Í vafa með festingu á kassaviftu
Sent: Mið 09. Des 2009 21:05
Ég var að kaupa svona Tacens kassaviftur, eina 80mm og aðra 120mm, og ég er að reyna að festa stærri viftuna en gengur svoldið illa með það Það fylgdu skrúfur með og svona svört hringlaga gúmmístykki með einhverju þunnu pappastykki og ég reyndi að skrúfa eina skrúfuna í viftuna en þegar ég fór að herða þá beygðist þetta svarta, sem ég setti s.s. á skrúfuna milli skrúfuhaussins og kassans, og svo datt það utanaf skrúfunni Þið sem eruð með svona viftu, hvernig nákvæmlega festi ég viftuna? Og hvar set ég gúmmíið, milli skrúfuhaussins og kassans?