Síða 1 af 7

[CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í boði Tölvutækni!

Sent: Mán 24. Jan 2011 23:53
af Klaufi
Jæja þá er komið að því.

Kassa-breytinga keppni Vaktarinnar - Í boði Tölvutækni.

MyndMynd

Þetta er keppni sem snýst um það að taka tölvukassa og breyta honum eins og hugmyndaflugið leyfir.


Reglur:

1. Menn byrja með hvað sem er, hvort sem það er tölvukassi eða blikkplata.
2. Menn hafa tvær vikur, 1. Feb má byrja og Mánudaginn 14.Feb þarf að klára og setja inn myndir.
3. Budget er alveg frjálst.
4. Valdir verða 5-7 dómarar hér af Vaktinni, og einnig verður haldin skoðanakönnun, þar sem það koma myndir af hverjum kassa, nafnlaust og dæmt verður út frá því.
Mat dómara og skoðanakönnun gildir 50/50.

Dómarar:
Glazier
Snuddi
emmi
Fletch
Klemmi
GuðjónR

Dæmt verður út frá:


* Útliti.
* Kælingu.
* Hugmyndaflæði.
* Vinnubrögð og frágangur.
* Notagildi.

Flokkar:

Það verður keppt um tvö verðlauna sæti, en þriðja verðlaunasætinu verður bætt við ef 12 þáttakendur nást.
Einnig verða veitt "skammarverðlaun".


Verðlaun í boði Tölvutækni:

Fyrsta sæti:Razer DeathAdder mús og 10.000kr. Inneign í verslun Tölvutækni.
High eða low Five að eigin vali frá daanielin.
Annað sæti: Logitech MX518 mús og 5.000kr. Inneign í verslun Tölvutækni.
Þriðja sæti: 5.000kr. Inneign í verslun Tölvutækni.

Gott að taka fram að menn geta skipt músunum og notað þetta upp í hvað sem er.

Einnig verða veittir titlar hér á Vaktinni fyrir sigurvegarana og einnig skammarverðlaun, hvort sem þeim líkar það eður ei.

Vonandi bætast við verðlaun en viðræður eru í gangi við aðra aðila.

Skráðir keppendur:

Biturk
Hauksinick
Klaufi
Black
Rapport/Gunnar/Vesley
Aravil
Sallarólegur
Kobbmeister
Dazy Crazy
Siko
Zdndz + Tveir
Addifreysi

Opið er fyrir skráningu hér: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=35294

ATH. Engar myndir mega koma inn á spjallið fyrr en dómarar setja þær inn, ekkert af miðju verki heldur.

Keppendur senda svo 4 myndir í 800x600 á vaktin@vaktin.is þaðan verður þeim svo dreift á dómarana og þeir sjá um restina.

Ég stal samantekt frá Einza hér á spjallinu úr Mod hjálparþræðinum:
Plexigler:
Rafmagnsíhlutir:
Vatnskælingar:
Aðrir mod hlutir:
Þjónusta
    Laserskurður
    Teknís er með Plasma--Þeir eru í Hafnarfirði
    Martak er líka með Waterjet --- Þeir eru í Grindarvík
Leiðbeiningar:


Einnig vil ég benda á að það fást flottar viftur, viftustýringar og margt fleira hjá Tölvutækni í Hamraborginni.

Að lokum vill ég hvetja sem flesta til að skrá sig, því þetta getur verið mjög gaman.
Ég get útvegað einhverjum kassa ef þeim vantar, þetta þarf ekki að kosta neitt annað en stóran slaghamar og smá skort af skynsemi.

Reynum að halda bullinu sem minnstu í þessum þræði, umræður fara fram hér: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=35193

Tek á móti ábendingum á mod@muminalfarnir.org og einnig í gegnum pm hér á Vaktinni.

Happy modding!
:beer


Úrslit ráðin:

GuðjónR skrifaði:Það er mér sönn ánægja að kynna úrlsit í CASE-MOD meistarakeppni ársins 2011 !!!
Í boði Vakarinnar, Tölvutæknis og Timberland í Kringlunni.

Fyrstu tvö sætin eru vinningssæti.
Sá sem lendir í þriðja sæti fær að töff titil á Vaktinni í "aukaverðlaun".

Sigurverarinn er klaufi með 129 stig
Í öðru sæti er zdndz með 85 stig
Í þriðja sæti er Kobbmeister með 83 stig
Í fjórða sæti eru félagarnir addifreysi og Addikall með 75 stig
Og í fimmta og síðasta sæti er Black með 56 stig

Innilega til hamingju og takk fyrir þáttökuna strákar.


Myndir á síðu 6.

Ég þakka fyrir mig, leiðinlegt að það voru ekki fleiri sem náðu að klára en það gengur bara betur næst!

Bestu kveðjur.
Klaufi

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 00:01
af Plushy
Yay :)

Áfram!

Props til Tölvutækni.

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 00:06
af Gunnar
hlakka til að byrja.

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 00:07
af zedro
BIG LIKE =D>

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 00:12
af Klaufi
Ps. Uppástungur og annað slíkt endilega komið með það í hinn þráðinn eða í pm, ég henti þessu bara upp svo það væri opinberi þráður þar sem mér fannst það orðið tímabært.

Þetta verður bara gaman :santa

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 00:30
af rapport
Mynd

Allir að hengja einn svona upp í vinnunni hjá sér...

Mun uppfæra og bæta við ef fleiri styrktaraðilar bætast í hópinn.

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 00:38
af Black
GET ekki beðið eftir að byrja :D en ég mun samt bíða :megasmile

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 00:47
af GuðjónR
Glæsilegt! :happy

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 01:35
af Viktor
Ef það má ekki byrja fyrr en 1.Feb finnst mér að fólk ætti að koma með mynd af kassanum sínum(ef fólk ætlar að nota tölvukassa og breyta) ásamt dagblaði dagsins til sönnunar :-({|=

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 01:41
af dori
rapport skrifaði:***mynd

Allir að hengja einn svona upp í vinnunni hjá sér...

Mun uppfæra og bæta við ef fleiri styrktaraðilar bætast í hópinn.

Settu inn QR code sem bendir á þennan þráð (til að skanna með barcode reader).

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 01:44
af hauksinick
Sallarólegur skrifaði:Ef það má ekki byrja fyrr en 1.Feb finnst mér að fólk ætti að koma með mynd af kassanum sínum(ef fólk ætlar að nota tölvukassa og breyta) ásamt dagblaði dagsins til sönnunar :-({|=

En fyrir þá sem ætla að byggja frá grunni?

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 01:56
af Klaufi
Sallarólegur skrifaði:Ef það má ekki byrja fyrr en 1.Feb finnst mér að fólk ætti að koma með mynd af kassanum sínum(ef fólk ætlar að nota tölvukassa og breyta) ásamt dagblaði dagsins til sönnunar :-({|=


Færið þessa umræðu yfir í hinn þráðinn.

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 08:31
af Frost
Þetta er nú meiri snilldin, gaman verður að fylgjast með þessu.

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 08:34
af ZoRzEr
Verður gaman að sjá hvað þeir gera. Props fyrir frumkvæði.

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 09:50
af Nothing
Mér finnst að það ætti að taka video af kassanum allan hringinn þegar hann er tilbuinn svo fólk sjái betur hvernig verkið er unnið.

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 10:41
af gardar
rapport skrifaði:Mynd

Allir að hengja einn svona upp í vinnunni hjá sér...

Mun uppfæra og bæta við ef fleiri styrktaraðilar bætast í hópinn.



Flott þessi rauða leiðréttingarlína undir "mods"

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 11:56
af addifreysi
dori skrifaði:
rapport skrifaði:***mynd

Allir að hengja einn svona upp í vinnunni hjá sér...

Mun uppfæra og bæta við ef fleiri styrktaraðilar bætast í hópinn.

Settu inn QR code sem bendir á þennan þráð (til að skanna með barcode reader).


Mynd

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 17:07
af rapport
[quote="gardar"][quote="rapport"]Mynd

Uppfærður poster...

Allir að prenta út aftur og hengja upp...

Fleiri verðlaun hafa bæst við... (við eigum samt eftir að finna út hvernig við dreifum svo verðlaununum)

Timberland búðin í Kringlunni gefur eitt par af Orginal Yellow Boots að verðmæti 28.990 kr.

Mynd

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 21:54
af rapport
Spennandi breytingar komnar inn...

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 25. Jan 2011 22:21
af Gunnar
úúúú me like!!!

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Þri 01. Feb 2011 23:33
af Klaufi
IT'S ON!
Vill brýna fyrir mönnum að setja engar myndir inn fyrr en eftir að búið er að dæma!


HAPPY MODDING!
:beer

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Mið 02. Feb 2011 00:20
af Daníel
flott hjá ykkur, verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu :happy

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Mið 02. Feb 2011 01:25
af Klaufi
Beinn linkur fyrir þá sem vilja dreifa þessu, eins fyrir styrktaraðila að skoða: http://mod.muminalfarnir.org

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Mið 02. Feb 2011 02:03
af Black
shit hvað mig langar í þessa gönguskó :wtf

Re: [CASE-MOD Keppni Vaktarinnar] - Í Boði Tölvutækni!

Sent: Mið 02. Feb 2011 03:04
af Páll
Black skrifaði:shit hvað mig langar í þessa gönguskó :wtf


þetta eru niggaskór(btw no racist)