Síða 1 af 1
Kæling fyrir skjákort
Sent: Fös 20. Feb 2009 08:37
af Molfo
Daginn.
Með hverju mælið þið í sambandi við að kæla Geforce 8800GT kort.
Ég er orðin frekar nervus útaf hitanum á kortinu sem samkvæmt Riva tuner sýnir 74 gráður í Idle.
Einnig finnst mér viftan á því vera frekar hávær.
Er eitthvað eitt betra en annað. Ég get skipt um þetta sjálfur en ef að það eru einhverjar búiðir sem
skella þessu á fyrir mann og það kostar ekki milljón þá væri ég til í að skoða það.
Kv.
Molfo
Re: Kæling fyrir skjákort
Sent: Fös 20. Feb 2009 08:41
af Sydney
HR-03 GT er ekkert nema awesome, er sjálfur með HR-03+ í 8800GTX kortinu mínu, og það lækkaði hitastigið á því úr 84 í load niður í 60-70 í load. Kísildalur voru að selja svona, en sé það ekki lengur á síðunni þeirra.
Önnur kæling sem kemur til greina er Thermaltake DuOrb, en hún er frekar hávaðasöm ef þú ert ekki með viftustýringu.
Re: Kæling fyrir skjákort
Sent: Fös 20. Feb 2009 09:29
af Molfo
Ok.
Slæmt ef að þeir eru hættir að selja þetta...
Og þetta með hávaðan.. ég er ekkert voðalega hrifin af honum.. hefði helst vilja hafa sem minnst af honum..
Einhverjar aðrar tillögur??
Re: Kæling fyrir skjákort
Sent: Fös 20. Feb 2009 11:03
af emmi
Re: Kæling fyrir skjákort
Sent: Fös 20. Feb 2009 11:36
af Molfo
Ok.....
Er ekkert mál að setja þetta upp??
Re: Kæling fyrir skjákort
Sent: Fös 20. Feb 2009 11:50
af emmi
Smá handavinna bara, límið á minniskælikubbunum er samt lélegt, þarft líklega að setja auka lím svo það haldist.
Re: Kæling fyrir skjákort
Sent: Fös 20. Feb 2009 14:06
af palmi6400
Sydney skrifaði:HR-03 GT er ekkert nema awesome, er sjálfur með HR-03+ í 8800GTX kortinu mínu, og það lækkaði hitastigið á því úr 84 í load niður í 60-70 í load. Kísildalur voru að selja svona, en sé það ekki lengur á síðunni þeirra.
Önnur kæling sem kemur til greina er Thermaltake DuOrb, en hún er frekar hávaðasöm ef þú ert ekki með viftustýringu.
vá hiti mitt 9800 gtx+ er á load í 50°
Re: Kæling fyrir skjákort
Sent: Fös 20. Feb 2009 21:30
af Sydney
palmi6400 skrifaði:Sydney skrifaði:HR-03 GT er ekkert nema awesome, er sjálfur með HR-03+ í 8800GTX kortinu mínu, og það lækkaði hitastigið á því úr 84 í load niður í 60-70 í load. Kísildalur voru að selja svona, en sé það ekki lengur á síðunni þeirra.
Önnur kæling sem kemur til greina er Thermaltake DuOrb, en hún er frekar hávaðasöm ef þú ert ekki með viftustýringu.
vá hiti mitt 9800 gtx+ er á load í 50°
Enda gefa G80 kjarnar frá sér MIKLU meiri hita en G92 kjarnar.