Síða 1 af 1

Smá spurning varðandi skjákorts PSU snúru

Sent: Lau 19. Des 2009 22:00
af DoofuZ
Ég er að vinna í því í rólegheitunum að setja saman nýju tölvuna, er með 700w Tagan BZ modular aflgjafa og það eru tvær snúrur sem eru til að tengja við skjákort, báðar eru með eitt 6 pinna tengi og eitt 6+2 tengi. Svo er ég með hið riiisavaxna ofurkort ATI Radeon HD5850 :twisted: og á því eru 2 svona 6 pinna tengi fyrir power, á ég bara að nota 6 pinna tengin á sitthvorri power snúrunni eða virkar ekki alveg að nota bara aðra snúruna og tengja 6 pinna tengið í eitt og 6+2 pinna tengið í hitt en bara sleppa þar +2? Tel frekar líklegt að ég geti notað eina snúru þannig en alltaf gott að vera 100% viss, stendur amk. ekki í manual :roll:

Re: Smá spurning varðandi skjákorts PSU snúru

Sent: Lau 19. Des 2009 22:08
af gRIMwORLD
Ef ég er að skilja þig rétt þá er hver snúra með 6 pinna OG 6+2 pinna.

Ég myndi nota 6 pinna tengin á sitthvorri snúrunni. Skilar sér í stabílli straumi í skjákortið.

Re: Smá spurning varðandi skjákorts PSU snúru

Sent: Lau 19. Des 2009 22:08
af mercury
er með svipað setup á pcix snúrunum hjá mér og gtx 285 sc kort sem þarf einnig 40 amp. ég tengdi bara bæði aðalplöggin á þessum 2 snúrum. better be safe than sorry. ;)

Re: Smá spurning varðandi skjákorts PSU snúru

Sent: Lau 19. Des 2009 22:16
af DoofuZ
Ok, geri það þá bara :D Hef líka svosem ekkert betra að gera við hina snúruna :)

Re: Smá spurning varðandi skjákorts PSU snúru

Sent: Lau 19. Des 2009 23:33
af SteiniP
Mig minnir að 6 pinna tengillinn gefi 75W og raufin gefur 75W og ef ég man rétt þá er kortið að taka eitthvað yfir 200W full load, þannig það er betra að vera safe og tengja báða.