Síða 1 af 1

Hvaða kassi er málið í dag?

Sent: Lau 24. Okt 2009 00:24
af emmi
Hvaða kassa mælið þið með undir svona venjulega leikjatölvu með ATi 5870 (11 tommur að lengd)? Ég var að skoða Antec 902, einhver reynsla af þeim?

Re: Hvaða kassi er málið í dag?

Sent: Lau 24. Okt 2009 00:47
af Legolas
Skoðaðu þetta víð vorum að tala um þetta nýlega

viewtopic.php?f=29&t=25481&start=0&st=0&sk=t&sd=a&hilit=kassi

Mæli hiklaust með CoolerMaster

Re: Hvaða kassi er málið í dag?

Sent: Lau 24. Okt 2009 00:53
af emmi
Gerði það, 932 er bara hverg til, og samkvæmt því sem ég hef verið að lesa þá eru vifturnar í honum soldið háværir sem er nei fyrir mig. :p

Re: Hvaða kassi er málið í dag?

Sent: Lau 24. Okt 2009 00:54
af Gúrú
emmi skrifaði:Gerði það, 932 er bara hverg til, og samkvæmt því sem ég hef verið að lesa þá eru vifturnar í honum soldið háværir sem er nei fyrir mig. :p


Er ekki lítið mál að breyta því?

Re: Hvaða kassi er málið í dag?

Sent: Lau 24. Okt 2009 01:36
af Legolas
emmi skrifaði:Gerði það, 932 er bara hverg til, og samkvæmt því sem ég hef verið að lesa þá eru vifturnar í honum soldið háværir sem er nei fyrir mig. :p


Ekkert mál að sérpanta sem tekur ekki svo langann tíma.

Háværar viftur er alls ekkert vandamál, fáðu þér bara VIFTUSTÝRINGAR og málið dautt já og hljóðið líka \:D/

Re: Hvaða kassi er málið í dag?

Sent: Lau 24. Okt 2009 04:36
af vesley
hann ætti nú ekki að vera eitthvað hávær þar sem allar vifturnar eru svo stórar og snúast því hægar og þar með minni hávaði. og ekki eins auðvelt og það hljómar að skipta um viftur í þessum kassa þar sem lítið sem ekkert framboð er á viftum í stærð fyrir kassann á íslandi.

Re: Hvaða kassi er málið í dag?

Sent: Lau 24. Okt 2009 09:02
af emmi
Já, 932 lítur nú vel út, þeir hefðu nú samt mátt hafa hann svartan að innan. :)

Re: Hvaða kassi er málið í dag?

Sent: Lau 24. Okt 2009 11:06
af Alfa
932 er til bæði í Tölvulistanum og Att

Re: Hvaða kassi er málið í dag?

Sent: Lau 24. Okt 2009 11:43
af dnz
emmi skrifaði:Gerði það, 932 er bara hverg til, og samkvæmt því sem ég hef verið að lesa þá eru vifturnar í honum soldið háværir sem er nei fyrir mig. :p

Ég er með 932, vantar bara skjákortið því miður ;( (HD5870) Og það heyrist ekkert í viftunum á kassanum. Mér finnst hann frábær og mjög hljóðlátur

Re: Hvaða kassi er málið í dag?

Sent: Lau 24. Okt 2009 11:55
af emmi
Já var að skoða video reiview af báðum kössunum, og mér sýnist að 932 sé sniðugari. T.d. í Antec 902 þar sem PSU fer, þá eru engin loftgöt á botninum ef maður vill láta aflgjafann snúa rétt (viftan niður).

Re: Hvaða kassi er málið í dag?

Sent: Lau 24. Okt 2009 13:21
af Ulli
R910 4tw
doltið þúngur :S

Re: Hvaða kassi er málið í dag?

Sent: Sun 25. Okt 2009 00:24
af Gúrú
vesley skrifaði:hann ætti nú ekki að vera eitthvað hávær þar sem allar vifturnar eru svo stórar og snúast því hægar og þar með minni hávaði. og ekki eins auðvelt og það hljómar að skipta um viftur í þessum kassa þar sem lítið sem ekkert framboð er á viftum í stærð fyrir kassann á íslandi.


Nei það er nefnilega akkúrat alltaf pláss fyrir 2x 120mm þar sem að þessar 1x 200mm á þessum kassa minnir mig :)

Re: Hvaða kassi er málið í dag?

Sent: Sun 25. Okt 2009 13:41
af vesley
Gúrú skrifaði:
vesley skrifaði:hann ætti nú ekki að vera eitthvað hávær þar sem allar vifturnar eru svo stórar og snúast því hægar og þar með minni hávaði. og ekki eins auðvelt og það hljómar að skipta um viftur í þessum kassa þar sem lítið sem ekkert framboð er á viftum í stærð fyrir kassann á íslandi.


Nei það er nefnilega akkúrat alltaf pláss fyrir 2x 120mm þar sem að þessar 1x 200mm á þessum kassa minnir mig :)



2.120mm eru nú samt alveg örugglega háværari en 1 200 mm

Re: Hvaða kassi er málið í dag?

Sent: Sun 25. Okt 2009 13:42
af emmi
Tók HAF 932 og sé ekki eftir því, nóg pláss í honum og vifturnar koma skemmtilega á óvart. :)