Síða 1 af 1

Corsair H50 vatn.

Sent: Mið 18. Ágú 2010 19:13
af Ripparinn
Sælir,

Þarf að skipta um vatn í þeirri kælingu ?

Re: Corsair H50 vatn.

Sent: Mið 18. Ágú 2010 19:21
af gardar
Kranavatn

Re: Corsair H50 vatn.

Sent: Mið 18. Ágú 2010 19:21
af Ripparinn
c,mon ekki skemmileggja :)

en já eimað vatn, en ég var að spyrja um hvort það þurfi að skipta um það í þessari kælingu

Re: Corsair H50 vatn.

Sent: Mið 18. Ágú 2010 19:29
af gardar
Þarft ekki einusinni að eima vatnið, vatnið á íslandi er það hreint beint úr krananum að svo lengi sem það er í lokuðum leiðslum sem ekki er í snertingu við súrefni þá ætti ekki að myndast í þeim gróður.

Re: Corsair H50 vatn.

Sent: Mið 18. Ágú 2010 19:30
af einarhr
Ekki að ég sé mikill snillingur í Vatnskælingum en ég myndi halda að það væri ágætt að skipta á 1 árs fresti með eimuðu vatni.

Er vélin að hitna meira en hún gerði áður?

Re: Corsair H50 vatn.

Sent: Mið 18. Ágú 2010 19:44
af einarhr
BTW, hvað borgaðir þú fyrir þessa kælingu?

Re: Corsair H50 vatn.

Sent: Mið 18. Ágú 2010 19:48
af Ripparinn

Re: Corsair H50 vatn.

Sent: Mið 18. Ágú 2010 19:57
af eythorion
Ég held að það þurfi ekki að skipta um vatn í henni.
Hún er líka alveg lokuð þannig að það er örugglega svolítið erfitt að skipta um vatn í henni.

Re: Corsair H50 vatn.

Sent: Mið 18. Ágú 2010 20:51
af vesley
Nei þú átt ekki að skipta um vatn í henni. Og Íslenska vatnið er með meira en nóg af steinefnum og drasli til að það skemmi vatnskælingar.


Ef þú skiptir um kælivökva í h50 þá þarftu að skipta um leiðslur í leiðinni og er þetta allt saman mikið vesen.

Re: Corsair H50 vatn.

Sent: Fös 03. Sep 2010 23:19
af kubbur
nei þarft þess ekki, en hinsvegar er gaman að modda h50 kælingarnar, eina sem er enn original í minni er radiadorinn, og honum verður skipt út um næstu mánaðarmót vonandi

Re: Corsair H50 vatn.

Sent: Lau 04. Sep 2010 09:18
af Nariur
kubbur skrifaði:nei þarft þess ekki, en hinsvegar er gaman að modda h50 kælingarnar, eina sem er enn original í minni er radiadorinn, og honum verður skipt út um næstu mánaðarmót vonandi


svooo... þú keyptir þér 15þ kr. kælingu, tættir hana í sundur og keyptir nýja #-o

Re: Corsair H50 vatn.

Sent: Lau 04. Sep 2010 09:31
af urban
kubbur skrifaði:nei þarft þess ekki, en hinsvegar er gaman að modda h50 kælingarnar, eina sem er enn original í minni er radiadorinn, og honum verður skipt út um næstu mánaðarmót vonandi


afhverju í ósköpunum keyptiru þá ekki bara hluti í kælingu, í staðin fyrir að kaupa þessa og endurnýja svo allt í henni ?