Síða 1 af 1
OC'A E8400
Sent: Mán 01. Mar 2010 18:41
af Victordp
Sælir er með Intel C2D e8400, er að íhuga að OC'A hann hann er núna í idle 3.0 GHz og er u.þ.b. 50°C og er með stock kælingu.
Ætti eg að na að koma honum í eitthvað hærra ?
Re: OC'A E8400
Sent: Mán 01. Mar 2010 18:49
af KermitTheFrog
Það er auðveldlega hægt að koma þeim í 3.6GHz með því að hækka fsb bara í 400MHz. Ef þú ætlar eitthvað hærra þá þarftu sennilega að eiga við voltin.
En betri kæling væri best að byrja á.
Re: OC'A E8400
Sent: Mán 01. Mar 2010 18:50
af ZoRzEr
KermitTheFrog skrifaði:En betri kæling væri best að byrja á.
QFT
Re: OC'A E8400
Sent: Mán 01. Mar 2010 19:04
af JohnnyX
KermitTheFrog skrifaði:Það er auðveldlega hægt að koma þeim í 3.6GHz með því að hækka fsb bara í 400MHz. Ef þú ætlar eitthvað hærra þá þarftu sennilega að eiga við voltin.
En betri kæling væri best að byrja á.
þarf þá samt ekkert að eiga við hlutföllin á milli klukkuhraða örgjörvans og vinnsluminnanna?
Re: OC'A E8400
Sent: Mán 01. Mar 2010 22:11
af himminn
JohnnyX skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:Það er auðveldlega hægt að koma þeim í 3.6GHz með því að hækka fsb bara í 400MHz. Ef þú ætlar eitthvað hærra þá þarftu sennilega að eiga við voltin.
En betri kæling væri best að byrja á.
þarf þá samt ekkert að eiga við hlutföllin á milli klukkuhraða örgjörvans og vinnsluminnanna?
Móðurborðið þitt, p43neo, gerir það sjálfkrafa, man ekki hvað það heitir í bios, en maður setur það í mode1 eða 2 og þá er auðveldara en allt að setja örgjörvann í 4ghz
Re: OC'A E8400
Sent: Mán 01. Mar 2010 22:14
af KermitTheFrog
JohnnyX skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:Það er auðveldlega hægt að koma þeim í 3.6GHz með því að hækka fsb bara í 400MHz. Ef þú ætlar eitthvað hærra þá þarftu sennilega að eiga við voltin.
En betri kæling væri best að byrja á.
þarf þá samt ekkert að eiga við hlutföllin á milli klukkuhraða örgjörvans og vinnsluminnanna?
Jú, þess er þörf. Það er nú samt ekkert stórmál.
Re: OC'A E8400
Sent: Þri 02. Mar 2010 00:48
af chaplin
Idle hitinn skiptir 0.00 máli. Load hitinn skiptir máli. Settu upp coretemp og LinX eða Prime95. Settu á Small FFTS (eða eitthvað slíkt) - ef hitinn þinn fer yfir 65°c myndi ég ekki mæla með að yfirklukka nema íhuga betri kælingu.