Síða 1 af 1

Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Fös 11. Des 2009 01:36
af DoofuZ
Jæja, er enn að reyna að redda kælingu á Northbridge kubbasettið á LanParty móðurborðinu mínu, var búinn að skoða allar chipset kælingar í þeim búðum sem selja svoleiðis og engin af þeim passaði nema Xigmatek Porter en hún getur bara passað ef ég hef hana svoldið á ská þar sem skjákortið er svoldið fyrir :? Og það væri þá fínt nema þá er bara engan vegin hægt að festa kælinguna öðru megin þar sem koparrörið er svoldið fyrir þar sem skrúfan kemur við hliðiná kælifletinum að neðan (sjá myndir). Ég veit ekki alveg hvernig er best að leysa þetta, það eina sem mér dettur í hug er að beygja koparrörin einhvernvegin þannig að stóri parturinn sé aðeins aftar en hann er, annars sé ég ekki alveg hvernig ég get reddað þessu almennilega :|

Einhver með hugmynd? Einhver hér sem á svona LanParty móðurborð og hefur þurft að setja aðra kælingu á Northbridge? :-k

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Fös 11. Des 2009 06:44
af mercury
getur hugsanlega hitað koparin með súr og gas og beigt koparinn. verður bara að passa að hita hann ekki svo mikið að álið fari að bráðna. svo er ekki annars hægt að bara bara 2stk ný göt á hinar hliðarnar og snúa kælingunni þannig 90° ?

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Fös 11. Des 2009 10:29
af vesley
skella skjákortinu í hitt pci-e slottið þar sem þetta er SLI borð. ?

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Fös 11. Des 2009 15:14
af DoofuZ
Það gengur ekki alveg upp að setja skjákortið í hina raufina þar sem powersnúran úr aflgjafanum nær þá ekki :? Ég er svo ekki með aðgang að neinu svona súr eða gasi, hef aldrei moddað svoleiðis. Hvernig get ég reddað þessu? Er ekki einhver hérna með svona móðurborð eða eitthvað svipað þar sem þetta vandamál hefur komið upp? Er svoldið að spá í því að reyna að finna passlegri kælingu erlendis, planið er sko að selja LanParty Ultra-D móðurborðið en nota SLI-DR týpuna áfram en ef ég get ekki reddað þessu fljótlega verð ég að nota Ultra-D og leita erlendis að kælingu á hitt.

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Fös 11. Des 2009 15:20
af blitz
Hlýtur að geta fengið framlengingu á snúruna.

Minnir að ég hafi fengið svoleiðis í tölvutek í haust fyrir einhverja hundraðkalla..

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Fös 11. Des 2009 15:27
af beatmaster
Reddaðu þér plastró og plastboltum og boltaðu niður orginal festinguna.

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Fös 11. Des 2009 15:35
af Safnari
Er virkilega ekki hægt að nota Zalman Northbridge kælinguna ?
Festingarnar eru breytanlegar, þannig að hún ætti að passa á öll móðurborð.
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=17673

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Fös 11. Des 2009 17:27
af DoofuZ
Ég var ekki búinn að athuga með hana en hún myndi ekki virka þar sem hún er alltof há. Og original festingin dugar ekki heldur þar sem viftan á henni var farin að vera vesen, svo var ég líka búinn að taka plöggið af snúrunni :roll: Held að það sé kominn tími á að leita að kælingu erlendis, ætti svosem ekki að vera mikið dýrt :)

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Fös 11. Des 2009 17:51
af SteiniP
DoofuZ skrifaði:Það gengur ekki alveg upp að setja skjákortið í hina raufina þar sem powersnúran úr aflgjafanum nær þá ekki...

Það er hægt að fá framlengingu fyrir power snúruna http://www.svc.com/cbl-pcixext-12.html
Gáðu í computer.is eða íhluti.

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Fös 11. Des 2009 18:03
af vesley
það eru til svona snúrur í tölvutek . allavega síðast þegar ég var þar þá sá ég svona extension snúrur.

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Fös 11. Des 2009 18:44
af DoofuZ
Já, það er svosem ekki slæm hugmynd, en ég vil helst leysa þetta þannig að ég geti haft kortið í fyrstu raufinni, aldrei að vita hvort maður eigi einhverntímann eftir að fá sér aukakort í SLI seinna meir. Kannski sniðugast bara að nota Ultra-D móðurborðið áfram, skipta svo þegar ég hef reddað kælingu seinna, selja það þá og nota SLI-DR í staðinn :) Er líka kominn með Ultra-D í kassa með örgjörvann, kælingu og svoleiðis svo hún er tilbúin til notkunar þar til hitt reddast ;)

Nema einhver hér sé tilbúinn að hjálpa mér að beygja koparinn á kælingunni?

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Fös 11. Des 2009 19:01
af Einarr
efþú villt beygja án þess að fá beygur i vírinn(ef þetta eru holar pípur) fylltu pípurnar þá með sápuvatni. http://www.youtube.com/watch?v=kh7RrlazaRc sérð það gert í þessu vídjói

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Fös 11. Des 2009 19:10
af mercury
og hvar á hann að frysta þetta niður í -40 :D

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Fös 11. Des 2009 19:53
af chaplin
Var að enda við að mounta mínum um daginn og var það smá brask, ef þú nennir að skutla þessu til mín get ég hjálpað þér að plögga þetta frítt.. :wink:

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Fös 11. Des 2009 20:05
af mercury
daanielin skrifaði:Var að enda við að mounta mínum um daginn og var það smá brask, ef þú nennir að skutla þessu til mín get ég hjálpað þér að plögga þetta frítt.. :wink:

klárlega topp gaur :)

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Lau 12. Des 2009 01:04
af Einarr
mercury skrifaði:og hvar á hann að frysta þetta niður í -40 :D

heyrðu það er aukaatriði!

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Lau 12. Des 2009 19:14
af DoofuZ
Einn gullmoli úr myndbandinu: "This is one company that likes to blow it's own horn" hahaha! :lol:

En já, æðislegt að heyra daanielin :D Hvert á ég að koma með þetta? Og er nóg að koma bara með kælinguna eða er betra að taka móðurborðið með líka? Beygiru þá bara koparinn?

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Lau 12. Des 2009 20:38
af chaplin
Sjáum hvort það sé ekki hægt að redda þessu með annari leið fyrst, komdu með borðið og kælinguna, á mánudaginn gæti hentað vel, sendi þér pm þegar ég verð laus. ;)

Re: Vesen með kælingu á Northbridge á LanParty SLI-DR

Sent: Lau 12. Des 2009 22:41
af DoofuZ
Ok, æði, líst vel á það :) Er einmitt í fríi þá.