Síða 1 af 2

Tengja viftu við batterý

Sent: Fös 01. Okt 2010 13:44
af birgirdavid
Sælir ég er með eina 80 mm tölvukassa viftu og ég var að spá í hvort að ég gæti tengt þessa viftu við venjulegt AA batterý því að viftan er með tvo víra einn svartur og einn rauður og get ég ekki bara tengt svarta vírinn við + á batterýinu og rauða vírinn við - á batterýinu ? :megasmile

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Fös 01. Okt 2010 14:19
af Lexxinn
Kuldabolinn skrifaði:Sælir ég er með eina 80 mm tölvukassa viftu og ég var að spá í hvort að ég gæti tengt þessa viftu við venjulegt AA batterý því að viftan er með tvo víra einn svartur og einn rauður og get ég ekki bara tengt svarta vírinn við + á batterýinu og rauða vírinn við - á batterýinu ? :megasmile


Mundi giska á nei en það sakar ekki að prufa.

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Fös 01. Okt 2010 14:26
af axyne
Efast um að viftan snúist á einu venjulegu AA

Getur raðtengd 8 til að ná 12V spennu inná viftuna eða nota bara eina 9V rafhlöðu, færð reyndar ekki full afköst frá viftunni... en sleppur við að hafa fleiri en eina rafhlöðu.

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Fös 01. Okt 2010 14:35
af rapport
Þetta er alveg út úr kú að reyna.

Batterýsrafmagn er algjörlega ónothæft sem heimilistækjarafmagn og þar við situr.

Þú munt líklega bara slasa þig. :^o

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Fös 01. Okt 2010 14:36
af birgirdavid
heyrðu takk fyrir þetta en ég prufaði þetta en viftan snerist ekki en hvernig raðtengi ég batterý ? :megasmile

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Fös 01. Okt 2010 16:32
af axyne
Kuldabolinn skrifaði:hvernig raðtengi ég batterý ? :megasmile


Mynd

skoðaðu neðri myndina.

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Fös 01. Okt 2010 16:33
af dori

Kóði: Velja allt

-[ battery1 ]+-[ battery2 ]+-[ battery 3 ]+-[ battery4 ]+

Tengja plús og mínus saman og búa til röð.

edit: damn u axyne

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Fös 01. Okt 2010 18:50
af BjarkiB
Einfaldara að modda bara USB-tengi á viftuna.

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Fös 01. Okt 2010 18:57
af birgirdavid
Já reyndar en heyriði takk fyrir öll svörin ég gerði reyndar ekki það sem þið bentuð mér en ég prufaði fyrst það sem dori sagði að tengja batterýin saman en það virkaði ekki en svo ég prufaði bara að taka eitt svona kassabatterý sem er 9v og tengdi það og viti menn það virkaði :megasmile

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Fös 01. Okt 2010 19:27
af Gunnar
hver er tilgangurinn að tengja viftuna við batterí?

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Fös 01. Okt 2010 20:03
af vesley
Gunnar skrifaði:hver er tilgangurinn að tengja viftuna við batterí?



forvitni og fikt ?

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Fös 01. Okt 2010 20:53
af Gunnar
vesley skrifaði:
Gunnar skrifaði:hver er tilgangurinn að tengja viftuna við batterí?



forvitni og fikt ?

ja en þetta er svona 5 sekundna verk...
spurning hvort hann ætli sér að kæla eitthvað sem er ekki nálægt tölvunni.

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Fös 01. Okt 2010 21:29
af rapport
Þar sem maður á svona 12V molex straumbreyti þá auðvitað skrúfaði maður saman 3stk. SAN ACE 80 viftur(minnir að sé úr einhverjum Dell vélum) og viti menn það væri hægt að nota þetta til að þurka á sér hendurnar...

Eða hárblásara eða e-h...

Svona fikt getur verið svo skemmtilegt...

Það versta var þó að horfa upp á litla bró taka 3,5"HDD segla og klemma eyrað á sér... I still hear the screams at night...

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Fös 01. Okt 2010 22:04
af GullMoli
rapport skrifaði:Það versta var þó að horfa upp á litla bró taka 3,5"HDD segla og klemma eyrað á sér... I still hear the screams at night...


:shock:

Annars er ég sjálfur með 120mm viftu tengda í 12v straumbreyti og nota þetta svo til að blása lofti inn um gluggann og í herbergið. Þetta er vifta með hraðastilli úr kísildal, helvíti mikill kraftur í þessu.

Hinsvegar þurfti ég að skella þétti þar sem viftan tengist í straumbreytinn því annars voru svaka rafmagnstruflanir um allt húsið, varla hlustanlegt á sumar útvarpstöðvar og eitthvað.

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Fös 01. Okt 2010 23:45
af Benzmann
rapport skrifaði:
Svona fikt getur verið svo skemmtilegt...

Það versta var þó að horfa upp á litla bró taka 3,5"HDD segla og klemma eyrað á sér... I still hear the screams at night...



hah ! Best ! ](*,) =D>

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Lau 02. Okt 2010 00:25
af Oak
Kuldabolinn skrifaði:Já reyndar en heyriði takk fyrir öll svörin ég gerði reyndar ekki það sem þið bentuð mér en ég prufaði fyrst það sem dori sagði að tengja batterýin saman en það virkaði ekki en svo ég prufaði bara að taka eitt svona kassabatterý sem er 9v og tengdi það og viti menn það virkaði :megasmile


Ef þú hefðir lesið aðeins betur það sem axyne var að segja þá hefðirðu fattað þetta strax. hann benti þér á 9v rafhlöðu sem er þetta kassa batterí sem þú talar um og neðri myndin frá honum sýnir þér hvernig þú gerir 6 volt og þú bætir fjórum rafhlöðum við þá ertu kominn með 12v sem keyrir viftuna á fullum krafti.

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Lau 02. Okt 2010 00:34
af birgirdavid
Ég las þetta alveg rennandi vel en ég vissi bara ekki að 9v batterý væru kassa batterý :)
ég gat hvort er ekki gert eins og hann bennti mér á því að ég á ekki auka víra til að tengja þetta á milli

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Lau 02. Okt 2010 02:18
af GullMoli
Kuldabolinn skrifaði:Já reyndar en heyriði takk fyrir öll svörin ég gerði reyndar ekki það sem þið bentuð mér en ég prufaði fyrst það sem dori sagði að tengja batterýin saman en það virkaði ekki en svo ég prufaði bara að taka eitt svona kassabatterý sem er 9v og tengdi það og viti menn það virkaði :megasmile


Þessi 9v rafhlaða endist stutt :lol:

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Sun 17. Okt 2010 18:16
af aRnor`
Taktu bara gamalt hleðslutæki af gsm síma og klipptu tengið af og lóðaðu / teipaðu saman vírarna :) Virkar fínt hjá mér
Mynd

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Sun 17. Okt 2010 18:57
af bixer
ég er með sama fix, er með símahleðslutæki, það virkar vel en viftan er þá ekki eins hröð og hún var í kassanum...

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Sun 17. Okt 2010 19:04
af Lexxinn
Var að prufa með hleðslutækið en finnst vanta meiri kraft í viftuna veit einhver hvað er hægt að gera er að pæla í að splæsa í kannski 2-4 og setja saman hafa sem viftu í herberginu :)

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Sun 17. Okt 2010 19:06
af Fylustrumpur
afhverju þurfið þið svona viftu í herbergið ykkar? eruð þið að svitna svona mikið í tölvunni :lol:

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Sun 17. Okt 2010 19:18
af Lexxinn
Fylustrumpur skrifaði:afhverju þurfið þið svona viftu í herbergið ykkar? eruð þið að svitna svona mikið í tölvunni :lol:


Hversu þæginlegt helduru að það sé að hafa viftu blásandi yfir mann þegar maður er að svitna yfir heimadæmum?

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Sun 17. Okt 2010 19:21
af Fylustrumpur
Lexxinn skrifaði:
Fylustrumpur skrifaði:afhverju þurfið þið svona viftu í herbergið ykkar? eruð þið að svitna svona mikið í tölvunni :lol:


Hversu þæginlegt helduru að það sé að hafa viftu blásandi yfir mann þegar maður er að svitna yfir heimadæmum?



bara, mjög þægilegt :dontpressthatbutton

Re: Tengja viftu við batterý

Sent: Sun 17. Okt 2010 19:24
af Lexxinn
Fylustrumpur skrifaði:
Lexxinn skrifaði:
Fylustrumpur skrifaði:afhverju þurfið þið svona viftu í herbergið ykkar? eruð þið að svitna svona mikið í tölvunni :lol:


Hversu þæginlegt helduru að það sé að hafa viftu blásandi yfir mann þegar maður er að svitna yfir heimadæmum?



bara, mjög þægilegt :dontpressthatbutton


Made my point.

En veit einhver um aflgjafa eða spennubreyti sem maður getur fundið á heimilinu eða fengið á slikk til að setja upp alveg upp í 4x80mm viftur?