Síða 1 af 1
Hjálp með að festa kælingu.
Sent: Lau 18. Júl 2009 06:25
af Allinn
Ég er að reyna festa viftu fyrir LGA 775 og þá er að að tala um intel stock kælinguna, og þessi festing sem er á viftuni vill als ekki festast viftan semsagt bara dettur út þegar ég reyni að festa þetta. Þarf ég að negla þetta gegnum móðurborðið?
Re: Hjálp með að festa kælingu.
Sent: Lau 18. Júl 2009 08:54
af KermitTheFrog
Þessar viftur eru bara pain in the ass. Það er best að taka móðurborðið úr kassanum og festa viftuna þannig.
Mér finnst best að festa eitt hornið fyrst, svo hornið á móti, og svo hin tvö. Það þarf töluverðan þrýsting í þetta og þú átt að heyra smell og sjá undir því þegar þetta er fast. Svo eru einhverjar örvar á þessu sem sýna hvernig þú snýrð til að læsa þessu. Prufaðu að sjá hvernig þetta læsist á meðan viftan er laus.
Re: Hjálp með að festa kælingu.
Sent: Lau 18. Júl 2009 13:51
af Klemmi
Vera viss um að tapparnir séu uppi og skrúfaðir til hægri (réttsælis) áður en þú ferð að þrýsta niður. Vera viss um að allir sitji rétt í, auðvelt að beygla plastið neðst, svo er það bara að þrýsta, þægilegast finnst mér að taka fyrst horn sem eru skáhalt á móti hvort öðru og svo hin tvö í kjölfarið, einnig þægilegast, ef það er eitthver hornið sem er erfitt að komast að, að þrýsta þar fyrst þar sem það er erfiðara að gera það þegar kælingin er orðin föst á hinum stöðunum.
Re: Hjálp með að festa kælingu.
Sent: Lau 18. Júl 2009 17:27
af Selurinn
Bara hamra í kvikindið eins og það skuldi þér fullt af peningum.
Nei svona án gríns, það þarf að beita þonokkru afli í þetta, meira en þú gerir þér grein fyrir.
Re: Hjálp með að festa kælingu.
Sent: Mán 20. Júl 2009 05:01
af Allinn
Ok takk er loksins búinn að festa þessa viftu í. En rosalega eru þessar festingar óþægilegar, AMD er með miklu einfaldara og betra.