Síða 1 af 1

ferðaísskápur project inn í skáp.

Sent: Fös 12. Mar 2010 01:43
af biturk
ég er með lítinn ferðaísskáp sem er að lenda í smá projecti, hann ætlar inn í fataskápinn minn hliðiná rúminu svo maður hafi smá kælingu fyrir ölið og gosið (latur, já ég veit)

en þar sem hann fer inn í lokaðann skáp þá þarf hann kælingu, rímið er býsna stórt þarna inn og ég var að spá hvort ég ætti að loka hann eitthvað af til að minnka rýmið?

ég set náttúrulega viftu til að blása lofti út? var að spá í einni 120mm viftu í skáphurðina, haldiði að ísskápurinn myndi höndla að tengja auka viftu inná kerfið?


væri geggjað að fá svör og hugmyndir, ætla að reina að fara í þetta á morgun ef ég get :P








NÝTILKOMIÐ

jæja ég er búinn að þessu, ég ætla að láta myndirnar tala svo að fólk geti fengið sínar hugmyndir um hvernig þetta er framkvæmt (þó að ekki flókið sé)

Tól notuð :

Tommustokkur
Smíðablýantur
vinkill og hallamál
batterísborvél
10mm trébor
torkbiti (t-20)
fjórar skrúfur
tveir vinklar
stingsög og því miður alltof gróft blað í henni, mæli með mjög fínu til að gera fallegri skurð


að gefnu tilefni vil ég benda á að þetta eiðileggur húsgögnin svo að ekki gera þetta nema þið séu hundrað prósent viss um að þið viljið þetta og ekki eiða dýra fataskápnum í þetta, ég tek enga ábyrgð á ónýtum húsgögnum

Mynd
búinn að teikna

Mynd
búin nað bora holu í horn, ég boraði í öll hornin svo ég þyrfti aldrei að snúa söginni = fallegra sár

Mynd
fæturnar undann ísskápnum

Mynd
voila, komið þetta fína gat, ég þurfti að snyrta slatta til því ísskápurinn hjá mér er hálf kúftur

Mynd
svona lýtur hann út við prufur

Mynd
inn í skápnum

Mynd
setti vinklana undir og skrúfaði

Mynd
boraði í gegnum sökkulinn á ská upp fyrir rafmagnsleiðslunni

Mynd
séð að innan

Mynd
smá cable management

Mynd
beverages

Mynd
massagott alveg held ég

Þakka ykkur fyrir. :P

Re: ferðaísskápur - Auka vifta

Sent: Fös 12. Mar 2010 02:43
af Drrrrrrrrrrrrr
Töff. Ætla að koma mér upp svipuðu eht. Endilega láttu okkur vita hvernig gengur, og helst settu myndir. :)

Re: ferðaísskápur - Auka vifta

Sent: Fös 12. Mar 2010 19:18
af biturk
væri fínt ef einhver vissi allavega hvort að það væri sniðugt að setja aðra viftu, er ekki vel að mér í þessum málum og vill helst ekki grilla ísskápinn eða eitthvað :lol:

Re: ferðaísskápur - Auka vifta

Sent: Lau 13. Mar 2010 16:32
af 121310
svona vifta þarf mjög lítið afl en athugaðu hvað aflgafinn er öflugur og ef það er mjög margfallt afl viftunnar þá er það líklega í lagi annars ekki

Re: ferðaísskápur - Auka vifta

Sent: Lau 13. Mar 2010 17:19
af hauksinick
held það ætti að doo the job að setja hreinlega bara sæmilega stór göt í bakið á skápnum

Re: ferðaísskápur project inn í skáp.

Sent: Sun 14. Mar 2010 12:16
af 121310
Þessi á skilið Thule

Re: ferðaísskápur project inn í skáp.

Sent: Sun 14. Mar 2010 12:22
af lukkuláki
Massaflott hjá þér :) ég spurðist einmitt fyrir um svona mál fyrir stuttu síðan og hringdi í Heimilistæki og Fönix og það var sama svar hjá þeim báðum, ísskápar og frystiskápar þurfa ekki neina auka kælingu þó þeir séu lokaðir inni í vegg eða þvílíku þannig að ég held að það sé ekkert sem þú þarft að hafa áhyggur af.

Re: ferðaísskápur project inn í skáp.

Sent: Sun 14. Mar 2010 12:33
af viddi
Fært

Re: ferðaísskápur project inn í skáp.

Sent: Mið 17. Mar 2010 06:49
af biturk
lukkuláki skrifaði:Massaflott hjá þér :) ég spurðist einmitt fyrir um svona mál fyrir stuttu síðan og hringdi í Heimilistæki og Fönix og það var sama svar hjá þeim báðum, ísskápar og frystiskápar þurfa ekki neina auka kælingu þó þeir séu lokaðir inni í vegg eða þvílíku þannig að ég held að það sé ekkert sem þú þarft að hafa áhyggur af.




ekki er ég reindar sammála þessu, man eftir því þegar ég var á heimavist ma/vma á sínum tíma að ísskápar voru á nýju herbergjunum inn í skáp og þeir dóu flestir eftir ár því þeir fengi ekki nægilega kælingu.


en hins vegar virkar kælingin á þessu mferðaísskáp bara eins og á örgjörva á tölvu eða mjög svipað svo ég þarf að halda loftinu sem köldustu, hann gengur í +4 gráður núna og var að spá í að bora bara helling af götum á toppinn og gá hvort það myndi ekki duga :P

Re: ferðaísskápur project inn í skáp.

Sent: Mið 14. Apr 2010 23:40
af biturk
og það dugði eiginlega ekki nógu vel, er málið að setja viftur í þetta eða?

hvað segja fræðingarnir? væri ráð að minnka rýmið fyrirneðann eitthvað svo hitinn þjappist meira upp og setja svo viftu í toppinn til að blása út eða inn?

Re: ferðaísskápur project inn í skáp.

Sent: Fim 15. Apr 2010 00:09
af Gúrú
Mældu hitann þarna inni með hitamæli á "álagstímum" (lokaður gluggi), er hann virkilega það langt frá hitastiginu umhverfis eldhússískápinn?