Síða 1 af 1

Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Mið 20. Jan 2010 22:27
af Zt0rM
Oftast hefur maður heyrt í gegnum árin að vökvakæling væri ekki þess virði bæði vegna kostnaðar og áhættu og að jafnvel sé hægt að ná betri kælingu með sumum high end viftukælingum.
En hvað segja menn í dag, er þetta ennþá svona eða er komin góð reynsla á þetta?

Er að spá í kælingu fyrir i7 örgjörva sem þyrfti að vera hægt að klukka úr 2.66GHz í ca. 3.33Ghz

Hérna er vökvakæling sem ég rakst á hjá Buy.is og fékk mig til að íhuga þetta:
http://buy.is/product.php?id_product=815

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Mið 20. Jan 2010 22:36
af SteiniP
Ættir alveg að ná i7 í 3.3GHz á loftkælingu.
Er með minn núna á 3.15 og hann rétt skríður yfir 60°C þegar mest á reynir.
Er enn að bíða eftir ultra kaze viftum á örrakælinguna (Prolimatech Megahalems) og þá verður klukkað eitthvað hærra.

Samkvæmt benchmarks sem ég hef skoðað þá er Corsair H50 ekki að skila neitt lægri hitatölum en öflugar loftkælingar.

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Mið 20. Jan 2010 22:55
af ingibje
samt sem áður, er vökvakælingin ekki allveg hljóðlaus?

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Mið 20. Jan 2010 22:59
af SteiniP
ingibje skrifaði:samt sem áður, er vökvakælingin ekki allveg hljóðlaus?

Nei það er vifta á henni til að kæla vatnið.

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Mið 20. Jan 2010 22:59
af Gets
Ég verð samt að segja að mér finnst þessi Corsair H50 vatnskæling ansi áhugaverð fyrir það að hún kostar ekki mikið og þá á ég við það að fyrir nokkrum árum kostuðu almenilegar vatnskælingar hvítuna úr augunum.

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Fim 21. Jan 2010 00:03
af lionellux
Þessi kæling er alveg málið í dag tekur allar þessar viftu kælingar í dag í rassgatið,,veit það að bróðir minn er með þessa kælingu og hún heldur sér í 29-31 í léttri keyrslu og í full load (prime95) þá er hún í 45-47

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Fim 21. Jan 2010 00:05
af JohnnyX
lionellux skrifaði:Þessi kæling er alveg málið í dag tekur allar þessar viftu kælingar í dag í rassgatið,,veit það að bróðir minn er með þessa kælingu og hún heldur sér í 29-31 í léttri keyrslu og í full load (prime95) þá er hún í 45-47


á hvaða örgjörva er hann að nota hana?

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Fim 21. Jan 2010 00:23
af lionellux
Hann er að nota hana á amd 965 örgjafan,, http://buy.is/product.php?id_product=525

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Fim 21. Jan 2010 00:31
af gardar
Gets skrifaði:Ég verð samt að segja að mér finnst þessi Corsair H50 vatnskæling ansi áhugaverð fyrir það að hún kostar ekki mikið og þá á ég við það að fyrir nokkrum árum kostuðu almenilegar vatnskælingar hvítuna úr augunum.



Þær gera það enn, þessi corsair kæling er ekkert uber 1337 dót

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Fim 21. Jan 2010 01:10
af Danni V8
Bara smá pæling. Það er gert ráð fyrir að vatnskassinn er settur í staðinn fyrir 120mm viftuna sem er exhaust vifta í flestum kössum á bakhliðinni, gerir það ekki að verkum að tölvan nær ekki að "pústa" eins vel út og þar af leiðandi myndu aðrir hlutir í henni örlítið meira?

Ég allavega veit að þegar ég var með gamla Antec Sonata II kassann minn sem var einungis með viftu þarna að aftan þá þurfti ég að taka hlðiðarplötuna í burtu þegar viftan að aftan bilaði, annars varð allt bara alveg sjóðandi heitt.

Ég persónulega myndi ekki taka þessa viftu í burtu.

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Fim 21. Jan 2010 01:16
af chaplin
Bara svo það sé á hreinu, að þá er H50 svokölluð "hybrid" kæling, og jú hún er vel þess virði! Það eru til loftkælingar sem ná svipuðum hita og hún, en þá eru menn oft að keyra amk. 2 x 150 CFM viftur, hátt í 100dB hávaði, frá sitthvori! Einnig í stað fyrir risaturn þá er þetta smá kubbur sem fer á kjarnann, og 2 slöngur, vatnskassinn er hægt að mounta aftaná flest alla kassa og er því lítið sem ekkert fyrir.

Ég mæli með H50 fyrir hvern sem er, þó aðalega þá sem stefna að yfirklukka. Er einmitt að fara grípa mitt eintak vonandi sem fyrst.

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Fim 21. Jan 2010 01:30
af dragonis
daanielin skrifaði:Bara svo það sé á hreinu, að þá er H50 svokölluð "hybrid" kæling, og jú hún er vel þess virði! Það eru til loftkælingar sem ná svipuðum hita og hún, en þá eru menn að keyra amk. 2 x 150 CFM viftur, hátt í 100dB hávaði, frá sitthvori!

Ég mæli með H50 fyrir hvern sem er, þó aðalega þá sem stefna að yfirklukka. Er einmitt að fara grípa mitt eintak vonandi sem fyrst.


Ég er bróðir Lionellux ,hlusta ekki á einhvað rugl þetta er málið fyrir þá sem eru að yfirklukka,@ Danni V8 þá er 120 mm vifta sem blæs á vatsnskassan.

Ein mynd ,setti þetta upp í fyrradag á eftir að laga aðeins til í kassanum ,ef þið horfið myndina niðri í miðjuni stendur hitinn á örgjafanum 33 idle @ 4.0 GHz ,ath þetta er heitur örgjafi á stock speed !

Full load 48 49 C í Prime 95 í 2 tíma.

Mynd

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Fim 21. Jan 2010 01:43
af vesley
getur overclockað i7 í 4ghz+ með h50 : D

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Fim 21. Jan 2010 03:04
af hsm
vesley skrifaði:getur overclockað i7 í 4ghz+ með h50 : D

Ert þú ábyrgur fyrir því ????? [-(

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Fim 21. Jan 2010 03:15
af dragonis
hsm skrifaði:
vesley skrifaði:getur overclockað i7 í 4ghz+ með h50 : D

Ert þú ábyrgur fyrir því ????? [-(


http://www.youtube.com/watch?v=TQIag3B3jrc

http://www.youtube.com/watch?v=keqRRsCYagk 4.4 GHz

Googlaði þetta fyrsta sem ég rakst á. FFS do your research.

(leitarskilyrði) (i7 AT 4.0 GHZ ON H50)

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Fim 21. Jan 2010 09:06
af Fletch
er að keyra minn i7 920 á 4.1GHz með vatnskælingu...

til að ná sambærilegri kæligetu með loftkælingu þarftu MJÖG háværa viftu :)

á meðan kælingin hjá mér er svotil silent, er með svona þrefaldan vatnskassa með hljóðlátum viftum
Mynd

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Fim 21. Jan 2010 17:43
af chaplin
dragonis skrifaði:
Ég er bróðir Lionellux ,hlusta ekki á einhvað rugl þetta er málið fyrir þá sem eru að yfirklukka,@ Danni V8 þá er 120 mm vifta sem blæs á vatsnskassan.

Ég sagði þetta nú eingöngu þar sem H50 er alls ekkert ódýr mv. hvað góð loftkælingar kostar. Ef þú átt peninginn mæli ég með H50 fyrir hvern sem er, annars er Scythe Mugen 2 mjög góð líka og myndi alveg duga fyrir hann fyrir svona lítið overclock, einnig er hún um 6.000kr ódýrari.

Bottomline: H50 er geðveik. Algjörlega þess virði. Held hún sé að toppa allra allra bestu loftkælingar um ca. 2-3 gráður.

Og Fletch, gief! :8)

Re: Er vökvakæling fyrir örgjörva málið?

Sent: Lau 23. Jan 2010 13:13
af gardar
Fletch skrifaði:er að keyra minn i7 920 á 4.1GHz með vatnskælingu...

til að ná sambærilegri kæligetu með loftkælingu þarftu MJÖG háværa viftu :)

á meðan kælingin hjá mér er svotil silent, er með svona þrefaldan vatnskassa með hljóðlátum viftum
[img]http://www.scan.co.uk/Images/Products/1095655-a.jpg[img]


hvaða block og dælu ertu með?