Síða 1 af 1
Shuttle XPC SN45G
Sent: Mán 12. Jan 2004 01:11
af Snikkari
Hvað finnst mönnum hér um þetta unit.
http://tolvuvirkni.net/pw?inc=view&flo= ... _XPC_SN45G
Ég er að hugsa um að kaupa svona handa konunni og setja í þetta 2500+ Barton, 2x 256Mb DDR400, Radeon 9600 Pro, Samsung 80Gb ATA133 og Samsung combo drif.
Það gerir tæplega kr. 80.000.-
Mig langar svo til þess að vita hvort einhver hér á svona grip, eða þekkir einhvern sem á svona, fá einhverjar reynslusögur.
Sent: Mán 12. Jan 2004 01:32
af Arnar
Ætlar konan þín bara að nota þetta í word/excel/outlook eða hvað ætlar hún að nota tölvuna í?
Sent: Mán 12. Jan 2004 01:36
af Snikkari
Arnar skrifaði:Ætlar konan þín bara að nota þetta í word/excel/outlook eða hvað ætlar hún að nota tölvuna í?
Já, netið og kannski eitthvað í myndvinnslu og smá LAN hérna heimavið líka.
Sent: Þri 13. Jan 2004 22:59
af nomaad
Setti saman einn svona um jólin. Frekar sweet kassi svona í heildina. Ekki alveg hljóðlaus (hann kickar sennilega inn með viftuna ef þú ferð að spila leiki) en vel þolanlegur í rólegri vinnslu. Það er svolítið óvenjulegt að setja hann saman, það er nánast nauðsynlegt að lesa aðeins leiðbeiningarnar fyrst (því miður
). Það fylgir með kælikrem en maður getur náttúrulega sett hvað sem er.
En já, frekar töff kassi í heildina. Ég væri alveg til að eiga eina svona í LAN
Sent: Þri 13. Jan 2004 23:55
af odinnn
mér finnst líka flott mini-atx móðurborðin frá VIA, sem er til sölu á computer.is, með innbyggðum örgjörva, skjákorti og hljóði og ekki ein einasta vifta á því. setja bara VIVO í lausu PCI raufina og DVD spilara og þá er kominn fínnt tæki í stofuna.
Sent: Fös 16. Jan 2004 11:39
af Hlynzi
Ég á littla vél, Mini ITX með VIA kubbasetti. ÞAð er soddan eilífðarverkefni. Eða ætli ég sé ekki bara latur.
Það er ein vifta á henni en hægt að breyta því svosem. Og alls ekki mikill hávaði.
Sent: Fös 16. Jan 2004 19:14
af Damien
Vá hvað þetta er flott!