Síða 1 af 2

Það vaxa hlutir í vatnskælingunni minni

Sent: Mán 10. Nóv 2003 12:12
af Bendill
Nú þarf ég á ykkar hjálp að halda....
Eins og þið vitið þá er ég ekki búinn að vera með vatnskælinguna lengi og það er strax farið að vaxa í henni eitthvað ógeð, fullt af hvítu gumsi sem sest í forðabúrið, innan í slöngurnar og í kubbunum. Ég setti eimað vatn á hana með þessum "Anti-Algae" vökva sem fylgdi með kælingunni.
Ég er með Asetek Waterchill kælingu btw...
Er eitthvað sem ég get gert í þessu án þess að fara rífa allt í sundur, skipta um slöngur og fara að keyra 100% alcohol á þessu?

Endilega komið með commenta :cry:

Sent: Mán 10. Nóv 2003 14:15
af Pandemic
alcohol er geðveikt dýrt um 900kr líterin :shock:

Sent: Mán 10. Nóv 2003 14:57
af kiddi
Hehe.. ég lenti í þessu þegar ég var með fiskadellu, fékk alltaf fullt fullt af pínulitlum hvítum ormum á glerið.. settust út um allt :) Minnir að þeir heitir "jarðormar" eða eitthvað í þá áttina, ef þú kíkir á gæludýraspjöllin hérna á Íslandi og leitar að "hvítir ormar" þá færðu að vita nánari upplýsingar (http://www.tjorvar.is/spjall - http://www.skrautfiskur.is/korkar o.s.frv)

Þetta er víst alveg skaðlaust og ekkert til að hafa áhyggjur af, ef þú vilt losna við þetta þá mæli ég með að þú kaupir þér Neon Tetru fisk til að setja í vatnskælikerfið þitt.. har har :D

Sent: Mán 10. Nóv 2003 15:03
af gnarr
það væri nú fallegt að sjá hann lenda í dælunni.. :lol:

Sent: Mán 10. Nóv 2003 15:45
af Fletch
Notaðir þú kranavatn ?

best að nota sæft vatn (færð það í apotekum)

og blanda í það waterwetter og frostlegi til að koma í veg fyrir svona

Fletch

Sent: Mán 10. Nóv 2003 15:46
af Bendill
got Red dye?

Re: Það vaxa hlutir í vatnskælingunni minni

Sent: Mán 10. Nóv 2003 15:48
af gumol
Fletch:
Bendill skrifaði:Ég setti eimað vatn á hana með þessum "Anti-Algae" vökva sem fylgdi með kælingunni.

Sent: Mán 10. Nóv 2003 15:49
af Fletch
það hefur þá ekki eimast nógu vél... ;)

sæft vatn er mun hreinna en eimað, ég held þú þurftir bara að skipta um, 0.5L af sæfðu vatni kosta um 300-400 kr...

Bara spurning hvernig er best að hreinsa kerfið ?

Fletch

Sent: Mán 10. Nóv 2003 15:50
af gumol
Dæla klór í gegnum það :roll:

Sent: Mán 10. Nóv 2003 15:57
af gnarr
ég held að málið sé alveg að setja bara hreint áfengi í þetta. það kostar 900kr líterinn á móti 600-800kr á líterinn af sæfðu vatni. þar að auki gufar áfengi upp við lægra hitastig, svo að það kælir betur.

Sent: Mán 10. Nóv 2003 16:47
af Bendill
Ég notaði eimað vatn (eða sæft vatn) sem ég keypti útí apóteki per instructions. Ég sá á HardOCP korkunum að þeir sem lentu í þessu færu oftast út í hreingerningar, en annars er þetta það sama og sest í fiskabúr, ekki ormar að vísu. Ég fer og kaupi Anti Algae vökva fyrir fiskabúr og hreins'etta. Annars fer ég í vatnsþynntan klór :P

Sent: Mán 10. Nóv 2003 17:03
af Bendill
gnarr skrifaði:ég held að málið sé alveg að setja bara hreint áfengi í þetta. það kostar 900kr líterinn á móti 600-800kr á líterinn af sæfðu vatni. þar að auki gufar áfengi upp við lægra hitastig, svo að það kælir betur.

Það væri eigi ferð til fjár...
Þar sem þetta er lokuð rás, þá myndi uppgufunin á alcoholinu sprengja lokið af forðabúrinu mínu eða valda leka einhversstaðar.

Sent: Mán 10. Nóv 2003 21:40
af Skippo
Eru ekki koparrör í þessu? ég mæli ekki með klór inn á svona kerfi, veldur mikilli tæringu og þú getur endað með miklu stærra vandamál sem er útfelling í kælikerfinu. Ég hef sosum ekkert annað til málana að leggja, annað en að það væri snjallt að nota frostlög (eða glykol) á kerfið eftir að þú ert búinn að hreinsa það.

Ekki nota dry alcohol á það, bæði getur þú lent í að það eimast (færð gasmyndun í kerfinu) og síðan er varmastuðull (þ.e. hve mikinn varma efnið getur flutt) miklu lægri en á vatni. Vatn er best, þarf einungis að setja í það hæfilegan skammt af eitri til að halda því "pöddufríu".

Sent: Þri 11. Nóv 2003 00:48
af Bendill
Skippo skrifaði:Eru ekki koparrör í þessu? ég mæli ekki með klór inn á svona kerfi, veldur mikilli tæringu og þú getur endað með miklu stærra vandamál sem er útfelling í kælikerfinu. Ég hef sosum ekkert annað til málana að leggja, annað en að það væri snjallt að nota frostlög (eða glykol) á kerfið eftir að þú ert búinn að hreinsa það.

Ekki nota dry alcohol á það, bæði getur þú lent í að það eimast (færð gasmyndun í kerfinu) og síðan er varmastuðull (þ.e. hve mikinn varma efnið getur flutt) miklu lægri en á vatni. Vatn er best, þarf einungis að setja í það hæfilegan skammt af eitri til að halda því "pöddufríu".


Þakka þér fyrir þessi greinagóðu svör, ég fer vonandi á næstunni í hreinsun, það er sagt í leiðarvísinum sem fylgdi kælingunni að til þess að hreinsa hana má nota hreint Benzine, Petroleum og terpentínu... Ég er að spá í að nota terpentínu, þar sem ég er ekki klár á hvar hitt er fáanlegt. Ég ætla bara að láta hana renna um kerfið í nokkra tíma, tappa henni af, fara aðra umferð með terpentínu og skola svo með dauðhreinsuðu vatni úr Apóteki, fylla síðan með samskonar vatni og pínu glycol ef ég finn ekki Water Wetter hér á Íslandi...

Veit einhver um stað þar sem Water Wetter er seldur ?

Sent: Þri 11. Nóv 2003 00:53
af gumol
þú færð hreinsað bensín í apótekum, í mjög litlum umbúðum.

Sent: Þri 11. Nóv 2003 09:02
af Fox
Hvaða voða voða vandræði eru þetta?

Farðu á næstu bensínstöð og fáðu þér frostlög, hann drepur allt. (sama og er sett á bíla á veturnar) og blandaðu honum út í vatnið

Þá getur þú líka geymt lítið vatnsbox inn í frystir til að fá sona ultra-cool watercooling :D :D :D :D

Sent: Mið 12. Nóv 2003 16:10
af Bendill
Jæja, ég set smá frostlög á júnitið og sé hvað gerist... Ef það virkar þá skola ég út set nýtt vatn og frostlög, bara lítið :D

Sent: Mið 12. Nóv 2003 16:12
af Fox
Yubb.

Endilega prufaðu að setja vökvaboxið út um gluggan eða einhvað í vetur þegar það verður frozt. Hafa bara nógu stórt box til að það sé alltaf ís kalt.

Sent: Mið 12. Nóv 2003 16:14
af elv
ég notaði eitthvað slime killer sem ég keypti í dýrabúð. Það virkaði fínt

Sent: Mið 12. Nóv 2003 18:53
af Hlynzi
Spritt eða terpentína í draslið, svo er líka góð leið, taka radíatorinn í burtu og leyfa draslinu að brenna burt !

Sent: Mið 12. Nóv 2003 18:53
af Fox
spritt fer ekki vel með gúmí leiðslur og plast box.

Sent: Mið 12. Nóv 2003 20:43
af RadoN
terpentína er samt olíkennd og það verður erfitt að skola hana burt með vantni þegar þú ætlar að hreynsa hana burt :?

Sent: Mið 12. Nóv 2003 20:44
af RadoN
Hlynzi skrifaði:Spritt eða terpentína í draslið, svo er líka góð leið, taka radíatorinn í burtu og leyfa draslinu að brenna burt !

meinar að láta tövuna ganga og láta vatnið hitna í þessu?! :lol:

Sent: Mið 12. Nóv 2003 22:16
af Voffinn
Skellið helst bara vodka og látið fara nokkra hringi (helst þennan sem er verið að vara við í fréttunum :D)

Sent: Fim 13. Nóv 2003 09:12
af Bendill
Þetta reddaðist, ég setti frostlög á kerfið og þetta losnaði úr leiðslunum og blandaðist í vatnið á skömmum tíma, síðan skipti ég um vatn tvisvar eftir það...
Takk fyrir hjálpina allir saman, skemmtilegar hugmyndir hjá ykkur. ;)