Síða 1 af 1

Hvaða kassaviftur eru hljóðlátar.

Sent: Mán 29. Des 2003 10:14
af gnarr
mér fynnst fólk alltaf vera að lenda í því að kaupa "hljóðlátar" viftur sem að eru svo ekkert hljóðlátar. þeir sem að lenda í þessu hætta oft ekki að leita fyrr en þeir finna eitthvað sem að heldur kjafti...

en vegna þess að ég á voða lítinn pening, þá væri alveg frábært að þeir sem að eru með hljóð-ofnæmi (þá er ég að tala um þá sem að virkilega hata að vera í þessu endalausa suði frá tölvunni) myndu vote-a þá viftu sem þeir hafa prófað og er sama og hljóðlaus.

þeir sem að eru með hd-a eða skjákort eða álíka sem að yfirgnæfa allt, svo að þeir heyra ekki í kassaviftunum hvorteð er, vinsamlegast klikkið í "hlutlaus" eða sleppa því að vote-a :D

ef þið vitið um einhverjar mjög hljóðlátar viftur sem að eru ekki á listanum, endielga póstið link á þær :D

Sent: Mán 29. Des 2003 10:42
af SkaveN
Ég kaus "80mm Ultra Silent 3ja pinna vifta - aðeins 11db (NB80S1)"

Einfaldlega því það heyrist ekki múkk í henni, Fékk mér eina svona um daginn eftir góð meðmæli frá vökturum (hvernig beygist þetta eiginlega?) og ég er alveg himinlifandi :D

Sent: Mán 29. Des 2003 10:52
af Spirou
80mm Ultra Silent Fan S4 með viftustýringu og takka (NB80mmS4

Task menn seldu mér þessa og sögðu hana vera hljóðláta. Ég hlýt að hafa aðra skilgreiningu á hljóðlátu því á 1500 snúningum(default 2800 að ég held) er hún bara ekki neitt hljóðlát.
Reyndar notaði ég aðra viftustýringu en sú sem fylgdi og náði henni ekki neðar en 1500rpm(1200 hefði verið næs). Ætla að skipta um viftustýringu í dag, vonandi verður hún eitthvað lágværari.

Sent: Mán 29. Des 2003 12:05
af Voffinn
Hmm, vantar þarna hjá þér zalman 80mm kassavifturnar! :D

Ég er með tvær þannig sem að sjá um loftskipti í kassanum, þær eru ekkert voðalega hljóðlátar ekki með "viftustýringu" en það fylgir með þeim svona framlenging sem virkar sem hraða"minnkari".

Ég fattaði ekki hversu hljóðlátar og góðar þær voru fyrr en ég keypti mér eina glæra vantec viftu á jóladagatalinu. Ekki nema hún hafi verið svona léleg :shock: Semsé vantec viftan á lægsta snúningi var að yfirgnæfa zalmaninn á fullu!

Sent: Mán 29. Des 2003 21:54
af Sultukrukka
x

Sent: Þri 30. Des 2003 17:49
af gnarr
ég trúi ekki að fólk sé actually að kjósa þessa helvítis coolermaster viftu :evil: ég er með 3 svona viftur og húsið mitt nötrar þegar þær eru í gangi, sama á hvaða hraða þær eru.

Sent: Þri 30. Des 2003 18:44
af skipio
Sýnir enn og aftur að lítið mark er að taka á skoðanakönnunum.

Papst og Panaflo eru bestar. Það þarf ekki einu sinni að rökræða það. Enernmax 120mm viftan er ágæt á <5V.

Ég mæli eindregið með því að fólk sem vill hljóðlátar viftur kaupi sér EKKI 80mm Ultra Silent Fan S4 viftuna. Ég á eina slíka og hún er alls ekki góð. Alls, alls ekki góð reyndar. Ég veit ekkert um S1 viftuna hinsvegar - má vel vera að hún sé góð. Þori ekkert að fullyrða í þeim efnum.

Ég er ekki ánægður með Zalman viftuna mína á 5V. Of hávær fyrir minn smekk.

Coolermaster. Þvílíkur brandari :lol:

Sent: Mið 31. Des 2003 00:33
af Cary
Þetta gengur ekki.. það vantar Superred viftu á listann :roll: !!

Sent: Mið 31. Des 2003 02:22
af Guffi
það er hægt að deila um þetta tímunum. sko ef það er ihver sem er búin að PRUFA allar viftur á landinu þá skaltu seigja okkur niðustóðu afþví flestir haf ekki prufað nema 2-6 viftur og dæma af því :? svo ég seigji hlutlaus

Sent: Mið 31. Des 2003 12:35
af Snikkari
Ég hef prufað Zalman, Ultra Silent og Vantec Stealth.
Mér finnst Ultra Silent og Zalman svipaðar, svo finnst mér Vantec háværust af þessum 3.

Sent: Mið 31. Des 2003 13:54
af gnarr
ég var að taka eftir smá galla í þessarri könnun, ef maður vote-ar hlutlaus, þá fær "Coolermaster 80mm kassavifta" sjálfkrafa atkvæði í leiðinni. þannig að það er enginn búinn að vote-a það ;)

Sent: Mið 31. Des 2003 14:11
af SkaveN
Hlaut að vera, ég var alveg hættur að skilja þetta :P
Helt eitthver væri að Creata account á milljón til að vota svo fyrir Coolermaster