Síða 1 af 1
NIN-mod, breyting á turn
Sent: Fim 28. Ágú 2008 11:50
af supergravity
Daginn, er byrjaður að vasast í að breyta turni sem ég var orðinn þreyttur á. Planið er að smella á hann gluggum, skipta út nokkrum LED ljósum, spartla smávegis og þetta venjulega bara =) Er í smá brasi með að saga út grafíkina sem ég var búinn að teikna á hliðarplötuna, útvegaði mér slípirokk en hann er allt of groddaralegur í þetta.. prufaði járnsög en það gengur mjög hægt og hún nær bara ~12cm inn á plötuna en hún er í þessari standard, hvað 40x40cm? stærð. Eruð þið með einhverjar hugmyndir hvernig væri sniðugast að saga þetta? Smelli á ykkur myndum eftir vinnu.
kveðjur
Re: NIN-mod, breyting á turn
Sent: Fim 28. Ágú 2008 12:18
af ManiO
Dremel virðist vera eitt algengasta tólið sem moddarar nota sem eru ekki pros með fagmanns aðstöðu.
Tjékkaðu endilega á modnation.com, þar er samansafn af mjög fróðum mönnum um útlitsbreytingar á tölvukössum.
Re: NIN-mod, breyting á turn
Sent: Fim 28. Ágú 2008 23:24
af supergravity
Fór og splæsti í litlar skurðarskífur og slípiköggla fyrir borvélar í húsasmiðjunni og náði að skera slatta. Þarf bara að finna fleiri skífur þar sem mér tókst að klára þessar 2 sem voru til í húsó.
Planið er að taka gamla
turninn skipta út bláu LED-unum og setja rauða, gera glugga framan á vélina með gömlu NIN lógói og minni glugga aftaná þar sem sést undir móðurborðið. Ætla svo að planta nokkrum rauðum LEDum undir móðurborðið og hér og þar til að það sjáist eitthva inn um þessa glugga. Svo var hugmyndin að hækka viftuna á toppnum um svona 5 cm og smella nokkrum 9 tommu nöglum í kring. En þetta breytist reglulega á meðan maður vinnur í þessu.
Datt í hug að setja rauðan LED í on/off takkann á skjánum líka.
Ég veit að það er hægt að kaupa viftur með rauðum lit en það er skemmtilegra að lóða nýja LED-a í og svo tekur það líka lengri tíma...
Er byrjaður að skera út lógóið, næ vonandi að klára það um helgina svo ég geti byrjað að sprauta turninn í næstu viku.
Þetta er nokkurnveginn það sem verður fyrir innan gluggann. Nema hvað snúrunrar verða gerðar minna áberandi og kassinn verður allur svartur að innan. Allt draslið komið úr turninum og upp í skáp í millitíðinni.
For í Akron í Síðumúla og fékk þar plexigler á spottprís sem fer svo í gluggana. Aðal hausverkurinn í augnablikinu er hvað ég á að gera við on/off og restart takkana sem eru efst á turninum. Ætla að reyna að klára hitt fyrst áður en ég byrja að hafa áhyggjur af því samt. Endilega komið með hugmyndir ef ykkur sýnist ég vera að gera eitthvað snar vitlaust..
vonum að maður komi einhverju í verk um helgina
kveðjur
Re: NIN-mod, breyting á turn
Sent: Þri 02. Sep 2008 19:37
af supergravity
Stutt update..
Alveg að verða búinn að skera út stóra gluggann með grafíkinni, áttaði mig samt fljótt á því að þetta er full flókið munstur og frekar risky að þetta náist heilt.. En læt bara reyna á það, annars hef ég bara hreinan glugga og ekkert lógó.
Kláraði að lóða perurnar í vifturnar og á þá bara eftir að redda helvítis
örgjörfaviftunni sem er með bláum LED. Spurning hvort það sé ekki auðveldara að 'slökkva' bara á honum í staðinn fyrir að basla við að lóða nýjan í staðinn?
Stefni á að klára að skera á morgun og þá fer að koma einhver mynd á ræfilinn.
kveðjur
Re: NIN-mod, breyting á turn
Sent: Fös 05. Sep 2008 09:13
af einzi
Verður örugglega mjög flott. Keep up the good work og ekki vera sparsamur á myndir því jú mynd er meira en 1000 orð
Re: NIN-mod, breyting á turn
Sent: Fös 05. Sep 2008 16:43
af supergravity
Takk fyrir það.
Kláraði að saga um daginn og er búinn að dunda mér við að slípa... Það kostar arm og legg að slípa þetta helvíti.. Næ hugsanlega að klára það um helgina ef ég geri ekkert annað. Svo er að sprauta hliðina og líma glerið innaná. Gleiðn heldur áfram, færi mig svo yfir á hina hliðina og geri glugga undir móðurborðið og planta nokkrum LEDum hér og þar.
Nokkrar myndir af barninu:
Braut nánast endalaust af skurðarskífum, enda amatör moddari.
Smá mátun, þetta ætti að sleppa þegar plexiglerið er komið í, búið að mála kassann og íhlutirnir komnir á sinn stað. Nú þarf ég bara að ákveða hvað á að gera við framhliðina og toppinn.
kveðjur
Re: NIN-mod, breyting á turn
Sent: Fös 19. Sep 2008 10:32
af einzi
Djöfulsins böðull ertu á skífurnar
.. lítur vel út
Re: NIN-mod, breyting á turn
Sent: Fös 19. Sep 2008 12:06
af jonsig
ertu að reyna veiða stelpur á þetta lolz?
Re: NIN-mod, breyting á turn
Sent: Fim 02. Okt 2008 11:31
af supergravity
Jæja,
Búinn að vinna örlítið í þessu síðan síðast. Kláraði að pússa nin lógóið og grunna það, það er að þorna núna og mála það líklega á morgun ef það verður ekki frost. Sagaði gat undir móðurborðið svo það sáist líka undir það. Svo reyndi ég fyrir mér með svona plexi-etch og held að ég noti svoleiðis aftaná vélina yfir glugganum undir móðurborðinu.
Hliðin tilbúin fyrir grunnun.
Gluggi undir móðurborðið.
Á eftir að laga þessa hlið, saga 'búmerangið' í burtu svo móðurborðið sjáist, ætla svo að 'etch-a' nin lógó eða eitthvað gáfulegt (sjá neðstu myndina) vinstramegin í glugganum.
Handlangarinn gerir ekki mikið gagn en maður verður að taka viljann fyrir verkið...
Prufaði að gera etch í plexi bút sem ég átti til, og já ég er nörd að skrifa vaktina á þetta...
En komst að því að þetta er ekki eins mikið mál og ég hélt að þetta væri svo það verður etch á vélinni, nema það verður ekki 'vaktin' og ég verð með a.m.k. 4 rauða LEDa svo þetta lýsist almennilega upp.
Látum þetta duga í bili, þetta nálgast hægt og rólega.. Næst er að klára að saga, gera loka 'etch' og mála, gæti þessvegna verið á byrjunarreit.
kveðjur,
Re: NIN-mod, breyting á turn
Sent: Fim 02. Okt 2008 11:32
af supergravity
Sorry hvað myndirnar eru stórar..
Re: NIN-mod, breyting á turn
Sent: Fim 02. Okt 2008 14:35
af einzi
Þér er fyrirgefið fyrir stórar myndir, lol-kötturinn bræddi hjarta mitt
en þetta er stórglæsilegt mod, verður enn skemmtilegra að sjá það fullklárað
Re: NIN-mod, breyting á turn
Sent: Fim 16. Okt 2008 13:44
af benregn
Lítur glæsilega út!
Það vantar fleirri svona framtaksama hugvitsmenn hér á Vaktina. Eða kanski eru þeir nú þegar hér
en nenna ekki að setja myndir handa okkur hinum sem ekki geta eða ekki nenna að mod-a sjálfir.
Re: NIN-mod, breyting á turn
Sent: Mán 26. Jan 2009 01:22
af zedro
Any updates? Me wants more
Re: NIN-mod, breyting á turn
Sent: Þri 27. Jan 2009 09:01
af supergravity
Úff já, búinn að vinna aðeins í þessu.
Kominn með plexi fyrir bakhliðina og byrjaður að ,,etcha" í hana, klára það í vikunni og lími í plötuna, smelli á ykkur myndum þegar það er tilbúið. Þá er eftir að finna út hvað ég ætla að gera við framhliðina og toppinn. Annað project stal viftunni af toppnum svo ég þarf að finna aðra(r) =)
Þegar það er komið þá er bara að klára að sprauta og setja saman.
myndir á leiðinni
kv,