Síða 1 af 1

Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Fim 12. Ágú 2010 20:44
af vesley
Jæja núna er ég að pæla í því að uppfæra mig frá Gigabyte Poseidon turnkassanum mínum.

Í fyrstu var ég búinn að ákveða að það yrði Coolermaster HAF-X en ég er eiginlega hættur núna við.

Ég er kominn með aðeins meira áhuga á svona "stylish" og clean turnkössum svipað og silverstone og lian-li hafa gert.

Ég er samt með gríðarlegan valkvíða og þessvenga er ég hérna að spyrja ykkur hvað ég ætti að velja,

Já ég mun líklegast modda turnkassann á einhvern hátt ef þess þarf.

Er orðinn pínu heitur fyrir þessum hérna http://nzxt.com/new/products/crafted_series/phantom þá hvíta turnkassanum og var ég að pæla að gera þetta, lita hann svartan að innan og redda viftum með hvítum Led ljósum eða hvítum LED ljósum. Sleeva aflgjafan svo í fjólubláum/svörtum/hvítum og einhverja smá hluti á turnkassanum fjólubláa.(þumalskrúfur og fleira svona smáhluti sem eru samt áberandi) Eða allt það sem ég hef sagt og fjólubláar led perur eða cold cathode.

Vitið þið um fleiri kassa sem gaman væri að breyta. Langar ekki í tj07-10 og lian-li pcp80 er of dýr.

?????

Re: Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Fim 12. Ágú 2010 20:48
af Kobbmeister
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1679 Þessi er flottur plús hann er SilverStone.

Re: Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Fim 12. Ágú 2010 21:00
af vesley
Kobbmeister skrifaði:http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=32&products_id=1679 Þessi er flottur plús hann er SilverStone.


Já þessi er mjög flottur en ég veit ekki alveg því það er búið að snúa móðurborðinu um 90° og ég er ekki alveg að fýla það.

Re: Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Fim 12. Ágú 2010 22:46
af littli-Jake
Antec P-180 til 182. Einfaldir hljóðlátir og þægilegir. Tékkaðu á Youtobe fyrir revews

Re: Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Fim 12. Ágú 2010 23:04
af Olafst
Búinn að skoða Corsair kassana?
Mér finnst 700D amk frekar töff...
http://www.corsair.com/products/700d/default.aspx

800D er líka svalur, en mig minnir að hann sé aðeins dýrari..

Re: Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Fim 12. Ágú 2010 23:58
af dragonis
Olafst skrifaði:Búinn að skoða Corsair kassana?
Mér finnst 700D amk frekar töff...
http://www.corsair.com/products/700d/default.aspx

800D er líka svalur, en mig minnir að hann sé aðeins dýrari..


Þetta er næst á dagskrá hjá mér http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=5153

Googlaðu bara kassann.Say no more. :)

Re: Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Fös 13. Ágú 2010 00:56
af Harkee
ég elska antce p183 kassann minn.

Re: Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Fös 13. Ágú 2010 04:50
af vesley
p180 serían er ekki full size og 700d er allt of dýr fyrir mig :S og ef maður er ekki að vatnskæla í 700d þá er hann í rauninni ekkert það góður, loftflæðið er frekar slappt fyrir loftkælingu. er að vona að phantom verði ekki svona dýr :lol:

Re: Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Fös 13. Ágú 2010 11:27
af eythorion
Þessi er ekki eins rosalega dýr.
http://tolvulistinn.is/vara/20122

Re: Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Fös 13. Ágú 2010 12:20
af ZoRzEr
HAF X duder. Ekki mikið um full size kassa á landinu þessa dagana.

Re: Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Fös 13. Ágú 2010 20:07
af vesley
ZoRzEr skrifaði:HAF X duder. Ekki mikið um full size kassa á landinu þessa dagana.



Það er bara nánast ekkert úrval um full size turnkassa núna nema rándýr eintök.

Er núna virkilegar að pæla í þessum phantom ef ég hann mun einhvern tíman verða til sölu hérna. líka ódýrari en HAF-x en svipað stór og með svipaða kælimöguleika og að mínu mati flottari.

Re: Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Fös 13. Ágú 2010 20:48
af Ulli
getur feingið minn :P
R910 server Tower

Re: Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Lau 14. Ágú 2010 05:39
af svanur08
en þessi ? http://www.thermaltake.com/product_info ... tion&ovid=
þetta er draumakassinn minn :D

Re: Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Lau 14. Ágú 2010 10:36
af FreyrGauti
Silverstone Fortress FT02, kaupir á amazon og notar shopusa.is til að koma honum heim.

Re: Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Sun 15. Ágú 2010 20:16
af ManiO
Djöfull er ég óendanlega sáttur að hafa keypt mér Coolermaster Stacker 832 á meðan hann var enn þá til.

Re: Val á Full size turnkassa [hjálp]

Sent: Sun 15. Ágú 2010 20:46
af vesley
Hugsa að ég endi á þessum phantom eða Lian-Li

Lian-Li eru svo vel gerðir og nánast allir eru úr áli sem er nú betra en plast Phantom.

Er ég jafnvel að pæla í Lian Li PC-A71F og þá smávegis breytingar á honum fyrir cable management og svoleiðis. http://www.newegg.com/Product/Product.a ... %20PC-A71F

Edit : Eða http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6811112243 Lian Li PC-A70F