Síða 1 af 1
kassaviftur
Sent: Fös 30. Apr 2010 15:57
af littli-Jake
Ég er að spá hvernig rafmagn sé á þessum viftum? 12V eða 230wött. Langar að nota kassaviftu en stinga henni í samband í venjulega innstungu
Re: kassaviftur
Sent: Fös 30. Apr 2010 16:01
af Sydney
Algengast er að þær taka 0-12V, snúningshraði miðast við spennuna. Geri ráð fyrir því að þú átt við 230V, eins og venjuleg innstunga.
Þú myndir gersamlega grilla viftuna með 230V, þannig að þú þarft spennubreyti á þetta.
Re: kassaviftur
Sent: Fös 30. Apr 2010 16:02
af Klemmi
12V spenna með jafnstraumi, ekki 230V spenna í riðstraumi.
Re: kassaviftur
Sent: Fös 30. Apr 2010 16:09
af mattiisak
reddaðu þér bara gömlum aflgjafa
Re: kassaviftur
Sent: Fös 30. Apr 2010 16:22
af BjarkiB
mattiisak skrifaði:reddaðu þér bara gömlum aflgjafa
Mun þæginlegra væntanlega að geta bara stungið beint í samband í staðin að hafa risa flykki hliðiná.
Re: kassaviftur
Sent: Fös 30. Apr 2010 16:26
af BjarniTS
Tiesto skrifaði:mattiisak skrifaði:reddaðu þér bara gömlum aflgjafa
Mun þæginlegra væntanlega að geta bara stungið beint í samband í staðin að hafa risa flykki hliðiná.
Væri líka mun þægilegra að geta bara flogið sjálfur út til sólarlanda eins og Superman en þurfa ekki að kaupa þessa fáránlega dýru flugmiða.
Re: kassaviftur
Sent: Fös 30. Apr 2010 16:30
af BjarkiB
Og er straumbreytir eitthvað dýr?
Re: kassaviftur
Sent: Fös 30. Apr 2010 16:35
af Glazier
BjarniTS skrifaði:Væri líka mun þægilegra að geta bara flogið sjálfur út til sólarlanda eins og Superman en þurfa ekki að kaupa þessa fáránlega dýru flugmiða.
Æji.. farðu bara og leggðu þig eða eitthvað
Re: kassaviftur
Sent: Fös 30. Apr 2010 17:59
af DoofuZ
Fáðu þér
eitt svona, tengir þá straumbreytinn bara beint við viftuna
Ég er að gera það eins og sést
hér.
Re: kassaviftur
Sent: Fös 30. Apr 2010 18:26
af mattiisak
DoofuZ skrifaði:Fáðu þér
eitt svona, tengir þá straumbreytinn bara beint við viftuna
Ég er að gera það eins og sést
hér.
ég á eitt stikki svona enn þetta er nú meira sorpið eða þar að segja allir sata diskar sem ég tengi við þetta higsta bara . enn PATA tengið virkar fínt
Re: kassaviftur
Sent: Lau 01. Maí 2010 01:46
af Zpand3x
Það virkar fínt að taka gamalt síma hleðslutæki sem er ekki í notkun lengur.. klippa á vírana og snúa saman (eða lóða) við viftuvírana. Virkaði allavega hjá mér þegar ég var að leika mér.