Síða 1 af 1

Hvar fær maður góðar vatnsdælur?

Sent: Þri 25. Nóv 2003 08:38
af gnarr
Ég hef mikið verið að spá í þessu.

Ég rakst á þessa síðu þegar ég var að leita að dælum á google. ég endaði með að hringja í þá til að tékka á verðinu, og ég verð að segja að ég hef ALDREI fengið jafn góða þjónustu gegnum síma!

Náunginn útskýrði alveg heilmikið fyrir mér og sagði mér hverju ég ætti að vera að leita að. svo sagði hann mér að ég ætti að leita í öðrum búðum, því að dælurnar þeirra væru ekki nógu góðar fyrir mig :oops: Ég bjóst aldrei við að sölumaður nú til dags færi að benda mér að leita eitthvað annað!

Hann tók líka niður e-mailið mitt og ætlar að skoða málið betur og tala við vinnufélaga sína og senda mér e-mail með því hvað er sniðugast fyrir mig að gera (ég skal posta því þegar ég er búinn að fá e-mailið).

Annars vissi náunginn ekki alveg hvaða búðir eru með dælur eða hvað þær heita, svo ég spyr ykkur:

Hvar hafið þið keypt dælur, hvað kostuðu þær og hvernig hafa þær reyns ykkur?

ég fann þetta: http://www.skrautfiskur.is/html/vatnsdaelur.html . er einhver góð þarna?

Sent: Þri 25. Nóv 2003 12:32
af elv
http://www.dyrarikid.is/ er með Eheim sem eru mjög góðar dælur.
Grundafoss dælur eru líka mjög góðar.
Þetta er bara spurning hvað viltu eyða miklum pening

Sent: Þri 25. Nóv 2003 16:52
af Bendill
Ekki myndi ég kaupa þessar Royal dælur....
Ég myndi frekar veðja á Dýraríkið, sá sem er með það getur einnig pantað dælur fyrir þig ef þú ert að leita eftir einhverju sérstöku. Eheim og Hydor dælur eru normið btw... :D

Sent: Mið 26. Nóv 2003 01:26
af gnarr
Hvernig er þessi:

Vatnsdæla Sicce Micra
Lítil vatnsdæla fyrir búr og gosbrunna. Dælir 400 lítrum á klst.

Vara nr. S-PRM100 Verð: 1.942 kr.


á móti þessari:

Vatnsdæla Eheim 1048.
Vatnsdæla fyrir búr og tjarnir. Dælir 600 lítrum á klst. Hægt er að hafa hana bæði á þurru og á kafi.
Stærð dælu: 14,7cm x 7,5cm x 11,8cm.


Vara nr. EH-1048219 Verð: 9.213 kr.


við erum að tala um 7.500kr verðmun en énheim dælir bara 1/2 meira en hin.

Sent: Mið 26. Nóv 2003 01:30
af gnarr

Sent: Mið 26. Nóv 2003 07:49
af elv
Micra dælan er alltof lítil.
En Nova dælan er ágæt, á þannig sjálfur

Sent: Mið 26. Nóv 2003 10:44
af gnarr
hvar fær maður nova?

Sent: Mið 26. Nóv 2003 17:37
af elv
Hún er til í Dýraríkinu er undir 4000 kalli. Sama spec og Eheim 1048.
Eini gallin er að hún verður að vera í kafi, nema þú nennir að modda hana

Sent: Mið 26. Nóv 2003 17:50
af gnarr
Sicce Nova (250-800 l/hr)
Mynd

Verð: 3.268 kr

Sent: Mið 26. Nóv 2003 17:51
af gnarr
það er semsagt þessi?

Sent: Mið 26. Nóv 2003 18:31
af elv
Já þetta er hún, alveg ágætt :D