Erfitt að loka hliðar panelum á P183
Sent: Fös 07. Jan 2011 12:21
Keypti Antec P183 kassa í gær og þar sem ég er að bíða eftir íhlutum sem ég pantaði þá hef ég bara verið að skoða kassann. Það sem ég rek mig á er hvað það er erfitt að setja kassahliðarnar aftur á kassann. Þær virðast stoppa á plastinu sem á að smeygjast undir fremst á hliðinni (ekki krókarnir uppi og niðri), þannig að ég þarf að ýta mjög fast á hliðina fremst á kassanum til að koma þessu inn og stundum dugar það ekki einu sinni til og þá verð ég að leggja kassann á hliðina og ýta niður á hann.
Þetta verður fyrsta tölvan sem ég set saman í ca. 10 ár svo ég hef ekki mikla reynslu af kössum (síðasti kassi sem ég átti var með eitt þriggja hliða cover úr þungu stáli!) en ég hef fiktað í tölvunni hjá mömmu og það var ekkert vesen að taka hurðina af og á á þeim kassa. Átti ekki von á öðru með P183 en það er rosalega mikið vesen að koma hurðinni aftur á.
Er þetta eðlilegt með þessa kassa eða hef ég hugsanlega fengið gallaðan? Tek það fram að báðar hliðarnar eru með jafnmikið vesen.
Þetta verður fyrsta tölvan sem ég set saman í ca. 10 ár svo ég hef ekki mikla reynslu af kössum (síðasti kassi sem ég átti var með eitt þriggja hliða cover úr þungu stáli!) en ég hef fiktað í tölvunni hjá mömmu og það var ekkert vesen að taka hurðina af og á á þeim kassa. Átti ekki von á öðru með P183 en það er rosalega mikið vesen að koma hurðinni aftur á.
Er þetta eðlilegt með þessa kassa eða hef ég hugsanlega fengið gallaðan? Tek það fram að báðar hliðarnar eru með jafnmikið vesen.