Kíktu líka hingað,
http://www.tomshardware.com/forum/23818 ... e-pressureÞað eru bæði kostir og ókostir að hafa ekki jafnvægi milli útblásturs og innblásturs, einnig skiptir staðsetning viftanna rosalegu máli, sama má segja um snúrur, staðsetningu harða diskanna (og annarra hluta sem geta hindrað loftflæði) o.fl. o.fl. o.fl.
Þetta "vandamál" er mjög tilraunakennt með það mörgum hlutum sem hafa áhrif að komast að réttri niðurstöðu er nánast ekki hægt og því verður "rétt" niðurstaða að duga manni.
Margir hafa líka viljað tala um að nota "air-flow straighteners" sem að margir verkfræðingar síðan segja að sé algert bull. Aðrir vilja nota ýmsar leiðir til að "leiða" loftið á "rétta" staði í kassanum, nota þá pappakassa t.d. til að mynda brautir fyrir loftið (virkar t.d. fyrir suma, aðra ekki, eins hækkar væntanlega hitinn annars staðar í kassanum).
Svona rétt í lokinn, þetta mál er efni í doktorsverkefni hjá verkfræðingi og eiginlega á þetta ekki heima hér þar sem að menn koma með yfirlýsingu um hvað sé rétt. Eins og sagt er, aldrei er góð vísa of oft kveðinn þá minni ég þig á að þú verður bara að prófa þig áfram í þessu og sjá hvað hentar best í þínu tilviki.