Síða 1 af 1
Aflgjafa reiknivél hjá Newegg
Sent: Fim 04. Nóv 2010 09:42
af dori
Hversu nákvæm/góð er þessi reiknivél:
http://educations.newegg.com/tool/psucalc/index.htmlÉg prufaði að setja i7 setupið mitt inní þetta (i7, 2x 275gtx og nokkrir harðir diskar) og þetta stakk uppá ~950W. Ég held að ég sé ekki með 1kW aflgjafa, ætti ég að endurskoða þetta eitthvað hjá mér eða eru þeir rúmir í útreikningunum sínum?
Re: Aflgjafa reiknivél hjá Newegg
Sent: Fim 04. Nóv 2010 09:53
af andribolla
samkvæmt þessu er einn HDD 39 W ... stenst það ?
Re: Aflgjafa reiknivél hjá Newegg
Sent: Fim 04. Nóv 2010 09:54
af Benzmann
hann er ekkert svaka nákvæmur, hann segir t.d með mitt setup að ég þurfi 988W,
en ég er að keyra allt mjög fine á 650w aflgjafa :S
Re: Aflgjafa reiknivél hjá Newegg
Sent: Fim 04. Nóv 2010 10:06
af Benzmann
andribolla skrifaði:samkvæmt þessu er einn HDD 39 W ... stenst það ?
nei, 1 HDD er að taka frá bilinu 6-8W, sem er breytilegt hversu mikil vinnsla er á diskinum, og hversu stór hann er líka, hér er gott dæmi sem hægt er að compare-a með
http://www.tomshardware.com/charts/ente ... ,2174.html
Re: Aflgjafa reiknivél hjá Newegg
Sent: Fim 04. Nóv 2010 10:22
af Daz
Ég hef notað
http://extreme.outervision.com/PSUEngine þegar ég er að reikna, mér finnst hann virka áreiðnalegri (í það minnsta ítarlegri).
Re: Aflgjafa reiknivél hjá Newegg
Sent: Fim 04. Nóv 2010 11:04
af dori
benzmann skrifaði:andribolla skrifaði:samkvæmt þessu er einn HDD 39 W ... stenst það ?
nei, 1 HDD er að taka frá bilinu 6-8W, sem er breytilegt hversu mikil vinnsla er á diskinum, og hversu stór hann er líka, hér er gott dæmi sem hægt er að compare-a með
http://www.tomshardware.com/charts/ente ... ,2174.html
Er þetta ekki meðalafl sem diskarnir taka? Þeir taka náttúrulega mestan kraft þegar þeir eru að ræsa sig og detta svo niður. Mig rámar í einhver tips að gera ráð fyrir ~25W á hvern harðan disk. Bæði útaf startup dóti og af því að það er auðvelt að reikna með 25W
Re: Aflgjafa reiknivél hjá Newegg
Sent: Fim 04. Nóv 2010 11:09
af Benzmann
hahh þessi segir að ég þurfi 539W
þvílíkur munur þar og á newegg
Re: Aflgjafa reiknivél hjá Newegg
Sent: Fim 04. Nóv 2010 12:05
af jonrh
Ég einmitt reiknaði ákveðna uppsetningu í nokkrum reiknivélum og Newegg kom með sirka +150W miða við alla aðra. Ég las mér samt einhverstaðar að eftir því sem aflgjafarnir eldast þá dregst úr aflgetu þeirra. Er eitthvað til í þessu?
Re: Aflgjafa reiknivél hjá Newegg
Sent: Fim 04. Nóv 2010 12:06
af dori
jonrh skrifaði:Ég einmitt reiknaði ákveðna uppsetningu í nokkrum reiknivélum og Newegg kom með sirka +150W miða við alla aðra. Ég las mér samt einhverstaðar að eftir því sem aflgjafarnir eldast þá dregst úr aflgetu þeirra. Er eitthvað til í þessu?
Já.
Re: Aflgjafa reiknivél hjá Newegg
Sent: Fim 04. Nóv 2010 14:22
af Gúrú
- hard drive guide peak w.jpg (205.71 KiB) Skoðað 992 sinnum
andribolla skrifaði:samkvæmt þessu er einn HDD 39 W ... stenst það ?
Ekki séns að maður miði við
algjöra hámarksnotkun í
startupi á
orkufrekustu diskunum (33W) í svona útreikningum, þetta er spes reiknivél.
Auðvitað ætti maður samt að taka 50-150W meira en venjuleg reiknivél segir manni að maður þurfi bara upp á endingu og öryggi.
Hérna er samt myndrit fyrir áhugasama.
Re: Aflgjafa reiknivél hjá Newegg
Sent: Fim 04. Nóv 2010 14:44
af Reynir
Hvað gerist ef power supply er ekki nægilega öflugt ?
Fer tölvan einfaldlega ekki í gang eða frýs hún við álag t.d. í leikjum ?
Re: Aflgjafa reiknivél hjá Newegg
Sent: Fim 04. Nóv 2010 15:56
af DabbiGj
Hún drepur á sér.
Re: Aflgjafa reiknivél hjá Newegg
Sent: Fim 04. Nóv 2010 16:54
af starionturbo
Yfirálagsvörnin í PSU rífur strauminn í móðurborðið og alla aðra tengla.