Síða 1 af 1

fsb:dram hlutfall

Sent: Fim 11. Feb 2010 17:52
af ronneh88
Sælir vaktarar :)
Er að vonast eftir að einhver snillingur gæti svarað þessum spurningum. :?:
Er með: örgjörvi core2duo E6850 - móðurborð evga 680i - kingston hyperx 1066mhz - antec p190 góða air kælingu.

Hvort er betra?

1:1 3,6ghz 400mhz og 400mhz dram á 800mhz minni 5-5-5-16

3:4 3,6ghz 400mhz og 533mhz dram á 1066mhz minni 5-5-5-15

Tölvan frýs eftir smá tíma í vinnslu þegar ég hef 3:4..
Ætti ég að reyna að ná 3:4 - 3,6ghz - 1066mhz með því að hækka volt?
Eða ætti ég að hafa 1:1 - 3,6ghz - 800mhz?
Er tölvan að frjósa útaf það vantar volt? Er undir mörkum í hita.

kveðja ronneh88

Re: fsb:dram hlutfall

Sent: Fös 12. Feb 2010 20:26
af ronneh88
^
I

Re: fsb:dram hlutfall

Sent: Fös 12. Feb 2010 21:01
af SteiniP
Hún er væntanlega að frjósa út af minninu. Prófaðu að hækka timings örlítið.
Annars er enginn marktækur munur á 800 og 1066MHz minni, ekkert sem þú tekur eftir allavega.

Re: fsb:dram hlutfall

Sent: Mið 17. Feb 2010 03:33
af chaplin
Hún gæti verið að frjósa útaf
- Vantar Vcore (Kjarninn fá of lítinn straum)
- Vantar NBVolt (Norðurbrúin að fá of lítinn straum)
- Vantar DIMMv (Vinnsluminni að fá of lítinn straum)
- Minnis timings.
- Örgjörvinn ræður ekki við þetta (þótt þú náir að boota er kjarinn ekki talinn stöðugur fyrr en eftir 8 klst af stöðuleikaprófi)
- Móðurborðið ræður ekki við svona hátt FSB
- C1E Enabled(Mjög ólíklega en getur valdið óstöðulega/Crash)
- Milljón aðrar ástæður

Annars finnst mér líklegt að þetta sé móðurborðið þitt, hef slæma reynslu af því.

Sýndu fullar uppls. af BIOS, þar sem sjást allar helstu uppls. um kjarnann, minni, volt, ect.. Einnig eru margar stillingar sem þú þarf að hafa disabled/enabled til að ná sem hæsta stöðuleika, vertu viss um að það sé rétt.

Þótt það sé ekki marktækur munur á 800Mhz og 1066Mhz þá er munurinn aðalega í dividerinum, ss. 1:1 og 3:4 - Man ekki hvernig á að reikna þetta eins og er, 1066 1:1 vs 1066 3:4 getur held ég skilað um 20% aflkastamun. Svo það getur vel verið að 800Mhz 1:1 og 1066Mhz 3:4 sé að performa mjög svipað. Prufaðu bara að keyra memtest 4.0 (amk. 4 passes) og Memory utilitieið frá Everest.

Mér sýnist þú þó þurfa lesa þig aðeins betur til áður en þú ferð að fikta. Þetta getur skemmt búnað ef ekki er farið rétt að, en ef rétt er gert er áhættan 0.01%.

Ef þetta væri hitavandamál þá ætti hún að slökkva á sér strax.

Gangi þér vel.