Project Quiet Place
Sent: Mán 08. Des 2008 23:16
Jæja,
Fyrst maður er kominn með leið á hinu moddinu (Project NIN) og pláss fyrir leikjatölvu hefur verið endurskipulagt, er tilvalið að byrja á nýju. Þetta á að verða tilbúið fyrir jól, planið að ná að grípa í þetta hálftíma á dag til að halda geðinu í próflestrinum.
PLAN:
Gera eins hljóðláta tölvu og hægt er.
Hvað á vélin að geta?
- vafr
- skilaboðaskjóða
- tónlist og létt video í gegnum network-drive
Hvað fer í hana?
-Dell Optiplex GX 270 sem grunnur (P4, garmur)
-PW-200-V viftulaus PSU
-32GB SSD
-Antec 20cm Big Boy 200 turnvifta
-hljóðeinangrun (slatti)
-eflaust fleira sem ég mun telja upp síðar
-Linux Xubuntu
Er kominn aðeins af stað en aðal fjörið er enn eftir.
Svona byrjaði þetta:
Persónulega finnst mér hún fallegri nakin
Reif úr dellunni allt nema MB, CPU og RAM. Annað fauk. Geisladrifið fær að hánga með í bili en það fer líka eftir uppsetninguna. Splæsti svo í þennan fína aflgjafa af mini-box.com en brenndi mig hressilega á sendingakostnaðinum... nóg um það
Prentplatan í aflgjafanum stendur út fyrir kassann þegar móðurborðið er í, svo ég kíkti í Íhluti og fékk hjá þeim framlengingu og 4-pinna p4 tengi.
Henti orginal viftunni af örgjörvanum og fékk mér svona í staðinn. Þegar Big-Bojinn verður kominn á þá fer viftan af og hitavaskurinn verður einn eftir.
Big-Bossinn svo mátaður á og dellan undirbúin fyrir uppskurð.
Alpha-test, með venjulegum hörðum disk og Mandriva Linux. Beta-test verður svo eftir að ég set viftuna á kassann og SSD-inn kemur til landsins.
Svo er planið að skera út fyrir viftuna og loftflæði á morgun og jafnvel reyna að festa viftuna á. Þá er bara að bíða eftir harða drifinu og byrja að plana hljóðeinangrun og útlit á greyinu.
Vandamál:
- P4 hitna mikið og eru kannski ekki bestir í ,,hljóðláta tölvu"
- vantar betri stýringu á BigBoyinn, það er bara 3-way takki á henni - hefði viljað snúa henni enn hægar e.t.v. með hitanæmu viðnámi
- hvern fjárann á ég að gera með tölvu sem getur bara farið á netið og msn???
Endilega komið með feedback, ef ykkur líst á eitthvað og sérstaklega ef ykkur líst ferlega illa á eitthvað af þessu.
kveðjur,
Fyrst maður er kominn með leið á hinu moddinu (Project NIN) og pláss fyrir leikjatölvu hefur verið endurskipulagt, er tilvalið að byrja á nýju. Þetta á að verða tilbúið fyrir jól, planið að ná að grípa í þetta hálftíma á dag til að halda geðinu í próflestrinum.
PLAN:
Gera eins hljóðláta tölvu og hægt er.
Hvað á vélin að geta?
- vafr
- skilaboðaskjóða
- tónlist og létt video í gegnum network-drive
Hvað fer í hana?
-Dell Optiplex GX 270 sem grunnur (P4, garmur)
-PW-200-V viftulaus PSU
-32GB SSD
-Antec 20cm Big Boy 200 turnvifta
-hljóðeinangrun (slatti)
-eflaust fleira sem ég mun telja upp síðar
-Linux Xubuntu
Er kominn aðeins af stað en aðal fjörið er enn eftir.
Svona byrjaði þetta:
Persónulega finnst mér hún fallegri nakin
Reif úr dellunni allt nema MB, CPU og RAM. Annað fauk. Geisladrifið fær að hánga með í bili en það fer líka eftir uppsetninguna. Splæsti svo í þennan fína aflgjafa af mini-box.com en brenndi mig hressilega á sendingakostnaðinum... nóg um það
Prentplatan í aflgjafanum stendur út fyrir kassann þegar móðurborðið er í, svo ég kíkti í Íhluti og fékk hjá þeim framlengingu og 4-pinna p4 tengi.
Henti orginal viftunni af örgjörvanum og fékk mér svona í staðinn. Þegar Big-Bojinn verður kominn á þá fer viftan af og hitavaskurinn verður einn eftir.
Big-Bossinn svo mátaður á og dellan undirbúin fyrir uppskurð.
Alpha-test, með venjulegum hörðum disk og Mandriva Linux. Beta-test verður svo eftir að ég set viftuna á kassann og SSD-inn kemur til landsins.
Svo er planið að skera út fyrir viftuna og loftflæði á morgun og jafnvel reyna að festa viftuna á. Þá er bara að bíða eftir harða drifinu og byrja að plana hljóðeinangrun og útlit á greyinu.
Vandamál:
- P4 hitna mikið og eru kannski ekki bestir í ,,hljóðláta tölvu"
- vantar betri stýringu á BigBoyinn, það er bara 3-way takki á henni - hefði viljað snúa henni enn hægar e.t.v. með hitanæmu viðnámi
- hvern fjárann á ég að gera með tölvu sem getur bara farið á netið og msn???
Endilega komið með feedback, ef ykkur líst á eitthvað og sérstaklega ef ykkur líst ferlega illa á eitthvað af þessu.
kveðjur,