Síða 1 af 1
Litun
Sent: Þri 23. Mar 2004 00:58
af andr1g
Hvað er besta leiðin til að mála kassann hjá sér, hvaða efni ? varla málning, ef það er þetta 'x' efni hvar fæ ég það ?
Sent: Þri 23. Mar 2004 17:30
af andr1g
Hva kann enginn á þetta ?
Sent: Þri 23. Mar 2004 17:33
af elv
Sprey, fyrst að fara yfir kassan með fínni stálull eða sandpapír, ekki fara í gegnum gömlu málinguna, bara aðeins að matta hana (ef þú ferð í geng þarftu að grunna) og spreyja.
Sent: Mið 24. Mar 2004 00:18
af andr1g
Þakka þér, eitthvað meira sem ég þarf að vita ?
Sent: Mið 24. Mar 2004 09:54
af gumol
Þarft að vita hvernig spray eru best (ég veit það ekki
)
Sent: Mið 24. Mar 2004 14:16
af gnarr
ég hef heyrt að málmflögusprey sé best... veit samt ekki nógu mikið um það.
kassinn minn rispaðist illilega í flutningum núna um helgina ;( ég er að fara að mála hann, og þarf að grunna hann líklega aftur. hvernig grunnar maður svona kassa? ég er alger nýliði í svona málum.
Sent: Mið 24. Mar 2004 17:08
af elv
aNdRy skrifaði:Þakka þér, eitthvað meira sem ég þarf að vita ?
Bara að passa þegar þú spreyjar að fara jafnar ferðir yfir, ef þetta fer að leka geturðu alltaf samt pússað yfir með MJÖG fínum sandpappír og spreyjað aftur.Síðan eins og gnarr bendir á er svona málmflögu sprey ekki eins áberandi ef þú fokkar öllu upp þar sem það verður aldrei slétt.
Sent: Mið 24. Mar 2004 20:37
af Cary
Það þarf eiginlega ekki að grunna fyrir svona spray.
Kaupa bara sandpappír 120 mundi ég giska á eða jafnvel 200 og fara aðeins yfir. Svo bara sprayja nokkrar umferðir í góðri fjarlægð frá kassanum svo ekki komi dropar í lakkið (kaupa spray sem inniheldur lakk) og taka hann allan í sundur fyrst.. það er einfaldast fyrir núbba..