Síða 1 af 1

Viftuskipti...

Sent: Mán 15. Mar 2004 21:24
af FrankC
Sælir...

Ég fékk mér Zalman 7000 A-Cu blóm http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=359 til að kæla 2.4ghz 800fsb örrann minn og var aðallega að leita að hljóðlátri viftu. Mér til mikilla vonbrigða er þetta nánast það eina sem skapar hávaða í tölvunni minni, jafnvel þó viftan sé tjúnuð niður í lægsta. Nú var ég að pæla, viftan á þessu er 92mm og á hæstu stillingu má finna dálitinn gust frá henni. S1 vifturnar hjá task http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=718 eru gjörsamlega hljóðlausar, 80mm og á fullu er töluverður blástur frá þeim, mun meiri en nokkurntíma frá Zalman viftunni. Þá er ég kominn að kjarna málsins: get ég skipt þessari Zalman viftu út fyrir S1 viftu? Að því gefnu að mér takist að rífa S1 viftuna úr rammanum og festa hana. Hún blæs mikið meira en Zalman viftan en er 12mm minni um sig... hvað haldiði?

Sent: Mán 15. Mar 2004 21:29
af FrankC
ef þetta gengur eftir ætla ég næst að skipta út viftunum í psu-inu mínu sem mér var lofað af sölumanni að væri algjörlega hljóðlaust í silent mode, annað kom þó á daginn... er með þetta: http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=319

Sent: Mán 15. Mar 2004 21:47
af elv
Gangi þér vel að skipta um viftuna er að pæla í þessu sjálfur, bara skil ekki hávaðan í zalman viftunni.
Síðan með PSU....talaðu við þá og segðu að þú sért ekki nóga ánægður, þeir munu ábuyggilega redda þér

Sent: Mán 15. Mar 2004 22:18
af Woods
elv skrifaði:Gangi þér vel að skipta um viftuna er að pæla í þessu sjálfur, bara skil ekki hávaðan í zalman viftunni.
Síðan með PSU....talaðu við þá og segðu að þú sért ekki nóga ánægður, þeir munu ábuyggilega redda þér




Var með blómið en seldi það og fekk mér þessa hún er alveg hljóðlaus og kælir vel er með P4 3.2 og idle 37 load 52 gráður


http://start.is/product_info.php?cPath= ... cts_id=288

og er þar að auki miklu ódýrari.........



Truepower supply er málið

Sent: Þri 16. Mar 2004 00:16
af einarsson
en hvernig ætli það virki að smella S1 viftu á task.is á Thermalright heatsinkið (http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=586) á task.is?? Það ætti ekki að skapa meiri hávaða en er fyrir ef maður er með S1 vifturnar á annað borð!

Kv, Elís

Sent: Þri 16. Mar 2004 00:35
af FrankC
það myndi örugglega virka helv. vel saman þar sem þessar viftur eru gjörsamlega hljóðlausar. Ég er búinn að skipta á blóminu, leist ekki á kælinguna og skipti aftur, útbjó mér síðan bara lítið stilliviðnám sem kemur útúr vélinni að aftan til að lækka í viftunni þegar ég fer að sofa (svo ég þurfi ekki a. að hafa alltaf lækkað í viftunni. b. til að þurfa ekki að opna kassann til að hækka / lækka) ... nú er ég þó einni S1 viftu fátækari, hún virkar ennþá en enginn rammi utanum hana, reyni kannski að koma henni e-sstaðar fyrir við betra tækifæri