Síða 1 af 1

3 eða 4 pinna viftur ?

Sent: Þri 06. Jan 2004 14:51
af Gandalf
Já ég var bara að spekúlera hver er munur á 3 eða 4 pinna viftum, hvað eru þessir pinnar og hvort þeir skipti einhverjum máli við kaup á viftum.

Og já er eitthvað sem menn mæla sterklega með af viftum? Er að leita að 60mm aftan á, 92mm framan á og eina 120mm í viðbót. Þurfa allar að vera hljóðlátar.

Sent: Þri 06. Jan 2004 16:01
af gumol
4 pinna viftur eru viftur með molex tengi (svone geysladrifs og hd tengi) beint í PSU.
3 pinna viftur fara beint í móðurborðið eða viftustýringuna

Það er engin hraðamunur

Sent: Þri 06. Jan 2004 16:05
af Cras Override
er þá ekki hægt að setja 4 pinna viftur í viftustýringu?

Sent: Þri 06. Jan 2004 16:07
af Arnar
Held að flestar viftustýringar sé með tengi fyrir 3 pinna viftur, en það er allt til svosem

Sent: Þri 06. Jan 2004 16:09
af Cras Override
jú jú það er flest allt til.

Re: 3 eða 4 pinna viftur ?

Sent: Þri 06. Jan 2004 19:14
af Snikkari
Gandalf skrifaði:Og já er eitthvað sem menn mæla sterklega með af viftum? Er að leita að 60mm aftan á, 92mm framan á og eina 120mm í viðbót. Þurfa allar að vera hljóðlátar.


Blessaður,
Task.is eru með frábærar Ultra Silent 80mm og 120mm viftur, ég myndi mæla með þeim, einnig eru þeir með Zalman vifturnar sem eru góðar.
Svo held ég þú fáir bara 60mm viftu í start.is sem er Vantec stealth, sem eru líka fínar viftur. Gæti verið til annars staðar, ég er bara ekki alveg viss.
Svo skaltu endilega kaupa gúmmíslikka(pinna) í task.is til að festa vifturnar með, ekki skrúfa þær beint á, það minnkar hljóðið rosalega mikið.
Ef þú getur ekki notað pinnana sem er ólíklegt geturðu líka skrúfað vifturnar á með Vantec gúmmíþynnum í milli, þær fást í start.is.