Cable Sleeve Project
Sent: Þri 13. Júl 2010 23:53
Ég held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því að henda mér framan af svölunum mínum og ég var rétt áðan.
Fyrir svona 2 mánuðum fékk ég þá einstaklega gáfulegu hugmynd að "Sleeve"a aflgjafann minn. Ég hef aldrei séð jafn mikið eftir einni ákvörðun. Ekki var Daníel heldur að hjálpa og tala mig til. Fyrir þá sem ekki vita er Sleeving nokkurnveginn að klæða alla kaplana úr aflgjafanum, einn í einu. Aðalega fyrir útlitið.
Fyrir 3 vikum kom til landsins 100 fet af 1/8' svörtu sleeve og 4 fet af heatshrink frá Performance-PCs.com. Það er rúmlega 30 metrar af helvíti.
Til eru ýmsar leiðir til að losa pinnan sem er í "klónni". Vinsælasta leiðin er að nota hefti. Tekur eitt hefti og spennir það út og gerir flatt, helst með töng og beygir svo til helminga. Þá ertu kominn með nokkurskonar U. Þetta drasl fer ofaní pinnan til að losa 2 spennur sem halda honum í klónni. Þetta virkar ekki alltaf.
Það sem ég notaði : Lítil beitt skæri, dúkahníf, kveikjara, töng, pínu lítið skrúfjárn (RIP), tape, vasaljós, nóg af heftum og helling af tóbaki.
Með þessari aðferð tókst mér að sleeva 20+4 pin tengið og 2 af 8 af tengjunum í 8 pin power kaplinum. Mér reyndist það ómögulegt að losa restina. Puttarnir á mér fögnuðu ógurlega.
Þannig ég þurfti að leita til sérfræðinganna. Það er til náungi sem býr í Þýskalandi og heitir Nils. Hann rekur síður sem heitir http://www.mdpc-x.com (Million dollar PC fyrir þá sem þekkja til). Í búðinni hans er til tól. Þetta tól átti að bjarga lífi minu, var mér lofað. Hann selur einnig bestu sleeves sem þú getur keypt. Þarna eru bara þeir bestu með sín verk til sýnis.
Jæja. Tólið kom í dag til landsins eftir 4 daga (þýski pósturinn er ekkert smá skilvirkur). Hér er myndasería hvernig þetta gekk fyrir sig. Að ná restingi af tengjunum sem ekki var búið að sleeva var einstaklega erfitt. Það tók gríðarleg átök að ná þeim úr. Hélt í hvert skipti sem það loksins losnaði að nú hefði tengið brotnað. Hefði verið Kodac moment að ná mynd af svipnum akkúrat þegar tengið flaug út.
Fyrstu myndirnar eru teknar á iPhone, sökum þess að myndavélin mín var staðsett í Danmörku þegar ég byrjaði.
Svona leit þetta út fyrst, eftir að var búið að taka sleevið sem var núþegar á af.
Búinn að klára 4pin tengið á 20+4 power
Sleeves!
Hálfnaður eða svo
Ég lagaði gaurinn á endanum eftir að þetta er tekið
Aðstaðan
Tólið frá MDPC-X, sérmerkt mér og alles
Pakkningarnar frá Nils, teiknað af honum
Svona fer tólið í pluggið
Það fer í raufarnar hægra og vinstra megin, þar eru pinnarnir sem halda tenginu sjálfu
6 pin PCI-E tengi klárað
8 Pin power tengið (loksins)
Hitt 6 pin tengið
Bræðurnir
Allt tengt og komið í samband
Báðir PCI-E tengin í sambandi
8 Pin power in use
Hérna koma svo fyrir og eftir myndir
Fyrir:
Eftir:
Borgaði þetta sig? Nei. Kostaði þetta mikið? Já. Er þetta flott? Já. Blæðir úr þumalfingrinum á mér? Já.
Þetta geri ég aldrei aftur.
P.S. Þetta var virkilega gaman og athyglisvert. Hefði ég verið með alvöru sleeves frá Nils hefði þetta örugglega verið mun skemmtilegra. EF þetta kemur á mitt borð aftur í framtíðinni verðu MDPC-X kláralega fyrir valinu.
Takk fyrir mig!
P.S.S. Fékk smá prufu af rauðu sleeve'i frá Nils. Fallegt.
Fyrir svona 2 mánuðum fékk ég þá einstaklega gáfulegu hugmynd að "Sleeve"a aflgjafann minn. Ég hef aldrei séð jafn mikið eftir einni ákvörðun. Ekki var Daníel heldur að hjálpa og tala mig til. Fyrir þá sem ekki vita er Sleeving nokkurnveginn að klæða alla kaplana úr aflgjafanum, einn í einu. Aðalega fyrir útlitið.
Fyrir 3 vikum kom til landsins 100 fet af 1/8' svörtu sleeve og 4 fet af heatshrink frá Performance-PCs.com. Það er rúmlega 30 metrar af helvíti.
Til eru ýmsar leiðir til að losa pinnan sem er í "klónni". Vinsælasta leiðin er að nota hefti. Tekur eitt hefti og spennir það út og gerir flatt, helst með töng og beygir svo til helminga. Þá ertu kominn með nokkurskonar U. Þetta drasl fer ofaní pinnan til að losa 2 spennur sem halda honum í klónni. Þetta virkar ekki alltaf.
Það sem ég notaði : Lítil beitt skæri, dúkahníf, kveikjara, töng, pínu lítið skrúfjárn (RIP), tape, vasaljós, nóg af heftum og helling af tóbaki.
Með þessari aðferð tókst mér að sleeva 20+4 pin tengið og 2 af 8 af tengjunum í 8 pin power kaplinum. Mér reyndist það ómögulegt að losa restina. Puttarnir á mér fögnuðu ógurlega.
Þannig ég þurfti að leita til sérfræðinganna. Það er til náungi sem býr í Þýskalandi og heitir Nils. Hann rekur síður sem heitir http://www.mdpc-x.com (Million dollar PC fyrir þá sem þekkja til). Í búðinni hans er til tól. Þetta tól átti að bjarga lífi minu, var mér lofað. Hann selur einnig bestu sleeves sem þú getur keypt. Þarna eru bara þeir bestu með sín verk til sýnis.
Jæja. Tólið kom í dag til landsins eftir 4 daga (þýski pósturinn er ekkert smá skilvirkur). Hér er myndasería hvernig þetta gekk fyrir sig. Að ná restingi af tengjunum sem ekki var búið að sleeva var einstaklega erfitt. Það tók gríðarleg átök að ná þeim úr. Hélt í hvert skipti sem það loksins losnaði að nú hefði tengið brotnað. Hefði verið Kodac moment að ná mynd af svipnum akkúrat þegar tengið flaug út.
Fyrstu myndirnar eru teknar á iPhone, sökum þess að myndavélin mín var staðsett í Danmörku þegar ég byrjaði.
Svona leit þetta út fyrst, eftir að var búið að taka sleevið sem var núþegar á af.
Búinn að klára 4pin tengið á 20+4 power
Sleeves!
Hálfnaður eða svo
Ég lagaði gaurinn á endanum eftir að þetta er tekið
Aðstaðan
Tólið frá MDPC-X, sérmerkt mér og alles
Pakkningarnar frá Nils, teiknað af honum
Svona fer tólið í pluggið
Það fer í raufarnar hægra og vinstra megin, þar eru pinnarnir sem halda tenginu sjálfu
6 pin PCI-E tengi klárað
8 Pin power tengið (loksins)
Hitt 6 pin tengið
Bræðurnir
Allt tengt og komið í samband
Báðir PCI-E tengin í sambandi
8 Pin power in use
Hérna koma svo fyrir og eftir myndir
Fyrir:
Eftir:
Borgaði þetta sig? Nei. Kostaði þetta mikið? Já. Er þetta flott? Já. Blæðir úr þumalfingrinum á mér? Já.
Þetta geri ég aldrei aftur.
P.S. Þetta var virkilega gaman og athyglisvert. Hefði ég verið með alvöru sleeves frá Nils hefði þetta örugglega verið mun skemmtilegra. EF þetta kemur á mitt borð aftur í framtíðinni verðu MDPC-X kláralega fyrir valinu.
Takk fyrir mig!
P.S.S. Fékk smá prufu af rauðu sleeve'i frá Nils. Fallegt.