Lanparty Mod
Sent: Lau 21. Nóv 2009 20:10
Ég í gleði minni fjárfesti í notuðu DFI Lanparty NF4 borði og hugsaði með mér að 2 PCI-E raufar hlytu að þýða SLI jafnvel crossfire.
Þannig að ég fór að skoða review og komst fljótlega að því að Lanparty Nf4 kemur í 5 mismunandi útfærslum:
Þessi borð eru svo gott sem nákvæmlega eins, R-útgáfa inniheldur Silicon Image Sil3114 RAID controller og UT á að snúast um fylgihlutina sem að koma með borðinu og samkvæmt þessu review-i stendur UT fyrir "UV on, Tweak Fun!!"
Ég komst að því að ég hafði keypt Lanparty UT Ultra-DR
Þar sem að ég gramsaði í gegnum þetta review las ég um að hægt væri að modda Ultra borðin í SLI, þær leiðbeiningar fann ég á AnandTech
Til að gera langa sögu stutta þá er eini munurinn á þessum 2 kubbum eiginlega enginn og til að gera þetta þarf aðeins að tengja saman 2 punkta sem að eru ekki tengdir saman á Ultra kubbinum
Skoðum aðeins nForce 4 kubbinn frá Nvidia nánar
NVIDIA nForce4 kubburinn kemur í þremur útgáfum.
* nForce4: Ódýrasta útgáfan og styður hvorki SLI né SATA-II.
* nForce4 Ultra: Miðlungsútgáfan, hún styður SATA-II en ekki SLI.
* nForce4 SLI:Toppurinn, með stuðningi við SATA-II og SLI.
Þetta er mynd af nForce4 Ultra kubbinum, eins og sést eru SATA-II punktarnir tengdir en ekki sLI punktarnir.
Til að fá annaðhvort SLI eða SATA-II til að virka þarf að leiða þarna á milli, til þess er hægt að nota leiðandi penna eða venjulegan blýant.
Það var bara fyrsta útgáfa af Lanparty NF4 þar sem var svona rosalega auðvelt að modda það í, næstu útgáfum var það bara auðvelt
Eins og sést á myndinni hérna fyrir ofan þá er kominn Epoxy klessa yfir SLI punktana, það er af einhverjum ástæðum líka komin klessa á öðrum stað á kubbinum en ekki er vitað afhverju og þykir líklegt að Nvidia hafi sett hana til að rugla væntanlega moddendur í rýminu, því að klessan er ekki yfir neinu merkilegu.
Hérna er borðið mitt komið í turninn sem það mun búa í, þetta er Cooler Master Centurion (Svo aldraður að ég næ ekki að Google-a neina mynd af honum)
Skjákortið komið í (Inno3D 9600GT OC)
Þá er bara að ræsa og sjá fyrir fullt og allt hvað þetta borð býður uppá
Ultra var það víst
Þá er bara að kíkja á Norðurbrúnna, nForce Ultra kubburinn felur sig hérna undir þessari viftu
Borðið komið aftur úr kassanum og viftan fokinn af (skemmtilegur orðaleikur )
Þá er bara að byrja að Modda, það fyndna við allt þetta myndaflóð er að það er enginn mynd af modduninni sjálfri.
Ástæðan er sú að ég byrjaði í rólegheitunum að skrapa Epoxy dótið af en var ekki viss hversu vel það gengi, þannig að ég ákvað bara að krassa á milli SLI punktana með blýanti, henda viftunni aftur á og ræsa upp borðið til að sjá hvort eitthvað hafði breyst og viti menn...
SLI mætt á svæðið
Eftir að þetta var allt orðið up and running í kassanum nennti ég ekki að taka allt fram aftur til að taka mynd...
Þá er bara að setja upp SLI setup-ið
Hérna er parið, Inno3D 9600GT OC og Sparkle 9600 GT - Svo ólík en samt svo lík...
Svo að kortin geti spjallað saman er hér SLI brú frá ABIT og er alfarið í boði Kísildals - Þúsund þakkir þangað
Þá er bara smá vandamál eftir en það fólst í því að ég hafði ekki neitt nógu öflugt PSU liggjandi á lausu en hafði hinsvegar 1x350W og 1x 460W PSU hérna.
Þá er bara að útbúa sér eitthvað til að tengja á milli POWER_ON og GND á 460W aflgjafanum til að geta kveikt á því bara með takkanum aftaná, beygður vír reyndist henta mjög vel
Vírínn kominn á sinn stað og falinn á bakvið einangrunarteip einnig þekkt sem FBF (Fúskarans Best Friend)
Lokamynd af öllum herlegheitunum
Þá er um að gera að loka þræðinum með fyrir og eftir Bench myndum ásamt Win7 WEI Score (2 Benchmark fyrir og eftir)
Fyrir...
Eftir
Fyrir...
Eftir...
WEI Fyrir...
WEI Eftir...
Takk fyrir mig.
beatmaster
Þannig að ég fór að skoða review og komst fljótlega að því að Lanparty Nf4 kemur í 5 mismunandi útfærslum:
DFI skrifaði:Lanparty UT NF4 Ultra-D
Lanparty UT NF4 Ultra-DR
Lanparty UT NF4 SLI-D
Lanparty UT NF4 SLI-DR
Lanparty NF4 SLI-DR
Þessi borð eru svo gott sem nákvæmlega eins, R-útgáfa inniheldur Silicon Image Sil3114 RAID controller og UT á að snúast um fylgihlutina sem að koma með borðinu og samkvæmt þessu review-i stendur UT fyrir "UV on, Tweak Fun!!"
Ég komst að því að ég hafði keypt Lanparty UT Ultra-DR
Þar sem að ég gramsaði í gegnum þetta review las ég um að hægt væri að modda Ultra borðin í SLI, þær leiðbeiningar fann ég á AnandTech
Til að gera langa sögu stutta þá er eini munurinn á þessum 2 kubbum eiginlega enginn og til að gera þetta þarf aðeins að tengja saman 2 punkta sem að eru ekki tengdir saman á Ultra kubbinum
Skoðum aðeins nForce 4 kubbinn frá Nvidia nánar
NVIDIA nForce4 kubburinn kemur í þremur útgáfum.
* nForce4: Ódýrasta útgáfan og styður hvorki SLI né SATA-II.
* nForce4 Ultra: Miðlungsútgáfan, hún styður SATA-II en ekki SLI.
* nForce4 SLI:Toppurinn, með stuðningi við SATA-II og SLI.
Þetta er mynd af nForce4 Ultra kubbinum, eins og sést eru SATA-II punktarnir tengdir en ekki sLI punktarnir.
Til að fá annaðhvort SLI eða SATA-II til að virka þarf að leiða þarna á milli, til þess er hægt að nota leiðandi penna eða venjulegan blýant.
Það var bara fyrsta útgáfa af Lanparty NF4 þar sem var svona rosalega auðvelt að modda það í, næstu útgáfum var það bara auðvelt
Eins og sést á myndinni hérna fyrir ofan þá er kominn Epoxy klessa yfir SLI punktana, það er af einhverjum ástæðum líka komin klessa á öðrum stað á kubbinum en ekki er vitað afhverju og þykir líklegt að Nvidia hafi sett hana til að rugla væntanlega moddendur í rýminu, því að klessan er ekki yfir neinu merkilegu.
Hérna er borðið mitt komið í turninn sem það mun búa í, þetta er Cooler Master Centurion (Svo aldraður að ég næ ekki að Google-a neina mynd af honum)
Skjákortið komið í (Inno3D 9600GT OC)
Þá er bara að ræsa og sjá fyrir fullt og allt hvað þetta borð býður uppá
Ultra var það víst
Þá er bara að kíkja á Norðurbrúnna, nForce Ultra kubburinn felur sig hérna undir þessari viftu
Borðið komið aftur úr kassanum og viftan fokinn af (skemmtilegur orðaleikur )
Þá er bara að byrja að Modda, það fyndna við allt þetta myndaflóð er að það er enginn mynd af modduninni sjálfri.
Ástæðan er sú að ég byrjaði í rólegheitunum að skrapa Epoxy dótið af en var ekki viss hversu vel það gengi, þannig að ég ákvað bara að krassa á milli SLI punktana með blýanti, henda viftunni aftur á og ræsa upp borðið til að sjá hvort eitthvað hafði breyst og viti menn...
SLI mætt á svæðið
Eftir að þetta var allt orðið up and running í kassanum nennti ég ekki að taka allt fram aftur til að taka mynd...
Þá er bara að setja upp SLI setup-ið
Hérna er parið, Inno3D 9600GT OC og Sparkle 9600 GT - Svo ólík en samt svo lík...
Svo að kortin geti spjallað saman er hér SLI brú frá ABIT og er alfarið í boði Kísildals - Þúsund þakkir þangað
Þá er bara smá vandamál eftir en það fólst í því að ég hafði ekki neitt nógu öflugt PSU liggjandi á lausu en hafði hinsvegar 1x350W og 1x 460W PSU hérna.
Þá er bara að útbúa sér eitthvað til að tengja á milli POWER_ON og GND á 460W aflgjafanum til að geta kveikt á því bara með takkanum aftaná, beygður vír reyndist henta mjög vel
Vírínn kominn á sinn stað og falinn á bakvið einangrunarteip einnig þekkt sem FBF (Fúskarans Best Friend)
Lokamynd af öllum herlegheitunum
Þá er um að gera að loka þræðinum með fyrir og eftir Bench myndum ásamt Win7 WEI Score (2 Benchmark fyrir og eftir)
Fyrir...
Eftir
Fyrir...
Eftir...
WEI Fyrir...
WEI Eftir...
Takk fyrir mig.
beatmaster