Síða 1 af 1

Antec Sonata eigendur

Sent: Fös 23. Jan 2004 20:23
af Snikkari
Mig langar að vita hvort einhver hérna eigi Antec Sonata kassa ?
Ég er að spá í að kaupa svona kassa en langar að heyra álit eigenda fyrst.

Sent: Fös 23. Jan 2004 20:50
af skipio
http://www.silentpcreview.com/modules.php?op=modload&name=Sections&file=index&req=viewarticle&artid=87&page=1

Sjálfur var ég að spá í svona Sonata kassa síðasta haust en keypti mér í staðinn Antec SLK 3700 (afar áberandi kassi á fyrrnefndum stað). Ég keypti minn kassa reyndar í Expert undir nafninu Compucase 6A en þetta er sami kassinn og SLK 3700 fyrir utan að coverið er annað (hurð á SLK3700). Ástæðurnar fyrir því að ég keypti mér ekki Sonata voru eftirfarandi:
- of dýr
- ekki hljóðlátari en Compucase 6A (mjög gott Herochi PSU í 6A kassanum)
- Þar sem PSU-ið í báðum þessum kössum eru ekkert stórkostlega hljóðlát(m/v t.d. Nexus PSU-in - þau eru auðvitað mjög hljóðlát m/v flest PSU) fannst mér betri fjárfesting að kaupa mér ódýrari kassa og eiga þá 6.000 krónur sem ég gæti síðar notað til að fá mér almennilegt PSU (eða kaupa Panaflo viftu og modda PSU-ið).
- Þægilegra að opna 6A kassann - þarf ekkert skrúfjárn.
- Hægt að taka báðar hliðarnar af 6A kassanum; t.d. ef vill setja hljóðeinangri efni í kassann.
- Betra loftflæði en í Sonata ef maður moddar hann örlítið (harðadiskabúrið í Sonata er frekar takmarkandi)
- kunni ekki við Antec merkið á hliðinni á Sonata sem vel að merkja er þarna afþví ella var loftflæðið ekki nægilega gott.

Hinsvegar verð ég að viðurkenna að Sonata hefur ákveðna kosti fram yfir 6A kassann minn;
- Þykkara stál sem þýðir minni titring frá hörðum diskum.
- Hurðin getur verið sniðug ef maður er ekki með svört geisladrif og disklingadrif.
- Stærri loftgöt á vírgrindinni fyrir vifturnar í kassanum.
- Sérstakir viftu rafmagnstenglar svo PSU-ið stjórnar snúningshraðanum á öllum viftunum í kassanum - eykur hraðann ef hitinn hækkar.
- Kassinn er flottari ef þú fílar svona glansandi.

Sumir kunna að meta að hörðu diskarnir eru settir inn í frá hlið en persónulega finnst mér þægilegra að taka bara harðadiskabúrið út úr tölvunni. Auk þess hindrar diskabúrið í Sonata loftflæðið eins og fyrr sagði.

Ef ég væri að velja í dag myndi ég fá mér Sonata kassann ef ég ætlaði mér ekkert að modda tölvuna frekar - kaupa nýtt PSU o.s.frv. en ella myndi ég frekar fá mér SLK3700 eða Compucase 6A.

Þessir kassar eru hinsvegar miklu betri en svo til allir aðrir kassar sem seldir eru á Íslandi. T.d. eru Dragon kassarnir ekkert annað en eldri týpa af Antec kössum undir öðru nafni og með öðru cover og háværu PSU.