Síða 1 af 1

Þarf betri kælingu og jafnvel hljóðlátari líka

Sent: Fim 25. Des 2003 13:07
af Zedlic
Sælir.

Sem stendur er ég með AMD XP 1900+ Socket A örgjörva sem notast við einhverja Cooler Master viftu til kælingar. Móðurborðsviftan er AOpen Ball Bearing eitthvað (heh, ekki beint viftusérfræðingurinn :) ) og PSU-ið er 300w, það eina sem ég veit um það.

Það er tvennt að þessari tölvu. Hún er mjög hávær, og hún er ekki nógu köld. Ef ég loka kassanum og læt vifturnar um þetta er örgjörvinn í 55° í venjulegri vinnslu og fer upp í allt að 65-70° í leikjum. Til að halda hitanum niðri verð ég að vera með kassann opinn og stóra borðviftu upp við hann á fullum blæstri.

Spurning mín til ykkar er:

Hver er ódýrasta leiðin fyrir mig til að

A: Kæla tölvuna betur
B: Minnka í hávaðanum?

NB: Ég hef tekið eftir því að svo virðist sem PSU-ið sé að gera mestan hávaða... ég hef bæði prófað að slökkva á CPU viftunni og móðurborðsviftunni í smástund, og enn er slatta hávaði.

Með fyrirfram þökk fyrir góð svör,
Zedlic

Sent: Fim 25. Des 2003 13:59
af GuðjónR
Það er í raun engin ódýr leið til að fá kalda/silent tölvu.
Um tvær leiðir er að ræða, sú ódýrari er Zalman viftukæling eða dýrari leiðin sem er vatnskæling.

Sent: Fim 25. Des 2003 14:41
af Zedlic
Hmm... en hvað með að fá sér eitthvað decent PSU sem kælir almennilega, og notast svo við eitthvað crude eins og að stuffa einangrunarsvampi inn í tölvuna? Sá einhvern þráð um það hérna.

Zedlic

Sent: Fim 25. Des 2003 17:22
af GuðjónR
Einangrunarsvampur inn í tölvuna er ætlaður til að dempa hávaða, en gallinn við hann er sá að hann einangrar líka hita, þ.e. heldur hitanum inni í kassanum.

minnka hita

Sent: Fim 25. Des 2003 21:41
af JODA
Ég prófaði um daginn að færa lélegt og heitt PSU út úr tölvukassanum.
Skrúfaði það aftan á tölvuna, setti svo 1 kassaviftu í gripinn.
Hef ekki mælt þetta í °c en fann mikinn mun á kassahitanum bara með hendinni. :P

Sent: Fim 25. Des 2003 21:44
af Pandemic
Hvað meinaru með að skrúfa það fyrir aftan :shock:

aftanfrá

Sent: Fim 25. Des 2003 22:57
af JODA
Jú ég tók psu úr vélinni og festi það utan á kassan að aftan
boraði 4 ný göt á psuið til að skrúfa það fast.
sjá skýringarmynd. :!: [/img]

hérna

Sent: Fim 25. Des 2003 23:00
af JODA
svona

Sent: Fim 25. Des 2003 23:01
af ICM
skylda fyrir alla arkítekta framtíðarinnar, GERIÐ AUKA LÍITIL HERBERGI SÉR FYRIR TÖLVUR. Væri lang best að hafa þær á bakvið vegg og svo bara snúrur í gegn...

Herbergi

Sent: Fös 26. Des 2003 00:20
af JODA
IceCaveman: Sammála :)

Sent: Fös 26. Des 2003 01:29
af axyne
IceCaveman skrifaði:skylda fyrir alla arkítekta framtíðarinnar, GERIÐ AUKA LÍITIL HERBERGI SÉR FYRIR TÖLVUR. Væri lang best að hafa þær á bakvið vegg og svo bara snúrur í gegn...


búinn að ákveða þetta fyrir löngu.
þegar ég orðinn ríkur :roll: þá verður lítið herbergi hliðiná herberginu mínu með öllum tækjabúnaði og kaldavatns inntaki og alles. :8)

Sent: Fös 26. Des 2003 01:43
af gnarr
ég hef alltaf veri að spá í að gera þetta.. hafa bara frontið á tölvunni í tölvuherbrginu þannig að maður getur slökt á henni og sett cd í hana og þannig.

Dælulaus vökvakæling

Sent: Fös 26. Des 2003 02:31
af JODA

Sent: Fös 26. Des 2003 21:10
af Zedlic
Talandi um einangrunarsvamp.... ætti ég ekki að sleppa við ofhitnun ef ég bara passa mig á að covera ekki útblásturgöt og svona?

Zedlic

Sent: Fös 26. Des 2003 21:16
af dabb
Ég er með svona einangrunar dót úr móðurborðs kassa.
Er nokkuð hættulegt að einagra með því svona bakvið eða einhvað.
Er með sjúka kælingu það er óhætt :8)

Sent: Lau 27. Des 2003 01:47
af Snorrmund
Hmm, það væri ekki góð hugmynd að láta frontinn "sjást" þá gæti hann leitt hávaða frekar! að gera pláss fyrir drifið inní veggnnum :!: og svo setja leiðslur fyrir start takkann, síðan til að gera þetta flottara setja skjáinn í vegginn líka :D

Sent: Lau 27. Des 2003 02:20
af Guffi
Stocker skrifaði:Hmm, það væri ekki góð hugmynd að láta frontinn "sjást" þá gæti hann leitt hávaða frekar! að gera pláss fyrir drifið inní veggnnum :!: og svo setja leiðslur fyrir start takkann, síðan til að gera þetta flottara setja skjáinn í vegginn líka :D




þetta væri gaman að prufa. maður þyrfti mikið af framlengingar snúrum : :wink:

Sent: Lau 27. Des 2003 04:30
af dabb
takka ískap og láta hann inn í hann og bora gat fyrir snúrur.
Einangrað og kalt.

Sent: Lau 27. Des 2003 14:07
af GuðjónR
dabbtech skrifaði:takka ískap og láta hann inn í hann og bora gat fyrir snúrur.
Einangrað og kalt.

Ég veit betri lausn! Henda þessu AMD drasli og kaupa Intel.

Sent: Lau 27. Des 2003 14:53
af iStorm
:D