Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?
Sent: Þri 14. Okt 2008 01:51
Ég var að spá, er nokkuð til svona fjöltengi sem getur kveikt á tölvu sem er tengd við það og slökkt svo á henni þegar maður slekkur á því með takka? Ég veit að það er freeeeeekar hæpið, en það ætti alveg að vera hægt að útbúa svoleiðis ef það er ekki til, right? Bara t.d. tengja power switch snúruna frá móðurborðinu útum gat aftaná tölvunni og þaðan yfirí fjöltengið þannig að þegar kveikt væri á því þá myndi það kveikja á tölvunni í leiðinni. Og svo þegar maður myndi slökkva á fjöltenginu þá myndi það gefa straumsignal tilbaka í tölvuna eins og þegar maður ýtir á power takkann þannig að hún myndi slökkva á sér og svo myndi fjöltengið bara slökkva alveg á sér þegar tölvan myndi hætta að biðja um straum eða bara eftir mínútu eða eitthvað svoleiðis. Ég er aðallega að spá í þetta varðandi svona sjónvarpstölvu, svona hámark letinnar
Er eitthvað vit í vitleysunni hjá mér eða er þetta bara fáránlega fyndið?
Er eitthvað vit í vitleysunni hjá mér eða er þetta bara fáránlega fyndið?