Sælir,
Ég er með tölvu hérna sem er í vandræðum með að kveikja á sér. Eftir að hafa leitt út vandamálið hef ég komist að því að þetta er aflgjafinn.
Vandamálið er s.s. að þegar ég ræsi aflgjafann með hann tengdan í móðurborðið með pwr_sw þá kveikir aflgjafinn á sér í sekúndubrot. Ég get hotwirað aflgjafann (úr ps_on í jörð) þannig að hann ræsi sig svo að hann getur alveg verið í gangi, keyrt harða diska og svona.
Ef ég skipti út aflgjafanum þá get ég keyrt tölvuna alveg venjulega svo að vandamálið er væntanlega ekki móðurborðið.
Spurningin er, hefur einhver séð svipuð vandamál með aflgjafa og þá einhverja lausn á þeim? Endilega deilið. Ástæðan fyrir því að ég skipti ekki bara strax um aflgjafa er að þetta er small form factor tölva og aflgjafi sem er eitthvað svona micro dæmi, örlítið lægri og töluvert styttri á aðra kanta en venjulegur ATX aflgjafi svo að ég sé það ekki sem option að kaupa nýjan. Frekar myndi maður bara losa sig við þetta.