Best er að slökkva á tölvunni til að þagga niður í henni, en ef þú vilt það ekki þá skalt skipta ýmsum hlutum út!!
Örgjörvaviftan: Hentu Intel viftunni (Traðkaðu aðeins á henni), passaðu þig bara þegar þú tekur hana af, thermal límmiðinn á til að festast við örran!! og fáðu þér
Zalman CNPS5700D-Cu - Kostar 4500 krónur og fæst í task.is og expert
Er sjálfur með svona, safnast ekkert ryk í þetta því hún blæs frá cpu, heyrist ekkert í henni fyrr en við 2100 rpm svo ég er með mína 2000!
http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=298 <--- hér er mynd
Móðurborðskæling: Taktu allt stykkið af sem er nú þegar og fáðu þér
Zalman ZM-NB47J kostar 1500 kall í task.is, þetta er snilld fín kæling er með eldri týpu frá Zalman enginn vifta á þessu eða neitt!
http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=759
Harðurdiskur: Ef hann er að skapa hávaða á annað borð geturu fengið þér Zalman Heatpipe HDD Cooler fæst í task.is á 4000 krónur, þetta tekur reyndar 5.25" hólf í kassanum í þessu eru demparar og á þetta einnig að kæla diskinn eitthvað!
http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=527
Skjákort: Það stendur hvergi hvernig kort þú ert með en task.is erum með á flest kort í dag
http://www.task.is/Scripts/prodList.asp?idCategory=135 hér geturu séð það sem þeir hafa upp á að bjóða!!
Kassaviftur: Fáðu þér eins og lystir af þessum viftum
Noiseblocker 80mm Ultra Silent, þessi er uber hljóðlát og er bara snilld og kostar ekki nema 2000 kall!!
http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=718 hér sést hún!! En ef peningar eru engin fyrirstaða færðu þér bara PABST viftur allan hringinn
http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=362, þessar viftur hafa lengri líftíma en aðrar og eru ekki nema 12 db!
Aflgjafi: Ef þetta er einhver uber góður aflgjafi bara og hávær þá skaltu reyna að gera þetta cheap opnaðu hann bara, reddaðu þér lóðbolta tini 60/40 og skiptu bara um viftu og settu PABST eða Noiseblocker í staðin!!
En ef þig langar að fá þér nýtt box þá skaltu fá þér Fortron 400w þessi er mjög góður, færð mikið fyrir lítið í þessum kaupum, en ef peningar eru engin fyrirstaða þá skaltu fá þér Zalman aflgjafa, ég er mjög ánægður með allar vörur frá Zalman þeir eru góðir í þessum bransa
http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=705 --->Fortron
http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=317 --->Zalman
Vona að þetta hjálpi þér við að bæta úr þessum vandræðum!!
Þetta er líka mjög góð kæling, og þú mátt búast við mikilli hitabreytingi til hins betra!