Síða 1 af 1

Hiti?

Sent: Mið 28. Apr 2010 11:35
af Avajin
Ég er með eldgamalt Nvidia 8800GTS skjákort og hitinn fer alveg uppí 76°C Idle en þegar ég er að keyra leik þá fer það alveg uppí 90°C+. Skjákortið er eldgamalt ætli það sé vandamálið?
En ég vildi bara spurja hvort þetta sé eðlilegur hiti?

speed_fan01.png
SpeedFan
speed_fan01.png (34.74 KiB) Skoðað 542 sinnum

Re: Hiti?

Sent: Mið 28. Apr 2010 11:40
af chaplin
76°c @ idle er flaming hot, en þessi kort voru jú oftast mjög heit. 90°c og þá ertu ekki langt frá deadlineinu.

Er kortið fullt af ryki? Hefuru prufað að skipta um kælikrem? Er eitthvað loftflæði í kassanum yfir höfuð?

Re: Hiti?

Sent: Mið 28. Apr 2010 11:47
af GullMoli
Er með eitt svona skjákort sem fór yfir 100°C við 100% álag :Þ Þessi kort þola alveg mikinn hita en ég myndi samt sækja EVGA Precision (<- clickable), því þú getur stillt hraðann á viftunni þar.
Hjá mér eru vifturnar vanalega á 60% idle en þú getur hækkað þetta upp í 70-80, eða bara eins hátt og þú sjálfur þolir.

Einnig væri sniðugt að kíkja í kortið og athuga með ryk :Þ

Re: Hiti?

Sent: Mið 28. Apr 2010 12:52
af Avajin
Downloadaði Evga dæminu og hitinn fór alveg niður í 66° en samt væri betra að hafa viftuna á default þar sem það kemur mikill hávaði frá þessu. En samt fyrir bakvið kortið þar sem blástur á að koma út, finn ég fyrir engu lofti þetta er pottþétt ryk. Og ég hef aldrei snert kortið síðan ég keypti það.

Re: Hiti?

Sent: Mið 28. Apr 2010 16:18
af vesley
Avajin skrifaði:Downloadaði Evga dæminu og hitinn fór alveg niður í 66° en samt væri betra að hafa viftuna á default þar sem það kemur mikill hávaði frá þessu. En samt fyrir bakvið kortið þar sem blástur á að koma út, finn ég fyrir engu lofti þetta er pottþétt ryk. Og ég hef aldrei snert kortið síðan ég keypti það.



er um 110% viss að það sé stútfullt af ryki.

reddaðu þér núna bara eitthverju til að blása rykið úr og helst ekki ryksugu þar sem það myndast stöðurafmagn þegar ryksugan sýgur rykið.