfilega á einangrunarlímbandið.
Mynd

Hér eru usb-dótið komið þar sem snúrurnar koma í gegnum götin.
Mynd

viftan að láta ljós sitt skína
Mynd

Við lengdum start-takann með að klippa vírana og taka aðra víra og vefja þá saman og svo líma og gekk það þrusuvel, var takinn síðan límdur með tonnataki á botnininn beint fyrir framan start-takkann á skjánum og þurftum við nokkrar tilraunir til að stilla hann rétt af en það hafðist í lokin
Mynd



Þá er vélin bara ready í slaginn \:D/

Mynd

Mynd

Mynd


Eins og með allt annað svona þá vissum við varla hvernig þetta myndi koma út og þurftum við að breyta um plan eftir því sem hentaði og lentum við í ógrynni litlra vandamála. Ég myndi giska að þetta hafi tekið svona um 20-25 klst. allt í allt.

Við þökkum fyrir okkur =D>

Re: [CASE-MOD Keppnin] - Túpuskjárinn - 2. Sætið

Sent: Lau 26. Feb 2011 21:22
af Gunnar
flott mod :)

Re: [CASE-MOD Keppnin] - Túpuskjárinn - 2. Sætið

Sent: Lau 26. Feb 2011 21:25
af biturk
þetta er flott hjá ykkur en það angrar mig rosalega að usb stykkið er á ská miðað við ristina :lol:


ég hafði einmitt í huga að stinga tölvu inn í ákveðinn hlut.........reindar talsvert minni hlut.......með ofu kælingu :beer

Re: [CASE-MOD Keppnin] - Túpuskjárinn - 2. Sætið

Sent: Lau 26. Feb 2011 21:45
af Daz
iMac með external skjá :crazy

Sniðugt mod, ekki beint eitthvað sem ég myndi kalla flott, en það er sniðugt og vel útfært!

biturk skrifaði:þetta er flott hjá ykkur en það angrar mig rosalega að usb stykkið er á ská miðað við ristina :lol:


ég hafði einmitt í huga að stinga tölvu inn í ákveðinn hlut.........reindar talsvert minni hlut.......með ofu kælingu :beer


Múffu?

Re: [CASE-MOD Keppnin] - Túpuskjárinn - 2. Sætið

Sent: Lau 26. Feb 2011 21:47
af biturk
Daz skrifaði:iMac með external skjá :crazy

Sniðugt mod, ekki beint eitthvað sem ég myndi kalla flott, en það er sniðugt og vel útfært!

biturk skrifaði:þetta er flott hjá ykkur en það angrar mig rosalega að usb stykkið er á ská miðað við ristina :lol:


ég hafði einmitt í huga að stinga tölvu inn í ákveðinn hlut.........reindar talsvert minni hlut.......með ofu kælingu :beer


Múffu?

#-o :?:

Re: [CASE-MOD Keppnin] - Túpuskjárinn - 2. Sætið

Sent: Lau 26. Feb 2011 21:48
af zdndz
biturk skrifaði:þetta er flott hjá ykkur en það angrar mig rosalega að usb stykkið er á ská miðað við ristina :lol:


ég hafði einmitt í huga að stinga tölvu inn í ákveðinn hlut.........reindar talsvert minni hlut.......með ofu kælingu :beer


haha, var ekki búinn að taka eftir þvi

Re: [CASE-MOD Keppnin] - Túpuskjárinn - 2. Sætið

Sent: Lau 26. Feb 2011 21:52
af Páll
Áttir að setja skjá þarsem glerið er þá er þetta eins og bara skjár+tölva samanlagt skiluru?

Re: [CASE-MOD Keppnin] - Túpuskjárinn - 2. Sætið

Sent: Lau 26. Feb 2011 21:54
af zdndz
Páll skrifaði:Áttir að setja skjá þarsem glerið er þá er þetta eins og bara skjár+tölva samanlagt skiluru?


mhm, það var ein af mörgum hugmyndum af útfærslum sem við höfðum, en að ná að fá að skjá sem fyllir alveg upp er erfitt, eða þá að ná að fylla uppí þannig það verði ekki ljótt, og svo þarf skjárinn líka að vera þannig að auðvelt sé að tengja hann

Re: [CASE-MOD Keppnin] - Túpuskjárinn - 2. Sætið

Sent: Lau 26. Feb 2011 21:56
af biturk
Páll skrifaði:Áttir að setja skjá þarsem glerið er þá er þetta eins og bara skjár+tölva samanlagt skiluru?



hefði verið ógeðslega svalt að taka flatskjá úr sinni eiginlegu umgjörð og fella þarna inn í en það hefði kostað dálítið mikið af vinnu ef vel hefði átt að vera, ég lét mér detta það einmitt í hug en ákvað að hverfa frá

nema mín hugmynd var að taka skjáinn minn og setja inn í tölvukassan :beer

Re: [CASE-MOD Keppnin] - Túpuskjárinn - 2. Sætið

Sent: Sun 20. Mar 2011 18:13
af zdndz
Hendi þessum þræði upp ef ske kynni að einhverjir fleiri hefðu áhuga að sjá þetta

Re: [CASE-MOD Keppnin] - Túpuskjárinn - 2. Sætið

Sent: Sun 20. Mar 2011 19:08
af k0fuz
skemmtileg lesning =D>

Re: [CASE-MOD Keppnin] - Túpuskjárinn - 2. Sætið

Sent: Sun 20. Mar 2011 19:58
af hauksinick
biturk skrifaði:
Páll skrifaði:Áttir að setja skjá þarsem glerið er þá er þetta eins og bara skjár+tölva samanlagt skiluru?



hefði verið ógeðslega svalt að taka flatskjá úr sinni eiginlegu umgjörð og fella þarna inn í en það hefði kostað dálítið mikið af vinnu ef vel hefði átt að vera, ég lét mér detta það einmitt í hug en ákvað að hverfa frá

nema mín hugmynd var að taka skjáinn minn og setja inn í tölvukassan :beer

Ég ætlaði að taka bjórkút og henda tölvu inní hann en hafði aldrei nægilegan tíma til :-"

Re: [CASE-MOD Keppnin] - Túpuskjárinn - 2. Sætið

Sent: Sun 20. Mar 2011 22:44
af lukkuláki
Gaman að sjá þetta.
Til hamingju