Síða 1 af 1

smá ráðleggingar

Sent: Fös 21. Jan 2011 22:28
af gunni91
sælir spjallverjar

ég er frekar nýr í þessu overclocking dæmi en ég er með intel E6600 2,4 ghz duo
málið er að örrinn ætti að fara létt með uppí 3 ghz án þess að breyta neinu öðru en fsb.
ég er búinn að setja hann núna uppí 2,9 ghz og hann er alveg stable. fer í gegnum prime 95 og allt passed þar.
þegar ég set hann í 3 ghz frýs allt ef runna prime 95 svo ég setti hann aftur niður í 2,9 ghz.
örrinn er idle 34° en undir 100% load er hann í kringum 65 - 70° ( veit að það er fokk mikið ) allavega samkvæmt real temp forritinu.
samkvæmt því forriti er TJ max ( þegar örrinn fer í shutdown held ég) 90° svo ég held ég sé alveg safe á meðan ég fer ekki yfir 70 gráðurnar.
orginal er örrinn að keyra 226 mhz x 9 = 2394 mhz
eins og er er ég nuna að runna 322 mhz * 9 = 2900 mhz


svo spurning mín til ykkar er á ég að lækka v-core til að minnka hitann? því þetta er alltof mikill hiti fyrir svona lítið overclock.
er btw með msi p6n platinum sli móðurborð
4 gb 800 mhz minni
zalman koparviftuna góðu ( er hún e-ð léleg?)

Re: smá ráðleggingar

Sent: Fös 21. Jan 2011 22:39
af nonesenze
65-70c er ekkert svakalegt í 100% load á þessum örgjörva, prufaðu að hækka vcore um eitt eða 2 stef upp og skoðaðu hitann þar í 3ghz gæti alveg verið að hann hækki ekki nema um 1-2c

bara alltaf fylgjast með hitanum og nota prime eins og þú virðist vera að gera

zalman copar viftuna, ertu þá að tala um blómið?,hún er bara lala en betri en stock, annars er alveg hægt að fá góðar kælingar á lítinn pening hérna á vaktinni oft

Re: smá ráðleggingar

Sent: Fös 21. Jan 2011 22:45
af gunni91
já skal gera það, en af hverju helduru að tölvan hafi bara alveg frosið? en er ekkert annað sem ég þarf að hækka en v-core.
held ég þurfi ekkert að eiga við timing á ram nema ég farið yfir 400 fsb

annars lítur vitfan min svona út

Mynd

Re: smá ráðleggingar

Sent: Fös 21. Jan 2011 22:47
af nonesenze
ættir ekki að þurfa hækka neitt neima vcore, nema þú sért að fara yfir 3ghz, annars myndi ég prufa að fara í 1.35 vcore bara beint á 3ghz og ath prime95 og coretemp
svaraðu hvernig gengur með þetta

Re: smá ráðleggingar

Sent: Lau 22. Jan 2011 12:42
af gunni91
okei ætla að prufa það, en segjum að örgjörvinn fari að hitna alltof mikið, eins og nuna runnaði ég prime 95 í alla nótt óg fékk max 72° eða 18° frá TJ max, speed fan sýndi max 60° sem er held ég ekkert að marka. fékk samt passed á öll testin.
held að örrinn springi ef ég hækki eitthvað meira, viftan er á milljón, það er alls ekkert heitt inní herberginu, ég er með opinn kassann núna. það virtist hjálpa því þegar ég stressaði örgjörvann neð lokaðann kassa fór hann uppí 80°.
Haldið þið að þetta sé lélegt heatsink? veit að viftan er alveg að gera sitt gagn sem hún á að gera.

Re: smá ráðleggingar

Sent: Lau 22. Jan 2011 13:05
af gunni91
hmmm bios-ið mitt vill ekki leyfa mér að hækka cpu voltage ( er það ekki það sama og core?).
stendur bara 0.000000 V en þegar ég fer í monitor í bios stendur v-core = 1,2999 v
þarf ég að update-a bios?
getur einhver hjálpað mér. finn ekkert á google

Re: smá ráðleggingar

Sent: Sun 23. Jan 2011 13:20
af gunni91
jæja náði að setja v-core í bios uppí 1,35 v og örgjörvann uppí 3 ghz, þegar ég runna prime 95 nuna frýs hún og restartar. enda var örrinn kominn uppí 75°

Re: smá ráðleggingar

Sent: Sun 23. Jan 2011 13:42
af nonesenze
þá er málið að fá sér betri kælingu, þessi sem ég er með í signiture heldur mínum í 30c idle í 3.6ghz 50c+ í load

Re: smá ráðleggingar

Sent: Mán 24. Jan 2011 14:41
af gunni91
ja kannski að ég fái mér betru kælingu en ég byrjaði á því að tékka á kælikremið og það er alveg orðið hart :P, held ég byrji nú á því að redda því

Re: smá ráðleggingar

Sent: Mán 24. Jan 2011 14:54
af Daz
Ég áttaði mig á því um daginn að annar kjarninn hjá mér var alltaf heitari en hinn, fór aðeins að fikta (ýta á heatsinkið) og sá að það var hreinlega laust öðru megin :o . Tók það af, setti nýtt krem og festi aftur, hámarkshitinn lækkaði um 10°C :D

Re: smá ráðleggingar

Sent: Þri 25. Jan 2011 18:39
af gunni91
jæja, skipti um kælikrem, örgjörvinn er stable í 2,9 ghz og fer aldrei núna yfir 54° C með 100 % load.
núna er það næsta vandamál. eg set örgjörvann i 3 ghz og hækka v-core upp pínku. ( s.s. hækka fsb úr 322 í 333 )
allt í góðu með það og ég starta tölvunni. næ að runna allt en þegar ég runna prime 95 og set örrann í 100% load frýs allt og ég þarf að restarta.
hvað haldið að þetta sé? of lítill aflgjafi?

er með 500w aflgjafa
8800 gt inndo 3d 1gb
2 stk 2 gb 800 mhz minni
4 stk sata diska.


ÖLL RÁÐ VEL ÞEGIN!


kannski ég ætti að unplögga 3 harðadiska og tékka statusinn á 3 ghz þá? :)




EDIT:!

hækkaði NB og SB upp um 2 skref, var ekkert roslegt, hækkaði fsb vtt í 2 % og v-core í 1,375.

eins og er er þetta að runna smooth í 3 ghz @ 61°C 100% load og eitthvað í kringum 35° í idle