Síða 1 af 1

Tengja 4 pinna viftutengi við 3 pinna tengi á móðurborði...

Sent: Sun 29. Nóv 2009 09:52
af DoofuZ
Ég var að setja Xigmatek Apache EP-CD901 kælinguna á örgjörvann hjá mér og var að spá í viftuplöggið sem er 4 pinna en móðurborðið er bara með 3 pinna tengi :| Ég get að vísu alveg tengt þetta 4 pinna plögg við 3 pinna tengið en bara þar sem ég tengi aðrar kæliviftur en ekki þar sem örgjörvakæliviftuplöggið á að tengjast þar sem það er ekki pláss :? Er til eitthvað millistykki sem ég get tengt viftuplöggið við sem tengist svo í tengið á móðurborðinu? Það þarf ekkert endilega að vera 4 pinna plögg í 3 pinna tengi, getur alveg verið bara 3 í 3.

Ég hef amk. ekki séð svona í neinum af tölvubúðunum, á einhver svona tengi? Eða þarf ég að kaupa aðra kælingu? :-k

Re: Tengja 4 pinna viftutengi við 3 pinna tengi á móðurborði...

Sent: Sun 29. Nóv 2009 10:19
af blitz
Yeah it will work ok, no problem! The pin layout is: Pin 1 = +12V | Pin 2 = GND | Pin 3 = Speed sensor | Pin 4 = PWM pulse
The fans are designed to work with a 3pin header as well.


http://forums.legitreviews.com/about11585.html

Re: Tengja 4 pinna viftutengi við 3 pinna tengi á móðurborði...

Sent: Sun 29. Nóv 2009 11:57
af DoofuZ
Nei, þú ert að misskilja, ég var ekki að segja að tengið virki ekki, það bara passar ekki þar sem örgjörvakæliviftan á að tengjast á móðurborðinu :roll: Það er eitthvað svona transistor við hliðina á því svo 4 pinna plöggið kemst ekki fyrir, varð að tengja það við annað kæliviftutengi á móðurborðinu sem er auðvitað líka 3 pinna en þar er ekkert fyrir. Það er auðvitað miklu betra að geta tengt þessa viftu við rétt tengi svo hraðinn á viftunni geti farið alveg eftir hitanum á örgjörvanum.

Re: Tengja 4 pinna viftutengi við 3 pinna tengi á móðurborði...

Sent: Sun 29. Nóv 2009 12:43
af Glazier
DoofuZ..
Ertu að tala um að tengið fyrir CPU á móðurborðinu er svona eins og þetta sem er vinstra megin á myndinni hér að neðan, en það sem er á ögjörvaviftunni er þetta sem er hægra megin ? (eða öfugt)
http://www.elma.it/IMAGES/fantt/4in4a.jpg

Re: Tengja 4 pinna viftutengi við 3 pinna tengi á móðurborði...

Sent: Sun 29. Nóv 2009 12:59
af beatmaster
Voðalega sýnist mér fólk eiga erfitt með að skilja þig DoofuZ (ég vona að ég sé að skilja þig rétt :P )

Ein lausn fyrir þig að fá þér FanMAte, hann er hinsvgear 3 pinna á báðum endum þannig að þú þarft að klippa hliðina á endanum sem að tengist við kælinguna af til að koma fyrir 4 pinna plöggi

Ég er nýbúinn að gera þetta sjálfur við svona FanMate og það virkar fínt og er eitt auðveldasta Mod sem að þú getur tekið þér fyrir hendur :8)

Re: Tengja 4 pinna viftutengi við 3 pinna tengi á móðurborði...

Sent: Sun 29. Nóv 2009 13:12
af DoofuZ
Já, Glazier, tengið fyrir CPU viftuna á móðurborðinu er eins og þetta sem er vinstra megin á myndinni en tengið frá sjálfri viftunni er fyrir 4 pinna, sem ætti ekki að skipta máli þar sem það getur tengst við bæði þriggja og fjagra pinna tengi á móðurborði, nema það er transistor við hliðina á CPU viftutenginu svo ég get ekki plöggað þar :?

Og já, beatmaster, það er mjög algengt vandamál hjá mér að fólk skilur mig ekki alveg eða það að ég er að lenda í einhverju sem enginn virðist hafa lent í áður svo það er oftast fátt um svör :roll: En já, FanMate hljómar svosem ágætlega, á reyndar einhverja svona viftustýringu en var að prófa hana í annað sinn í gær og annaðhvort er hún eitthvað biluð eða ég kann ekki alveg á hana (keypti hana notaða), ætla að skoða það betur í dag :-k Þá get ég líka prófað þetta mod á henni og ef hún er svo ekki að virka almennilega þá fæ ég mér kannski bara FanMate. Samt miklu þægilegra og einfaldara að ég fái mér bara aðra kælingu, þyrfti líka helst að hafa kælingu þar sem viftan blæs á hlið en ekki beint upp þar sem hlið kassans er ekki með götum.

Re: Tengja 4 pinna viftutengi við 3 pinna tengi á móðurborði...

Sent: Sun 29. Nóv 2009 13:26
af Nariur
þú hlýtur að geta fundið 3pin framlengingu útí hvaða tölvubúð sem er

Re: Tengja 4 pinna viftutengi við 3 pinna tengi á móðurborði...

Sent: Sun 29. Nóv 2009 14:00
af DoofuZ
Já, athuga það bara í Att þegar ég kaupi Northbridge kælinguna hjá þeim á morgun :) Hef samt ekki séð svoleiðis framlengingarsnúru hjá neinum, samt aldrei að vita hvað þeir eiga í pokahorninu ;)

Re: Tengja 4 pinna viftutengi við 3 pinna tengi á móðurborði...

Sent: Sun 29. Nóv 2009 18:47
af SteiniP
Ef þú finnur einhverja gamla viftu með 3 pinna tengi, þá er minnsta mál að rífa vírana úr með litlu skrúfjárni og skipta, teipaðu svo bara utan um 4. vírinn.

Re: Tengja 4 pinna viftutengi við 3 pinna tengi á móðurborði...

Sent: Sun 29. Nóv 2009 21:15
af DoofuZ
Já, var svosem búinn að pæla aðeins í því, get t.d. tekið af DFI viftuskrattanum hjá mér :) En nota ég bara venjulegt teip? Dugar ekki alveg bara svona málningarteip? :roll: Og hvernig eru vírarnir festir innaní tenginu?

Re: Tengja 4 pinna viftutengi við 3 pinna tengi á móðurborði...

Sent: Sun 29. Nóv 2009 21:32
af SteiniP
DoofuZ skrifaði:Já, var svosem búinn að pæla aðeins í því, get t.d. tekið af DFI viftuskrattanum hjá mér :) En nota ég bara venjulegt teip? Dugar ekki alveg bara svona málningarteip? :roll: Og hvernig eru vírarnir festir innaní tenginu?

Vírarnir eru bara festir með litlum spennum inn í tenginu, ýttu þeim bara út með litlu skrúfjárni eða einhverju mjóu.

Getur alveg eins klippt appelsínugula vírinn, bara þannig að járnendinn rekist ekki í móðurborðið. ;)

Re: Tengja 4 pinna viftutengi við 3 pinna tengi á móðurborði...

Sent: Sun 29. Nóv 2009 22:07
af DoofuZ
Ok, búinn að redda svona tengi og búinn að losa alla nema "appelsínugula" vírinn (sem er reyndar grænn hjá mér), leyfði honum bara að verða eftir inní fjagra víra tenginu :) En hvernig er best að skella vírunum inní hitt tengið? Næ ekki alveg að koma þeim inn svo þeir festist :-k

Re: Tengja 4 pinna viftutengi við 3 pinna tengi á móðurborði...

Sent: Sun 29. Nóv 2009 22:14
af SteiniP
ég hef nú bara troðið þeim inn í tengið þannig að hakið krækist í plastið, aldrei lent í neinu veseni með það :?

Re: Tengja 4 pinna viftutengi við 3 pinna tengi á móðurborði...

Sent: Sun 29. Nóv 2009 23:36
af DoofuZ
Snilld! Tókst að gera þetta! :D Tókst reyndar bara að festa svarta og rauða vírinn almennilega en eftir svoldið vesen með þann gula þá tróð ég honum bara inn og tengdi svo og þetta virkar :8)

Takk fyrir hjálpina SteiniP ;)