Síða 1 af 1

Hljóðlátur kassi?

Sent: Fös 13. Feb 2004 15:52
af Nemesis
Ég er að fara að uppfæra vonandi í næstu viku, og ég er búinn að ákveða mig með allt nema kassann, en ég hef enga reynslu af nýrri kössum (er með 3gja ára gamla LEO kassa).

Mig langar að spyrja ykkur hvaða kassar+PSU séu góðir og hljóðlátir. Ég var að hugsa um að nota svona 10k í kassa + psu (má vera eitthvað dýrara, og endilega ódýrara :wink: ).

Sent: Fös 13. Feb 2004 16:32
af Hlynzit
Dragon chieftec kassar bjössi minn, heyrist ekki múkk í þeim.

Sent: Fös 13. Feb 2004 16:59
af MJJ
Pappakassa utan af bönunum

Sent: Fös 13. Feb 2004 18:12
af dabb
já djöfull eru pappakassarnir góðir :P

Sent: Fös 13. Feb 2004 18:18
af aRnor`
Ég heyrt góðar sögur af þessum kassa og hlustað á svona: Chieftec
[url=http://www.tolvulistinn.is/img.asp?i=turn_tl-02w.jpg]Scorpio TL-02W Middle Tower, glæsilegur hljóðeinangraður turn, USB að
framan, 300w 12.900 [/url] (tölvulistinn)

það eina sem ég hef heyrt sett út á hann er að það eru fá hdd slot
ekki nema eitthver 2.

Svo ef ég væri að fara að fá mér psu í dag tæki ég auðvitað fortron.

Sent: Fös 13. Feb 2004 18:27
af iStorm
Ég er með svona kassa og er ég mjög ánægður með hann nema að það eru bara 2 hdd slott.

Sent: Fös 13. Feb 2004 20:30
af skipio
Antec býr til langbestu kassana ef þú vilt gott loftflæði og þar með góðu kælingu og lítinn hávaða. Chieftec Dragon, sem virðist svo vinsæll hér á landi, er í raun nákvæmlega sami kassinn og eldri útgáfa af Antec kassa, Antec 1000 seríunni, sem kom á markað fyrir meira en 6 árum fyrir utan að Chieftec notar ekki eins og góða aflgjafa og Antec. 1000 serían er reyndar seld af mun fleiri fyrirtækjum í dag. Thermaltake Xaser er ekkert annað en Antec kassi í öðrum umbúðum, Enermax selur líka þennan kassa og sama má segja um marga aðra framleiðendur.

Antec selur núna kassa; Sonata og SLK3700 sem eru með miklu betra loftflæði og hljóðlátari aflgjöfum en 1000 serían (og Dragon) en svo virðist sem afar fáir hér á landi séu upplýstir um þessa kassa því Tölvulistinn og co. selja bara Chieftec og það kaupa flestir.

Ef þú nennir ekkert að modda er Antec Sonata besti kosturinn sem þú færð í dag. Ef þú vilt eyða smá tíma í kassann er SLK3700 (og sami kassinn í Compucase útfærslu, 6A hjá Expert) betri kostur.

Antec fæst hjá Boðeind.

Sonata dómur: http://arstechnica.com/reviews/003/cases/sonata/sonata-1.html

Þú sérð engan mæla með Chieftec kössum á http://www.silentpcreview.com

Sent: Þri 17. Feb 2004 13:47
af Nemesis
skipio: Takk fyrir frábært svar - er nokkuð ákveðinn í að fá mér Sonata kassann eftir að hafa séð umsögnina. :)

Re: Hljóðlátur kassi?

Sent: Þri 17. Feb 2004 16:03
af xtr
Bjösssseh, ég er með þennan http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=611 . heyrist hátt í powerupplyinu annars ekkert mikið :I Ég get samt ekki sofið við það but thats just me

Sent: Þri 17. Feb 2004 16:15
af Jakob
Hlynzit skrifaði:Dragon chieftec kassar bjössi minn, heyrist ekki múkk í þeim.


Ekki sammála.

Ef þú vilt alveg silent kassa þá skaltu fá þér einn sem er með plássi fyrir 2x 120mm viftum, og ekkert vera að bæta við fleirum.

Mér finnst þessar grindur sem vifturnar smellast í á Dragon kössunum alls ekki sniðugar.
Vifturnar eiga það til að festast ekki nógu vel, og skrölta í grindinni... making annoying sounds!

Sent: Mið 18. Feb 2004 14:22
af Icarus
Jakob skrifaði:
Hlynzit skrifaði:Dragon chieftec kassar bjössi minn, heyrist ekki múkk í þeim.


Ekki sammála.

Ef þú vilt alveg silent kassa þá skaltu fá þér einn sem er með plássi fyrir 2x 120mm viftum, og ekkert vera að bæta við fleirum.

Mér finnst þessar grindur sem vifturnar smellast í á Dragon kössunum alls ekki sniðugar.
Vifturnar eiga það til að festast ekki nógu vel, og skrölta í grindinni... making annoying sounds!


Hvað, reyndir þú bara að ýta þeim í og varst ekkert að ýta þeim almennilega í eða ? því að ég er með dragon og hef notað 3 mismunandi viftur í þessum kassa og aldrei hefur verið vandamál í þessu. Svo þegar þetta er komið almennilega í þá heyrist minna í þessu en t.d. þar sem þú festir vifturnar með skrúfum.