Síða 1 af 1

Réttur frágangur á snúrum !

Sent: Fös 05. Des 2003 15:10
af Hlynzi
Sælir

Ég hef alltaf átt eftir að pósta mynd hérna af mjög sniðugri lausn fyrir kapla. Ég fékk vafningsplast (eða hvað viljiði kalla það) og setti það á vírana, það er mun þægilegra að vinna í kringum allt í kassanum núna.

Mynd

Sent: Fös 05. Des 2003 15:30
af ICM
Hlynzi til fyrirmyndar eins og venjulega. Fékstu plastið í IR eða hvar?

Sent: Fös 05. Des 2003 16:31
af Hlynzi
Nei, ég bara átti þetta heima, ég hef séð þetta stundum uppí Glóey.

Svo er það að sjá hvað nýja kælingin mín kostar.. og vitiði..ég var að ryksuga vélina áður en ég tók myndina, og haldiði ekki að AMD 2400XP+ örgjörvinn hafi trompað niður í 57-58 gráður, fyrir það var hann í 62° í vinnslu. Svo það er léttir að ná niður undir 60 í max vinnslu.
Það sem rykið getur gert manni.

Því miður stendur ekki verðið á fermetranum af 1 mm koparplötu.

Sent: Fös 05. Des 2003 17:30
af MezzUp
hvað með gamla góða teipið?

Sent: Fös 05. Des 2003 17:31
af Voffinn
Mér finnst nú smekklegra að nota þetta heldur en teip, auk þess er þetta miklu "meðfærilegra" :D

Sent: Fös 05. Des 2003 17:36
af Hlynzi
MezzUp skrifaði:hvað með gamla góða teipið?


held ekki...

eftir svona ár kannski, segjum það bara fer það að klístrast og verða leiðinlegt. þetta gerir það ekki.

Sent: Fös 05. Des 2003 17:41
af Bendill
Þetta var einmitt það sem ég var að pæla í að kaupa mér!
Sá þetta í Íhlutum, Skipholti 7... :lol:

Sent: Fös 05. Des 2003 18:07
af Drizzt
Ég er með svona :D Hef að vísu verið að leita að meiru af þessuþþ

Sent: Fös 05. Des 2003 20:16
af odinnn
eg teipadi mitt bara og thad virkar vel. gerdi meira ad segja round kapla fyrir hd sem eru miklu mjorri og betri en hinir sem madur kaupir ut i bud.

Sent: Lau 06. Des 2003 18:41
af RadoN
Hlynzi skrifaði:Nei, ég bara átti þetta heima, ég hef séð þetta stundum uppí Glóey.

Svo er það að sjá hvað nýja kælingin mín kostar.. og vitiði..ég var að ryksuga vélina áður en ég tók myndina, og haldiði ekki að AMD 2400XP+ örgjörvinn hafi trompað niður í 57-58 gráður, fyrir það var hann í 62° í vinnslu. Svo það er léttir að ná niður undir 60 í max vinnslu.
Það sem rykið getur gert manni.

Því miður stendur ekki verðið á fermetranum af 1 mm koparplötu.


ég er að fá 40~43°C í idle, hef ekki tékkað á hvað ég er að fá í vinnslu

Sent: Lau 06. Des 2003 19:02
af dabb
Með lokaðann gluggann : 34° idle
Með opinn gluggann : 19° idle

Sent: Lau 06. Des 2003 19:31
af gumol
Hvað er þá hitinn í herberginu þínu þegar kassahitinn er 19°C ?

Sent: Lau 06. Des 2003 20:15
af RadoN
gumol skrifaði:Hvað er þá hitinn í herberginu þínu þegar kassahitinn er 19°C ?

mjög kalt bíst ég við :lol:

Sent: Lau 06. Des 2003 21:38
af dabb
skal mæla það á morgun
hef ekki hitamæli
redda honum á morgun :>


ps ég er með tölvunna útí gluggakistu :P!

Sent: Fim 11. Des 2003 20:19
af -Duce-
ég teipaði alla víra í mínum kassa og það er langt síðan ...

tollir mjög vel en þá allavegna

Sent: Fös 12. Des 2003 11:17
af gnarr
dabbtech skrifaði:ps ég er með tölvunna útí gluggakistu :P!



það er alltaf mikill raki í gluggakistum.. það er ekki sniðugt sko.

Sent: Fös 12. Des 2003 15:07
af gumol
Líka oft þjófar fyrir utan gluggana :P

Sent: Fös 12. Des 2003 15:31
af ICM
Ég er með mörg tonn af drasli fyrir framan gluggana hjá mér svo það er nær ómögulegt að komast inn, síðan er ég með netmyndavélina mína stillta sem þjófavörn, hún skynjar hreifingu, spilar viðvörunar hljóð og sendir mér aðvörun, ég hringi í lögguna og nágranana og læt þau athuga málin þeas ef þjófarnir forða sér ekki við hávaðan þá er ekki möguleiki fyrir þá að ná að stela nokkrum sköpuðum hlut áður en einhver er mættur á svæðið, ekki auðveldar það fyrir þeim að allar snúrurnar eru flæktar útum allt :)

Sent: Fös 12. Des 2003 16:53
af Castrate
Ég keypti mér svona bláar hyljur eða hulstur, eða ég veit ekkert hvað á að kalla þetta, utan um alla kaplana í tölvulistanum og tróð því á. Ég veit ekki mér finnst þetta vera bara klunnalegra og leiðinlegra núna heldur en bara bert ég get sýnt ykkur mynd af þessu bráðlega.

Sent: Lau 13. Des 2003 21:08
af hs2
hvernig væri bara að fá sér svona hulsur. http://www.frozencpu.com/cgi-bin/frozen ... earch.html

Vitiði hvort einhver er að selja svona hér á landi?

Ég fékk að vísu svona með kassanum sem ég keypti mér erlendis frá en væri til í að fá annan lit á það.

Sent: Lau 13. Des 2003 23:26
af Drizzt
Ekki endilega svona, en í bæði computer.is og töluvlistanum er hægt að fá Sunbeam vírakápur :) http://www.computer.is/flokkar/230