Síða 1 af 1

álit á moddun

Sent: Lau 02. Jan 2010 15:50
af bixer
hæhæ

ég fékk fyrir nokkrum vikum gamla vél í hendurnar, hún er ekki sú besta en er fínn mediacenter. kassinn er ljótur og leiðinlegur þannig foreldrar mínir vilja ekki hafa hann í stofunni. ég er að hugsa um að gera eftirfarandi við hann: spreyja hann svartann, setja usb tengi framaná og finna leið til að geyma snúrur á kassanum. jafnvel möguleiki á að festa lyklaborðið ofaná hann.
mín spurning til ykkar er hvernig haldið þið að þetta komi út? ef þetta er hræðileg hugmynd hvað annað gæti ég gert? er vesen að spreyja svona kassa?

Mynd
Mynd
Mynd

Re: álit á moddun

Sent: Lau 02. Jan 2010 15:56
af vesley
redda þér 5 1/2 og 3 1/2 bay covers . það mun gera hann skárri og væri ekki auðveldast bara að vera með þráðlaust lyklaborð ?

Re: álit á moddun

Sent: Lau 02. Jan 2010 15:58
af rapport
Þetta vesen með lyklaborðið = er ekki hægt að leysa það með einhverju svona?

http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=20182

bætt við e. sma´Google...

http://www.techwarelabs.com/reviews/per ... ion_basic/

Re: álit á moddun

Sent: Lau 02. Jan 2010 16:00
af Matti21
Það er pínu vesen að spreyja svona kassa en ekkert erfitt. Þarft bara að gefa þér góðan tíma í það.
Flottur guide hérna --> http://case-mods.linear1.org/case-mod-1 ... se-part-1/
Síðan bara einfallt þráðlaust lyklaborð. Ég er bara að nota eitthvað hræódýrt drasl sem ég keypti í BT fyrir mörgum árum til þess að stjórna mínum media center. Kostaði minnir mig 2000 kall þegar ég keypti það en það er samt mjög stílhreynt og gerir allt sem ég þarf.

Re: álit á moddun

Sent: Lau 02. Jan 2010 16:45
af bixer
sprey: þarf semsagt bara að nota sandpappír til að ná gamla litnum af, setja einhvern grunn lit og svo spreyja? nenni ekki að fá svona ofurvel gert eins og hann er með

þráðlaust lyklaborð og mús: ég finn ekkert undir 7 þúsundum

Re: álit á moddun

Sent: Lau 02. Jan 2010 16:46
af JohnnyX
Ef þú villt fá góða áferð á kassann myndi ég renna yfir hann með terpentínu til að taka glanshúðina af og skítinn. Það sést allt og þá meina ég ALLT þegar að þú spreyjar kassann. Ég gerði þau mistök að gera þetta ekki þegar að ég gerði þetta á sínum tíma og það kom ekki vel út. En í tilraun 2 heppnaðist þetta bara vel

EDIT: ég gæti átt þráðlaust lyklaborð og mús fyrir þig sem þú getur fengið á slikk

Re: álit á moddun

Sent: Lau 02. Jan 2010 16:56
af bixer
hey geturu lýst þessu aðeins betur, ertu að meina þetta?
1. sandapappír til að taka allt
2.terpentín fyrir það sem er eftir
3. grunna eða er það óþarfi?
4. spreyja
5. setja kassann saman og byrja að nota?

hvað ertu til í að láta mig fá lyklaborðið og músina á?

Edit: það er plast framaná gildir það sama um það?

Re: álit á moddun

Sent: Lau 02. Jan 2010 18:17
af JohnnyX
bixer skrifaði:hey geturu lýst þessu aðeins betur, ertu að meina þetta?
1. sandapappír til að taka allt
2.terpentín fyrir það sem er eftir
3. grunna eða er það óþarfi?
4. spreyja
5. setja kassann saman og byrja að nota?

hvað ertu til í að láta mig fá lyklaborðið og músina á?

Edit: það er plast framaná gildir það sama um það?


Ef að þú vilt gera þetta virkilega vel geturu notað sandpappír fyrst til að taka fyrsta málingarlagið af en ekki nota þá of grófan. Það var allavega óþarft hjá mér. Ef að þú kýst að nota sandpappír þá er engin þörf fyrir terpentínuna, hún er einungis notuð til að taka glanshúðina af málingunni ef að þú ætlar að sprauta beint á kassann. Mundu að þegar að þú spreyjar að ekki vera með brúsann of nálægt kassanum annars koma "kekkir" í áferðina

EDIT: með plastið þá held ég að þú ættir að geta gert það sama

Re: álit á moddun

Sent: Lau 02. Jan 2010 18:19
af bixer
áttu fyrir og eftir myndir af þínum?

Re: álit á moddun

Sent: Lau 02. Jan 2010 19:43
af JohnnyX
bixer skrifaði:áttu fyrir og eftir myndir af þínum?


því miður ég klikkaði á því =/ En ég er að fara að spreyja einn kassa sem að ég á að innan. Skal senda þér myndir af því ef að þú verður ekki byrjaður á moddinu þínu :)

Re: álit á moddun

Sent: Sun 03. Jan 2010 13:56
af bixer
fer örugglega á morgun og kaupi sandpappír og sprey, hversu grófann sandpappír þarf maður og er eitthvað eitt sprey sem er betra en annað?

Re: álit á moddun

Sent: Sun 03. Jan 2010 16:01
af JohnnyX
bixer skrifaði:fer örugglega á morgun og kaupi sandpappír og sprey, hversu grófann sandpappír þarf maður og er eitthvað eitt sprey sem er betra en annað?


ég keypti bara sprey í Exodus og konan þar hjálpaði mér að velja. En ég er ekki viss um grófleika sandpappírsins. Ef að þú ert að fara að taka gamla lagið af kassanum þá kannski 60 eða 80p. Svo fara yfir með ofur fínum pappír kannski. Gæti alveg trúað 400p til þess að reyna að losna við rispurnar. Vill taka það fram að ég er ekki alveg 100% með sandpappírshlutann þannig að taktu þessum leiðbeiningum með fyrirvara.

Re: álit á moddun

Sent: Sun 03. Jan 2010 16:46
af bixer
ég geri bara það sem þú segir, ég get ekki farið í exodus. bý á siglufirði, vel bara eitthvað sem mér finnst flott. þetta með sandpappírinn þarf ég að skoða

ég mun svo taka myndir af öllu til að setja hingað

Re: álit á moddun

Sent: Sun 03. Jan 2010 17:49
af JohnnyX
bixer skrifaði:ég geri bara það sem þú segir, ég get ekki farið í exodus. bý á siglufirði, vel bara eitthvað sem mér finnst flott. þetta með sandpappírinn þarf ég að skoða

ég mun svo taka myndir af öllu til að setja hingað


Já, endilega keep us posted :D

Re: álit á moddun

Sent: Sun 03. Jan 2010 17:53
af Viktor
Var að gera þetta við gamlan kassa hjá mér, vara þig við því að það tekur áratugi að sandpappíra svona kassa. Gafst upp eftir hliðarnar og tók innvolsið bara með grunni, ekki sandpappír, svo bara svart yfir.

Re: álit á moddun

Sent: Þri 05. Jan 2010 00:37
af dori
Tekur svona 1200-2000 grit sandpappír sem á að nota með vatni, kannski aðeins minna til að ná mestu málningunni af. Þetta er samt alveg heavy vinna. Notar svo grunn ef þú vilt gera þetta vel. Gerir tvær umferðir af grunn og kannski þrjár af lit (fyrir dýrari týpuna). Ferð svo alltaf með sandpappír yfir á milli umferða, fínni og fínni eftir því sem þú ert kominn nær lokaáferð.

Muna bara að gera frekar fleiri þunnar umferðir en færri þykkar. Það kemur ferlega út ef þetta fer að renna og svona.

Re: álit á moddun

Sent: Þri 05. Jan 2010 00:39
af Blackened
haha strákar.. hafiði heyrt um Powertools? :) tekur enga stund að græja svona kassa með sandpappír ef maður notar Juðara bara ;)

Re: álit á moddun

Sent: Þri 05. Jan 2010 00:44
af dori
Það gera það fæstir því að það verður ekki eins jafnt, nema þú sért sjúklega pró á juðara. En það er auðvitað möguleiki líka.

Re: álit á moddun

Sent: Þri 05. Jan 2010 06:37
af Viktor
Blackened skrifaði:haha strákar.. hafiði heyrt um Powertools? :) tekur enga stund að græja svona kassa með sandpappír ef maður notar Juðara bara ;)

Hefurðu gert þetta?
Málningin sem er á kassanum festist í sandpappírnum og það þarf að "klappa" hana úr honum reglulega. Tekur mjög langan tíma, þrátt fyrir að vera með verkfæri.