Of hár hiti? (Mynd)


Höfundur
Andriante
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Lau 04. Jún 2005 22:39
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Of hár hiti? (Mynd)

Pósturaf Andriante » Þri 16. Jún 2009 00:07

Sælir.. Ég er með nýja i7 vél sem að ég bað meistarana í tölvutaekni um að overclocka létt fyrir mig úr 2.67 í 3.2 ghz.. ekkert extreme.

Anywho, ég downloadaði prototype áðan og vélin slökkti alltaf á sér eftir nokkrar mínútur. Mig grunaði að þetta væri útaf hita þannig að ég downloadaði speedfan og ef ég man rétt er þetta hitastig töluvert hátt miðað við eðlilegt.

Þannig að ég er að pæla hvað ég ætti að gera í stöðunni er þetta hættulega hátt eða?

Og já, þessi hiti, ég var með tölvuna lokaða þegar hún var að slökkva á sér í Prototype, en svo opnaði ég hana og lét svona venjulega borðviftu blása inní hana og þá hætti hún að slökkva á sér þannig að ef hún væri lokuð er hitastigið örugglega töluvert hærra.

Hitastig í Prototype:
Mynd


Engin vinnsla:

Mynd
Síðast breytt af Andriante á Þri 16. Jún 2009 00:09, breytt samtals 1 sinni.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Of hár hiti? (Mynd)

Pósturaf vesley » Þri 16. Jún 2009 00:09

ég myndi telja þetta of hátt .. ég dreg allavega mörkin að 70° þannig annaðhvort fjárfesta í betri kælingu eða lækka overclockið




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Of hár hiti? (Mynd)

Pósturaf SteiniP » Þri 16. Jún 2009 03:30

Þetta er alltof heitt. Tölvan er örugglega stillt til að slökkva á sér í 90°C eða 95°C.
Það er greinilegt að þeir í tölvutækni hafa ekkert testað vélina eftir yfirklukkun.
Ertu bara með stock kælinguna á örranum? Fjárfestu í betri kælingu. Ég er með þessa og hún er mjög fín, passar líka á i7.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Of hár hiti? (Mynd)

Pósturaf chaplin » Þri 16. Jún 2009 05:04

Allt of hátt! Mjög líklegast kæling þar sem það virkaði að hafa borðviftu til að kæla hana :lol: Átt samt að ná meira o-clocki en þetta með stock kælingu án þess að vera í veseni..

En ef ég ætti að skjóta væri hámarkið kannski um 70°C, færð viðvörun eftir það og loks þá slekkur tölvan á sér.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7597
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Of hár hiti? (Mynd)

Pósturaf rapport » Þri 16. Jún 2009 10:23

Er þetta örugglega mynd af eldi?

Sýnist þetta vera mynd af svona OK þumli?

En án djóks þá gæti verið að kælingin á örranum hafi skekkst og nái ekki að flytja hitann frá honum, með bara einhverri kælingu(sem virkar) þá ætti hitinn ekki að verða svona svakalegur...



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Of hár hiti? (Mynd)

Pósturaf Glazier » Þri 16. Jún 2009 15:10

Þetta er ekki normal hiti þrátt fyrir að hún sé over clock-uð..

Ég fór með tölvuna mína (gömlu) í kísildal og lét þá over clock-a örrann minn (AMD 488 2,5 GHz) og þeir fóru með hann úr 2,5 GHz og upp í 3,2 GHz og á þessari kælingu: http://kisildalur.is/?p=2&id=736
og svi prófuðu þeir hana og keyrðu örgjörvann á 100% keyrslu í 30 mín og hitinn fór ekki yfir 63°C á örranum :)


Tölvan mín er ekki lengur töff.