Síða 1 af 1

Að mála tölvukassa

Sent: Mán 21. Feb 2011 11:28
af DK404
Hallo eftir erfiðan dag náði ég loks að taka kassan í sundur til þess að gera málað hann, spurning er hvernig geri ég það þarf að ég nota eithver sérstak og þarf ég að undirbúa kassan eithvað mikkið bettur ?

og til þess að málingin myndi ekki fara af þarf maður ekki að lakka eða ?

reyndi að googla þetta en ekkert hjálpaði mér mikkið.

Re: Að mála tölvukassa

Sent: Mán 21. Feb 2011 11:30
af Akumo
Ef það hjálpaði ekki að googla þá áttu ekki að vera mála kassa.. ertu 14?

Re: Að mála tölvukassa

Sent: Mán 21. Feb 2011 11:39
af DK404
nei 15, nei sko spurningin er sko er eithver sérstök máling eða ? ná bara fara í húsasmiðju og kaupa ? og ég las eithver staðar að maður átti að nota eithvað lakk til þess að málinginn myndi haldast bettur en það voru comment að það væri ekki gott að hafa þetta og sumir sögðu að þetta væri gott þannig ég er ekki allveg viss.

Re: Að mála tölvukassa

Sent: Mán 21. Feb 2011 11:43
af GullMoli
Kaupir bara málningu í spreyformi. Getur fengið þannig í húsasmiðjunni, n1 stórversluninni, Poulsen skeifunni og eflaust fleiri stöðum.

Gætir byrjað á því að spreyja grunn 1-2 umferðir, eflaust óþarfi þó. Aðalega bara liturinn 2-3 umferðir og svo glæru yfir ef þú vilt 2-3 umferðir.

Þarft að hafa vel loftræst svæði til þess að gera þetta. Mig minnir samt endilega að einhverjir hafi útbúið hálfgert tutorial hérna á vaktinni um hvernig ætti að gera þetta.

Re: Að mála tölvukassa

Sent: Mán 21. Feb 2011 11:52
af fannar82
Það er líka til Lakk sem er með grunni, sem þarf þá ekki að grunna fyrir minnir að Wurth hafi verið með svoleiðis

Re: Að mála tölvukassa

Sent: Mán 21. Feb 2011 11:55
af oskar9
ég málaði minn Thermaltake armor svartan að innan, skrúfaði hann í sundur og boraði öll hnoð úr, keypti matt svart lakk niðrí N1 og gluðaði á þetta þremur léttum umferðum yfir hann, leifði að þorna vel á milli, bara muna að halda brúsanum vel á hreifingu í sirka 15-20cm fjarlægð, alltaf byrja að úða útaf fletinum og færa síðan úðan yfir hlutin ekki miða brúsanum á hlutin og byrja að sprauta, þá færðu tauma sem renna útum allt

Re: Að mála tölvukassa

Sent: Mán 21. Feb 2011 12:02
af Kobbmeister
Ég málaði minn með því að kaupa gránn ACE grunn í BYKO svo 2 brúsa af möttu svörtu af ACE málningu í BYKO.

Re: Að mála tölvukassa

Sent: Mán 21. Feb 2011 14:40
af AndriKarl
Kobbmeister skrifaði:Ég málaði minn með því að kaupa gránn ACE grunn í BYKO svo 2 brúsa af möttu svörtu af ACE málningu í BYKO.

Hvað fórstu eiginlega margar umferðir? það var nóg einn hjá okkur fyrir einhverjar 3 umferðir..

Re: Að mála tölvukassa

Sent: Mán 21. Feb 2011 14:54
af Kobbmeister
Addikall skrifaði:
Kobbmeister skrifaði:Ég málaði minn með því að kaupa gránn ACE grunn í BYKO svo 2 brúsa af möttu svörtu af ACE málningu í BYKO.

Hvað fórstu eiginlega margar umferðir? það var nóg einn hjá okkur fyrir einhverjar 3 umferðir..

Ég fór tvær minnir mig, var varla neitt eftir af seinni brúsanum.

Re: Að mála tölvukassa

Sent: Mán 21. Feb 2011 15:39
af Frost
Kobbmeister skrifaði:
Addikall skrifaði:
Kobbmeister skrifaði:Ég málaði minn með því að kaupa gránn ACE grunn í BYKO svo 2 brúsa af möttu svörtu af ACE málningu í BYKO.

Hvað fórstu eiginlega margar umferðir? það var nóg einn hjá okkur fyrir einhverjar 3 umferðir..

Ég fór tvær minnir mig, var varla neitt eftir af seinni brúsanum.


Hvað spreyjaðirðu mikið? Einn spreybrúsi á að vera meira en nóg.

Re: Að mála tölvukassa

Sent: Mán 21. Feb 2011 15:53
af Kobbmeister
Frost skrifaði:
Kobbmeister skrifaði:
Addikall skrifaði:
Kobbmeister skrifaði:Ég málaði minn með því að kaupa gránn ACE grunn í BYKO svo 2 brúsa af möttu svörtu af ACE málningu í BYKO.

Hvað fórstu eiginlega margar umferðir? það var nóg einn hjá okkur fyrir einhverjar 3 umferðir..

Ég fór tvær minnir mig, var varla neitt eftir af seinni brúsanum.


Hvað spreyjaðirðu mikið? Einn spreybrúsi á að vera meira en nóg.

Fer eftir stærðinni á kassanum og hvað er mikið í honum til að spreyja.
td ég þurfti að spreyja 2 HDD búr og 2 HDD festingar og svo er millihæð í kassanum sem ég spreyjaði undir og ofan á og svo meira vesen

Re: Að mála tölvukassa

Sent: Mán 21. Feb 2011 16:13
af biturk
taka kassann alveg í sundur, bora öll hnoð ss og þarft svo að sjálfsögðu að eiga hnoðbyssu og hnoð til að setja saman aftur

pússa létt yfir ef það er málning á til að ná glærunni af, óþarfi ef það er ber málmur

grunna með venjulegum málm grunni, nægir einn brúsi

mála með litnum sem þig langar að hafa á, á minn kassa fóru 2 brúsar og það rétt nægði, en það fer bara algerlega eftir hvað hann er stór, hversu margar umferðir og hvað er mikið í honum, ég tók minn innan og utan og allar festingar og allt, það er mod þ´ráður frá mér hjérna sem þú getur skoðað ef þú vilt
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=30823


ef þú spreyjar plas þá verðuru að pússa það upp og grunna með plastgrunni, annars flagnar það af innan árs og verður ljótt, má líka ekkert snerta það til að hún fari af málningin

Re: Að mála tölvukassa

Sent: Mán 21. Feb 2011 16:34
af ZoRzEr
viewtopic.php?f=1&t=28500&hilit=+worklog

Ágætis tutorial á síðu 4.