Síða 1 af 2
Kæling og fleira
Sent: Lau 29. Nóv 2003 16:12
af andr1g
Sælir
Er að fara að versla mér nýja tölvu, nema ég hef lítið vit á kössum og kælingu var að spá í hvort að þið hefðuð einhverjar hugmyndir
Specs:
Intel Pentium 4 3,0GHz / 512k Cache / 800 FSB / Socket 478
RADEON? 9800 PRO XT 256MB 8XAGP Retail (VGAR98PXT256)
Kingston DDR 512MB 434MHz PC3200 HyperX CL2 2x
Gigabyte GA-8IK1100 Pentium 4 móðurborð
WD 200gb
Audigy2 Soundcard
Var svo að spá í Thermaltake XaserIII LANFire, einhvað vit í honum ?
Endilega nefnið kassa sem eru góðir og kælingu(ekki vatnskælingu)
algjört must að hafa hana eins og silent og mögulega er =)
Sent: Lau 29. Nóv 2003 16:16
af WarriorJoe
HÆ ANDRI
En LANFire kassinn er góður en Xavier III kassinn frá [url]http:///www.computer.is[/url] finnst mér líta betur út, er t.d. með fleiri viftur ( 7 viftur ) ... Og hef ég séð svona kassa og finnst mér hann líta frábærlega út, og það heyrist ekki neitt í þessum kassa, var með eyrað allveg upp að einum svona, en ekkert heyrðist..
BTW NICE VÉL !
Sent: Lau 29. Nóv 2003 16:21
af inFiNity
flott tölva... hún á eftir að gagnast þér vel
Antec kassar eru mjög góðir: t.d. þessi
http://www.shopping.is/php/linux?/jalta ... 871569&&&& Frá bodeind. Svo skiptir miklu máli hvernig power supply þú færð þér ef þú ætlar að fara overclocka eða bara vera með slatta af viftum. mæli með ANTEC "TRUEPOWER" eða auðvita ZALMAN sem eru kassískir i "SILENT" viftum og tölvum 400w eða 500w supply
En einnig hef ég verið að heyra góða dóma um LANfire kassan en ætlaru að fá þér úr ál eða stal?
Allavega ef eitthvað er með zalman þá máttu búast við að það er lítil sem engin hávaði og mjög góður hlutur.
Sem örgjöfaviftu á þetta trillitæki tæki ég mér
http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=359 þessa zalman
viftu einfaldlega útaf hún kælir vel og sama sem engin hávaði. fáðu þér eina túpu af AS5 með til að gera þetta fullkomið
Sent: Lau 29. Nóv 2003 17:20
af snibbsio
Ég mæli eindregið með Lanfire kassanum , en sammt er hvíti xaser 3 kassinn er mikklu flottari og þægilegra en kostar meira , Svo gætiru bara fyllt hann af viftum og nokkrar viftustýringar þá líka
En annars snilldartalva hjá þér
Sent: Lau 29. Nóv 2003 17:40
af gumol
ert þú semsagt einn af þessum talvunördum?
Sent: Lau 29. Nóv 2003 19:01
af Voffinn
og ætlar að verða talvunarfræðingur þegar þú verður stór? Versla í talvubúðum eða láta gera við talvuna á talvunarverkstæði?
Sent: Lau 29. Nóv 2003 21:09
af snibbsio
Þið ætlið ekki að hætta þessu íslenskubulli.... þið eruð að verða eins og íslenskukennarinnn minn :@
Sent: Sun 30. Nóv 2003 02:50
af andr1g
Pirrar þetta fólk svona, ekki eins og maður sé að vanda hvort orð á forum, kannski í lagi svo lengi sem fólk skilur það sem maður skrifar =) ?
Sent: Sun 30. Nóv 2003 03:06
af RadoN
gumol skrifaði:ert þú semsagt einn af þessum talvunördum?
sko, það eru margir sem halda að tölva begist eins og tala (af því að tölva er m.a. sett saman úr því orði)
en tala begist tala -
tölu - tölu - tölu
þessvegna myndi enginn segja talvunörd..
af því að tölvunörd er í þolfalli
þótt það sé heimskulegt að segja tölva, þá er heimskulegra að segja talvu
Sent: Sun 30. Nóv 2003 08:26
af elv
Tölu-völva
Sent: Sun 30. Nóv 2003 09:37
af Voffinn
Þetta er eina leiðin spotta alvöru tölvunörd af löngu færi, það er að segja tölva, hann getur ekki gert annað en að leiðrétta þig, auk þess myndi alvöru tölvunörd koma og sparka í þig =)
Sent: Sun 30. Nóv 2003 09:45
af elv
Við erum á leiðinni
Sent: Sun 30. Nóv 2003 12:43
af Snorrmund
það er eitthvað svo skrýtið að segja tölva eins og að segja "Þetta eru margar talur"
Sent: Sun 30. Nóv 2003 15:37
af RadoN
Stocker skrifaði:það er eitthvað svo skrýtið að segja tölva eins og að segja "Þetta eru margar talur"
hvað á orðið talur aðvera?
Sent: Sun 30. Nóv 2003 17:25
af inFiNity
haldiði kjafti um þetta tölva balva... og svariði bara upprunnalegu spurninguni!!!!!
Sent: Mán 01. Des 2003 06:52
af Bendill
*fliss*.... Hann sagði tölva...
Sent: Mán 01. Des 2003 12:27
af andr1g
í sambandi við RADEO? 9800 PRO XT 256MB 8XAGP kortið, frá hvaða framleiðanda er best að fá sér það frá ? og hverjir selja það þá
Sent: Mán 01. Des 2003 15:12
af Arnar
Ég fékk mér built by ati frá tölvulistanum.
Hef séð að það er að overclockast mjög vel hjá sumum, eins og mér
Sent: Mán 01. Des 2003 15:34
af WarriorJoe
Er ekki skynsamlegast að fá sér það frá task bara? Ódýrast...
Sent: Mán 01. Des 2003 16:07
af Arnar
Ég persónulega vildi heldur fá "built by ATi" heldur en frá Powercolor.
En það er mitt álit.
Sent: Mán 01. Des 2003 16:39
af andr1g
Arnar: og hvar er hægt að versla það ? á Íslandi?
Sent: Mán 01. Des 2003 16:43
af elv
Held að hann hafi fengið það í Tölvulistanum
Sent: Mán 01. Des 2003 16:57
af gumol
Arnar skrifaði:Ég fékk mér built by ati frá tölvulistanum
Sent: Mán 01. Des 2003 18:11
af Drizzt
En LANFire kassinn er góður en Xavier III kassinn frá http:///www.computer.is finnst mér líta betur út, er t.d. með fleiri viftur ( 7 viftur ) ...
Xaser III og fæst Lanfire úr áli?
Sent: Mán 01. Des 2003 21:16
af inFiNity
Mæli auðvita með Radeon9800 ASUS kortunum.. held að þau eiga að vera "best"