Síða 1 af 1

Var að yfirklukka E8400.

Sent: Þri 22. Jún 2010 13:54
af Gilmore
Vélbúnaðurinn minn er í undirskriftinni.

En ég prófaði aðeins að fikta með að klukka örgjörvann (E8400). Ég hækkaði FBS úr 333mhz í 400mhz og hafði voltin óbreytt. Keyrði engin test eða neitt, en er búinn að spila Age Of Conan um helgina og hef ekki lent í neinu veseni. Er ekki með stock viftu, heldur einhverja stærri sem ég man ekki hvað heitir, en hitinn breyttist lítið við þetta og er langt innan við hættu mörk undir álagi. 40 - 50 gráður ca.

Ég prófaði svo í gær að klukka aðeins hærra, með því að breyta FBS í 425 og fá 3.8ghz og hækkaði voltin aðeins eða alveg frá 1.30 upp í 1.35. En þá sagði tölvan alltaf nei og vildi ekki ræsa sig, en það er einhver búnaður í móðurborðinu sem fer í eitthvað safe mode svo ég geti breytt stillingunum aftur. Tölvan ræsir sig þrisvar en gefst upp áður en eitthvað kemur á skjáinn en í fjórða skipti þá ræsir hún sig á 2.99ghz og þá get ég farið í BIOS og lagað stillingarnar.

Ég hefði samt haldið að ég ætti að ná honum í 4ghz með þessum vélbúnaði. Kannski er móðurborðið eitthvað hamlandi??

Re: Var að yfirklukka E8400.

Sent: Þri 22. Jún 2010 16:25
af coldcut
Ekkert chip er eins...getur náð einum í 4,4 en svo öðrum bara í 3,4.

Svo ættirðu nú að henda einu góðu stresstesti á þetta í nokkra tíma og fylgjast með hitanum. Algjör óþarfi finnst mér að vera að keyra það í t.d. sólarhring eins og sumir gera.
Síðan finnst mér þú hækka voltin um alltof mikið í einu!

Re: Var að yfirklukka E8400.

Sent: Þri 22. Jún 2010 16:33
af Gilmore
Ég hækkaði voltin í skrefum, byrjaði í stock og svo í skrefum upp að 1.35 en þorði ekki hærra.

Hvaða stresstest er best...Prime95?

Re: Var að yfirklukka E8400.

Sent: Þri 22. Jún 2010 16:42
af coldcut
haha ég las eitthvað verulega vitlaust úr þessum volt-tölum hjá þér. Einhvern veginn las ég 1,3 uppí 1,7 :D

En já Prime95 er málið held ég bara. Reyndar svolítill tími síðan ég var að fikta í þessu en ég held að það sé ennþá vinsælast. Menn leiðrétta mig þá bara ef svo er ekki.

Re: Var að yfirklukka E8400.

Sent: Þri 22. Jún 2010 17:01
af BjarkiB
Prime95, og startar svo small FFTs.

Re: Var að yfirklukka E8400.

Sent: Þri 22. Jún 2010 17:20
af Kobbmeister
ég er með minn í 4GHz og voltin eru 1.375.
og slöktiru ekki á C1E og EIST?

Re: Var að yfirklukka E8400.

Sent: Þri 22. Jún 2010 17:23
af SteiniP
Ekkert ólíklegt að móðurborðið sé að stoppa þar sem það er gefið upp fyrir 1600MHz FSB en þú ert með hann á 1700. Gæti kannski dugað að hækka aðeins voltin á norðurbrúnni. Passaðu bara hitann.
Byrjaðu samt á að setja minnismargfaldarann eins lágt og þú getur þannig að minnin séu helst undirklukkuð og á hærri en stock timings.
Þannig geturðu verið viss um að minnið sé ekki að stoppa þig.

Svo er það bara prime95 í allavega 4-5 tíma. Villurnar koma reyndar oftast fram á fyrsta klukkutímanum en ég hef lent í því að fá villu eftir 2 tíma.

Re: Var að yfirklukka E8400.

Sent: Þri 22. Jún 2010 17:45
af Gilmore
Ég slökkti á öllu þessu C1 EIST Speedstep og þvíumlíku.

Ég held að borðið eigi að sjá um að halda minnismargfaldaranum í réttum hlutföllum þannig að minnið yfirklukkist ekki. Það yfirklukkaðist allavega ekki þegar ég fór í 3.6ghz og hlutföllin héldust í 1:1 keyrt á 400mhz x2.

Ég held samt að ég fari ekkert hærra með hann, þetta er ekkert super overclocking móðurborð. Er alveg sáttur með 3.6ghz., græði ekkert mikið meira á að fara hærra, nema kannski hausverk. :)

Takk fyrir góð innlegg. :)

Re: Var að yfirklukka E8400.

Sent: Þri 22. Jún 2010 18:32
af nighthawk
farðu eftir datasheet um örgjörvann hversu há spennan(volt) má vera, hækkaðu
svo fbs þar til það er stöðugt og svo lækka fbs um eitt skref eftir það. Ef hitinn
fer í 75°c í 100% álagi þá myndi ég lækka spennuna og þar með fbs. Það er
öruggasta leiðin.

Re: Var að yfirklukka E8400.

Sent: Þri 22. Jún 2010 20:18
af Sydney
Intel Burn Test, einnig þekkt sem LinX er mun betra en Prime95 og tekur nokkrar mín í stað margra tíma.