Síða 1 af 1

Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?

Sent: Þri 14. Okt 2008 01:51
af DoofuZ
Ég var að spá, er nokkuð til svona fjöltengi sem getur kveikt á tölvu sem er tengd við það og slökkt svo á henni þegar maður slekkur á því með takka? Ég veit að það er freeeeeekar hæpið, en það ætti alveg að vera hægt að útbúa svoleiðis ef það er ekki til, right? Bara t.d. tengja power switch snúruna frá móðurborðinu útum gat aftaná tölvunni og þaðan yfirí fjöltengið þannig að þegar kveikt væri á því þá myndi það kveikja á tölvunni í leiðinni. Og svo þegar maður myndi slökkva á fjöltenginu þá myndi það gefa straumsignal tilbaka í tölvuna eins og þegar maður ýtir á power takkann þannig að hún myndi slökkva á sér og svo myndi fjöltengið bara slökkva alveg á sér þegar tölvan myndi hætta að biðja um straum eða bara eftir mínútu eða eitthvað svoleiðis. Ég er aðallega að spá í þetta varðandi svona sjónvarpstölvu, svona hámark letinnar :lol: :P

Er eitthvað vit í vitleysunni hjá mér eða er þetta bara fáránlega fyndið? :-k

Re: Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?

Sent: Þri 14. Okt 2008 02:19
af zedro
Hvernig væri að stilla bara Power takkann á tölvunni sem shut down?

Re: Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?

Sent: Þri 14. Okt 2008 03:33
af hsm
DoofuZ skrifaði:Er eitthvað vit í vitleysunni hjá mér eða er þetta bara fáránlega fyndið? :-k

HaHa fekst mig allavegna til að hlæja :lol:
En annars er allur fjandinn fundin upp svo :idea: :?:

Re: Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?

Sent: Þri 14. Okt 2008 09:53
af andribolla
það eru til fjöltengi sem eru með einni innstungu sem slekkur á öllum hinum. þannig að ef þu værir með tölvuna þina i sambandi i þeim tengli a fjöltenginu þá slekkur hun á afgangnum á þvi þegar þu slekkur a tölvuni. fæst í byko.

Re: Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?

Sent: Þri 14. Okt 2008 14:55
af depill
UPS + fjöltengi, margir upsar ( allavega decent ) láta tölvuna fara í shutdown um það og hann sensar að straumurinn er farinn og það er lítið eftir að batterínu. Kaupir lítinn upsa, tengir við fjöltengi, svo slekkirðu á fjöltenginu og þegar upsinn er að verða batteríslaus slekkur hann á tölvunni....

Dýrt en mögulegt

Re: Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?

Sent: Þri 14. Okt 2008 15:55
af supergravity
Hvað græðiru á því að færa powertakkann á tölvunni um 2-3 metra?
Annars er ein hugmynd að fá sér langt prik t.d.

Re: Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?

Sent: Þri 14. Okt 2008 17:32
af Zorglub
LOL, þetta eru langskemmtilegustu spurningarnar, þar sem menn geta misst sig í misgáfulegum pælingum sem þurfa ekki að skipta neinu máli :lol:
En svo ég skjóti þá að einhverjum misgáfulegum hugmyndum Mynd
Einfaldast væri að kaupa eða setja saman delay box á straumrásina þannig að það slökkvi eftir valinn tíma eftir að ýtt er á takkann.
Framlengja svo on/off takkann á tölvunni að boxinu/fjöltenginu eða nota músina/lyklaborðið til að slökkva. Stillir svo í bios að það kvikni á tölvunni við að fá straum.
Svo geturðu haft þetta flott og bætt timer eða jafnvel sensor inn í boxið þannig að þegar þú sest í sófann á þínum vanalega tíma þá sé allt búið að ræsa sig upp og það eina sem þú þarft að gera er að opna bjórinn Mynd

Re: Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?

Sent: Þri 14. Okt 2008 17:48
af Harvest
Ég hef einhverstaðar séð svona millistykki með timer... en það kveikir náttúrulega ekki á tölvunni nema þú stillir það þannig (ef það er þá hægt að stilla það á móðurborðinu).

Svo hef ég líka séð millisykki sem þú getur kveikt á með fjarstýringu.

En svo eins og vaktararnir eru að segja. Getur útbúið slökkvitakka fyrir tölvuna (held að þetta séu bara 2 vírar) sem ná 2-3 metra. Hetur haft svona töff hnappa (fást í Glóey) og sett svo bara einhverja töff einangrun utanum vírana.
Annars er ég enginn rafvirki, en þetta er held ég bara smá lóðavinna og almenn skynsemi...

Re: Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?

Sent: Þri 14. Okt 2008 20:29
af DoofuZ
andribolla skrifaði:það eru til fjöltengi sem eru með einni innstungu sem slekkur á öllum hinum. þannig að ef þu værir með tölvuna þina i sambandi i þeim tengli a fjöltenginu þá slekkur hun á afgangnum á þvi þegar þu slekkur a tölvuni. fæst í byko.

Já, ekki svo galin hugmynd :) En ég er samt meira að spá í hvernig sé hægt að hafa þetta þannig að takkinn á fjöltenginu sé líka powertakkinn á tölvunni. Það er ekki eins og það sé eitthvað erfitt að slökkva og kveikja á tölvunni sjálfri með takkanum sem er á henni en það væri bara svo mikil snilld ef hún myndi vera tengd svona, þá þyrfti maður bara að kveikja á fjöltenginu og svo á sjónvarpinu og setja svo bara á réttu rásina til að byrja að spila eitthvað efni af tölvunni :D Svo er líka það reyndar að kassinn sem ég er með er með svona lok sem felur powertakkann og það er auðvitað svoldið leiðinlegt að þurfa alltaf að opna það til að komast að takkanum. Mun þægilegra að þurfa bara ekkert að snerta tölvuna sjálfa, þannig hverfur hún líka svoldið inní umhverfið, maður myndi bara hætta að taka eins mikið eftir henni ;)

supergravity skrifaði:Hvað græðiru á því að færa powertakkann á tölvunni um 2-3 metra?
Annars er ein hugmynd að fá sér langt prik t.d.

Hahaha :lol: Já, langt prik er svosem ágæt hugmynd haha! En hvað græði ég á þessu? Nú þægindi og lúxus auðvitað! :D Þetta myndi líka gera allt svo miklu auðveldara fyrir aðra á heimilinu, bara nóg að kveikja á fjöltenginu, algjör óþarfi að kveikja á tölvunni :8)

Zorglub skrifaði:Einfaldast væri að kaupa eða setja saman delay box á straumrásina þannig að það slökkvi eftir valinn tíma eftir að ýtt er á takkann.
Framlengja svo on/off takkann á tölvunni að boxinu/fjöltenginu eða nota músina/lyklaborðið til að slökkva. Stillir svo í bios að það kvikni á tölvunni við að fá straum.

Góð hugmynd! ;) Bara mjög svipað og ég er að pæla í. Samt var mér líka að detta í hug hvort það væri hægt að láta tölvuna kveikja á sér þegar hún myndi skynja straum frá svideo tengi, þannig að þegar sjónvarpið fengi straum eða það væri kveikt á því þá myndi tölvan taka við sér og fara í gang. Held að það sé nú samt ekki hægt :?

Re: Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?

Sent: Þri 14. Okt 2008 21:21
af Zorglub
He he það er náttúrulega allt hægt, bara spurning hvað það má kosta :wink:
Þú ættir að byrja á að hoppa inn í bios og athuga hvað möguleika þú hefur, á flestum borðum hefurðu val undir power management hvað tölvan gerir þegar henni er stungið í samband, velur að hún ræsi sig og þá kviknar alltaf á henni þegar þú kveikir á fjöltenginu :D

Re: Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?

Sent: Þri 14. Okt 2008 22:05
af Gúrú
Zorglub skrifaði:He he það er náttúrulega allt hægt, bara spurning hvað það má kosta :wink:
Þú ættir að byrja á að hoppa inn í bios og athuga hvað möguleika þú hefur, á flestum borðum hefurðu val undir power management hvað tölvan gerir þegar henni er stungið í samband, velur að hún ræsi sig og þá kviknar alltaf á henni þegar þú kveikir á fjöltenginu :D


Vil ekki vera off topic, en veistu/veit einhver af hverju það virkar bara með PS/2 lyklaborðum hjá mér að nota password til að kveikja á tölvunni með því að skrifa það á lyklaborðið?
USB Enabled í BIOS.

Re: Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?

Sent: Þri 14. Okt 2008 22:25
af CendenZ
DoofuZ skrifaði:Ég var að spá, er nokkuð til svona fjöltengi sem getur kveikt á tölvu sem er tengd við það og slökkt svo á henni þegar maður slekkur á því með takka? Ég veit að það er freeeeeekar hæpið, en það ætti alveg að vera hægt að útbúa svoleiðis ef það er ekki til, right? Bara t.d. tengja power switch snúruna frá móðurborðinu útum gat aftaná tölvunni og þaðan yfirí fjöltengið þannig að þegar kveikt væri á því þá myndi það kveikja á tölvunni í leiðinni. Og svo þegar maður myndi slökkva á fjöltenginu þá myndi það gefa straumsignal tilbaka í tölvuna eins og þegar maður ýtir á power takkann þannig að hún myndi slökkva á sér og svo myndi fjöltengið bara slökkva alveg á sér þegar tölvan myndi hætta að biðja um straum eða bara eftir mínútu eða eitthvað svoleiðis. Ég er aðallega að spá í þetta varðandi svona sjónvarpstölvu, svona hámark letinnar :lol: :P

Er eitthvað vit í vitleysunni hjá mér eða er þetta bara fáránlega fyndið? :-k



ég nota bara fjarstýringuna.

Re: Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?

Sent: Fös 17. Okt 2008 01:19
af DoofuZ
CendenZ skrifaði:ég nota bara fjarstýringuna.

Ertu þá með media center fjarstýringu eða? Og ertu kannski líka með svona spes media center tölvu eða bara venjulega turntölvu sem media center? Ég á litla fjarstýringu sem fylgdi með sjónvarpskortinu mínu og móttakarinn tengist við serial port. Held að hann þyrfti frekar að vera tengdur usb, er það ekki? Annars er þetta helvíti góð hugmynd, að nota bara fjarstýringu á kvikyndið :D Það er allavega ekki eins mikið vesen og hitt en það var nú bara smá hugmynd :8) Líka kannski ekki svo rosalega sniðugt að tölvan fari alltaf í gang þegar kveikt er á fjöltenginu, sérstaklega þar sem hún yrði pottþétt ekki stöðugt í notkun. En gott að vita allavega núna eitthvað um hvernig það yrði framkvæmt ;)

Re: Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?

Sent: Fös 05. Des 2008 15:30
af vesley
gerðu bara í tölvunni þetta.

farðu á desktopið og gerðu shortcut og skrifaðu í því shutdown -s -t xxxxx x-ið er fjöldi sékúndna sem þú vilt að hún sé í gangi þangað til að hún slökkvi á sér þetta s.s gerir timer á tölvuna eins og t.d er ég stundum með 21600 sek sem er 6 klst ef ég er að fara eikka og var að láta myndir á flakkarann rsom og vill svo að það slökkni á henn ieftir það

Re: Fjöltengi sem kveikir og slekkur á tölvu...?

Sent: Fös 05. Des 2008 19:35
af DoofuZ
Ágætis hugmynd hjá þér vesley, en ekki alveg það sem ég var að leita eftir. Var reyndar að fá þá hugmynd núna að ég gæti kannski keypt einhverstaðar svona kort í tölvuna sem væri tengt með snúrum við power switch pinnana á móðurborðinu og svo væri infrared nemi tengdur með snúru aftanúr kortinu og þegar ég myndi kveikja á sjónvarpinu með power takkanum á fjarstýringunni þá myndi það kveikja á tölvunni líka og svo slökkva á henni þegar ég myndi ýta á takkann aftur. Er það hægt? Ég veit amk. að meira en eitt tæki getur tekið við merki frá einni fjarstýringu á sama tíma en veit einhver um eitthvað svona fyrir tölvu? :-k