Síða 1 af 2
Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Sun 22. Nóv 2009 04:44
af DoofuZ
Jæja, þá er ég kominn með rétta LanParty móðurborðið í kassann hjá mér, búinn að flytja allt það helsta yfir á það, tengja allt og tölvan virkar fínt nema ég heyri eitthvað leiðindahljóð úr viftunni á örgjörvakælingunni, það hljómar svipað og prumphljóð og hækkar eftir hraða viftunnar
Hljóðið kom ekki fyrir flutninginn á milli móðurborðanna, veit einhver hvað gæti verið að? Er viftan orðin lúin?
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Sun 22. Nóv 2009 10:37
af Glazier
DoofuZ skrifaði:Jæja, þá er ég kominn með rétta LanParty móðurborðið í kassann hjá mér, búinn að flytja allt það helsta yfir á það, tengja allt og tölvan virkar fínt nema ég heyri eitthvað leiðindahljóð úr viftunni á örgjörvakælingunni, það hljómar svipað og prumphljóð og hækkar eftir hraða viftunnar
Hljóðið kom ekki fyrir flutninginn á milli móðurborðanna, veit einhver hvað gæti verið að? Er viftan orðin lúin?
Tjaa kannski asnaleg spurning og þú líklegast búinn að tékka á þessu en bara vera viss, liggur nokkuð eitthvað utan í viftunni ? (t.d. snúra eða eitthvað svoleiðis)
Varð hún fyrir höggi á meðan þú færðir á milli ?
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Sun 22. Nóv 2009 11:35
af DoofuZ
Nei, það liggur ekkert utan í viftunni og hún fékk ekkert högg á sig. Ég bara tók hana af, hreinsaði gamla kremið af henni og örgjörvanum og setti svo bæði með nýju kremlagi á milli á móðurborðið.
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Sun 22. Nóv 2009 11:45
af Klemmi
Viss um að viftan sé nægilega vel fest og þetta sé ekki bara víbringshljóð því hún hristist aðeins til? Um að gera að athuga það, langvarandi víbringur er ekki bara leiðindi upp á hljóðið að gera heldur fer líka illa með búnaðinn :/
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Sun 22. Nóv 2009 13:32
af Legolas
ég veit bara það eitt að ég mundi henda viftunni með látum, flest má klikka nema örgjörva viftan
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Sun 22. Nóv 2009 14:27
af DoofuZ
Prófaði að taka viftuna úr sambandi og heyrði samt hljóðið, komst svo að því að það kemur ekki úr örgjörvakæliviftunni heldur úr skjákortskælingunni
Ætla að taka kortið úr og skoða þetta betur...
Edit: Neibb, það var vitlaust líka, þetta er viftan á norðurbrúnni
Hvað gera bændur þá?
Edit #2: Ansans, norðurbrúarkæliviftan er laus
Ég rakst einmitt í eitthvað í gær þegar ég var að byrja á þessu og heyrði smell en áttaði mig bara ekki á því hvað það var
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Sun 22. Nóv 2009 17:11
af DoofuZ
Ok, mér tókst að taka viftuna af, hreinsaði undan henni og hreinsaði af kubbnum, setti svo krem á og reyndi að festa kælinguna eins vel og ég gat en hún er samt ekki nógu föst
Svo eftir að ég tengdi allt aftur og kveikti þá hélt hljóðið áfram
og sama hvað ég þrýsti á viftuna þá festist hún ekki. Það er samt reyndar eins og hlífin ofaná sé aðallega laus og með vesenið, einhver lent í svipuðu eða veit hvað ég get gert? Þarf ég að festa þetta betur?
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Sun 22. Nóv 2009 17:29
af Narco
Getur verið að vírinn sem liggur að viftunni að innan sé að rekast í, annars getur hún líka verið orðin slitin því þá vaggar hún í slífinni.
Veit að kísildalur er með einhverjar brúarkælingar.
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Sun 22. Nóv 2009 22:38
af Blackened
á eins borð.. NB kælingin er bara sorp á þessum borðum orginal skilst mér.. og leiðinlega staðsett því að skjákortið kemur beint yfir hana.. það var farið að urra aðeins í minni viftu en ég gerði svosem ekkert í því
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Sun 22. Nóv 2009 22:44
af KermitTheFrog
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Sun 22. Nóv 2009 22:46
af chaplin
Myndi skjóta á NB kælingin, var líka svona hjá mér enda á +4000rpm, rugl.. Fór í kisidal og fékk viftulausa NB kælingu á eitthvern 4k, algjörlega þess virði.
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Sun 22. Nóv 2009 23:14
af DoofuZ
Já takk fyrir linkinn KermitTheFrog, en það vill svo skemmtilega til að ég keypti nákvæmlega þetta fyrir nokkrum mánuðum siðan, ætlaði að nota í aðra vél en geymdi svo bara óopnað uppí hillu svo það kemur sér vel núna
Var annars að prófa að setja kælinguna á án krems, setti bara smá pappírsrifu á milli, og hún var enn eitthvað laus í sér
Þannig að ég held það sé sniðugast að nýta það sem maður á
Bara verst að þá verður borðið ekki eins fallegt, engin DFI merkt kæling (eins og það sé aðalmálið, hehe
)
Veit amk. að áður en ég set hina kælinguna á með kremi þá ætla ég til öryggis að prófa með smá pappír fyrst til að vera viss um að hún festist almennilega
Edit: Neibb, sú kæling passar ekki. Það er aaaðeins styttra á milli gatana á móðurborðinu en á kælingunni
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Mán 23. Nóv 2009 02:12
af DoofuZ
Jæja, búinn að reyna og reyna og ekkert gengur með að festa kælinguna almennilega aftur, plastdraslafestingarnar eru líka algjört drasl
Þannig að nú verð ég að redda mér kælingu á kubbasettið, einhverjar hugmyndir? Einhver hér með LanParty móðurborð með aðra kælingu en stock á norðurbrúnni? Er svoldið að spá í
Xigmatek Porter-CN881 Er sú kæling líka með svona plastdraslfestingar? Eru ekki bara allar chipset kælingar með þannig?
Just my luck annars að klúðra málunum svona einmitt þegar ég var svo heppinn að fá þetta móðurborð
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Mán 23. Nóv 2009 07:41
af KermitTheFrog
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Mán 23. Nóv 2009 09:42
af SteiniP
Þessi dugar vel ef það er sæmilegt loftflæði í kassanum
http://www.frostytech.com/articleview.c ... cleID=2236Keypti svona á 1500 kall í att fyrir nokkrum mánuðum, hún var samt ekki inn á síðunni þannig þeir gætu átt þetta ennþá.
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Mán 23. Nóv 2009 13:26
af DoofuZ
Þessi sem ég linkaði á í Kísildalnum er minni kælingin á þessari mynd, finnst það ekki mikið ýkt miðað við stærri kælinguna þarna
En hvað með
Xilence norðurbrúarkælingu? Er samt meira að spá í Xigmatek þar sem hún er viftulaus. Gæti samt verið svoldið stórt dæmi til að kæla svoldið lítinn flöt
En hvað segja aðrir LanParty móðurborðseigendur, hvernig kælingu eruð þið með þarna aðra en stock?
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Mán 23. Nóv 2009 16:53
af DoofuZ
Það virðast mjög fáar búðir vera með svona kubbakælingar
En fyrir utan þær tvær sem ég er búinn að nefna, báðar í Kísildal, þá fann ég þessa
Zalman í Tölvutek (passar samt líklega ekki þar sem endinn á skjákortinu fer yfir kubbasettið) og þessa
Akasa í Start. Hvað á ég að kaupa? Er öruggt að það sem ég kaupi af þessum fjórum muni pottþétt passa á hjá mér, sú sem ég átti fyrir frá Tölvuvirkni passar nefnilega ekki
Er svona mest að spá í Xigmatek kælinguna, finnst hún reyndar svoldið too much en yrði samt geðveikt, en hún er að vísu svoldið dýr þannig að næst á eftir henni er ég að spá í Akasa kælinguna.
Hvað segið þið?
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Mán 23. Nóv 2009 17:15
af MrT
Ég myndi taka eitthvað með viftu en ég vil engin LEDs tyvm, svo það myndi bara skilja eftir einn möguleika fyrir mig. :/
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Mið 25. Nóv 2009 07:15
af DoofuZ
Jæja, fór í Kísildal í gær og keypti báðar Northbridge kælingarnar sem þeir áttu en hvorug þeirra passar
Xigmatek Porter er aðeins of fyrirferðamikil þar sem kubbasettið er beint fyrir neðan þar sem endinn á skjákortinu kemur og Xilence kælingin er með götin á vitlausum stöðum miðað við götin sem eru á móðurborðinu
Þá eru ekki margar kælingar eftir sem ég get prófað en ég var að sjá það að
Start er komið með eina svona kubbasettskælingu, bara spurning hvort hún muni passa
Svo er líka ein ágæt í
Computer.is. Bara verst að þetta er svona vandamál þar sem ég þarf að fara á staðinn og skoða vöruna vel, ekki nóg að það standi á netinu að það passi á öll móðurborð.
Einhver hér sem kannast við svona vesen og er með einhverja lowprofile kælingu á Northbridge aðra en stock?
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Mið 25. Nóv 2009 08:18
af emmi
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Mið 25. Nóv 2009 09:31
af beatmaster
emmi skrifaði:http://tl.is/vara/17312
Þessi er of há (Þessi kæling getur bara verið 1 cm á hæð eða eitthvað álíka gáfulegt)
Annars gætirðu prufað að taka vifruna bara úr sambandi og athuga hvernig hitinn á Norðurbrúnni verður, ég sá að einhverjir höfðu verið að gera það á þessum borðum.
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Mið 25. Nóv 2009 10:13
af DoofuZ
Það myndi ekki hjálpa neitt að taka viftuna úr sambandi, aðalvandamálið er að ég get ekki fest kælinguna almennilega aftur á, er að spá í að taka bara hlífina af henni með mér í dag og bera saman við það sem ég skoða, þá ætti ég að finna eitthvað sem passar
Svo lengi sem það er ekki eitthvað hávaxið
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Sun 29. Nóv 2009 12:32
af Nothing
Er með svona algjört æði hægt að setja 80mm viftu á þetta og svo fara leika sér að yfirklukka.
@ Doofuz
Þetta ætti að passa ef þí snýrt stærri hlutanum niður þá er ekkert mál að koma þessu á,
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Sun 29. Nóv 2009 12:50
af chaplin
Nothing skrifaði:Er með svona algjört æði hægt að setja 80mm viftu á þetta og svo fara leika sér að yfirklukka.
@ Doofuz
Þetta ætti að passa ef þí snýrt stærri hlutanum niður þá er ekkert mál að koma þessu á,
Agree!!
Re: Leiðinlegt "prumphljóð" úr örgjörvakælingu
Sent: Sun 29. Nóv 2009 13:16
af DoofuZ
Já, ég fékk mér einmitt svona í Kísildalnum um daginn en það var ekki alveg að passa hjá mér, datt að vísu ekki í hug að ég gæti snúið því á ská en ég vil frekar bara hafa eitthvað lítið með viftu og er að spá í þessa
Manhattan kælingu, sýnist af stærðinni sem er gefin upp að hún sé sú eina sem smellpassi, mun athuga það nánar á morgun